Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 81
Helgi Ingólfsson
Tvö tilbrigði um konur
Varnarrœða hinnar fyrstu konu
I hvert sinn sem hún horfði á sólina hníga til viðar fann hún til vonar
um fyrirgefningu og inngöngu í garðinn að nýju. Nóttin var tími
hennar, tunglið var pláneta hennar, því hún vissi að hún var eingöngu
draumur mannsins, sköpuð í svefni hans. í myrkrinu bifaðist barmur
hennar alsæll, uns kerúbarnir brugðu bröndum sínum í austri, ein-
hvers staðar þar sem garðurinn lá, og árroðinn bolaði svartnættinu
burt. Þá reis maðurinn af svefni sínum, marinn af merkurfoldinni, og
hún skildi þá skapadóm sinn. í morgunskærunni minntist hún reiði-
legrar raddarinnar, sem hafði dunið af himnum ofan, reiðilegri en
öskur ljónsins. Ógæfa hennar fólst í því að vera sköpun ungs guðs,
umburðarlauss guðs, sem hvergi mátti sjá misfellu á verki sínu. í
grófmótuðum huga sínum fann hún til vanmáttugrar reiði vegna þess
ranglætis, sem hún hafði verið beitt. Manninum hafði líkað ávöxtur-
inn. Var út í hana að sakast fyrir að vilja þóknast manninum? Var hún
ekki til þess borin? Synd! þrumaði röddin að ofan. Það var orð sem
hún hafði aldrei heyrt fyrr, þekkti ekki, skildi ekki. Var fáfræðin henni
ekki nægjanleg vörn? Var einfeldnin glæpur? Hvernig átti hún að
greina að illt hefði verið að eta ávöxtinn, þegar hún skildi ekki muninn
fyrr en eftir misgjörðina?
Að þessari mótsögn hafði hún margsinnis leitt hugann. Maðurinn
bar skömm sína í auðmýkt; hún sá þá skömm í hvert sinn sem hann
klóraði í gróðurvana mörkina í baráttu við sólbökuð og skelhörð
kvikindi um æti. Hann fann ekki til sömu reiði og hún, hann fann ekki
til ranglætis. Þögull tók hann út refsingu sína eins og hún birtist í
formi miskunnarlausrar náttúru, hár hans rytjótt, augu hans tóm.
„Bölvaður sértu, rangláti guð“, æpti sál hennar, „hann á þetta ekki
skilið.“ Aldrei hafði hann beðið um að vera skapaður. Aldrei hafði hún
TMM 1996:4
79