Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Qupperneq 82

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Qupperneq 82
beðið um að vera sköpuð; rifbeinið hafði verið rifið úr honum að henni óspurðri. Þannig hvelfdust yfir hana í sífellu dagar og nætur, hinn eilífi foss tímans. Þannig lifði hún í útlegð með manninum í — áratugi? Ár- hundruð? Árþúsund? Oftsinnis sat hún í þungum þönkum og neri annars hugar gróft hárið á feldinum, sem hún klæddist. Að hluta til var hún dýr, að hluta til mannleg vera, en í henni bjó einnig brot af guðlegum mætti, því hún greindi á milli góðs og ills. Vonin flögraði stöðugt í brjósti hennar, en þvarr með hverjum nýjum degi, uns hún varð að ógreinilegri minningu, óljósu endurvarpi frá sjálfri sköpun hennar. Eftir að synirnir urðu til að bæta á harm hennar, annar myrtur og hinn morðingi, óskaði hún þess eins að hún hefði aldrei verið sköpuð, að hún gæti aftur horfið til uppruna síns. Einhvers staðar í framtíðinni, ef til vill á hinum enda eilífðarinnar, við hinsta sólarlag, yrði hún hugsanlega sett aftur á sinn stað meðal rifbeina mannsins, þaðan sem hún kom, þangað sem hún þráði. Varnarrœða hinnar hinstu konu Stuttu eftir að allir guðirnir voru látnir birtist hún í bjarma, ruddist fram á sjónarsviðið og síaðist inn í hugi fólksins, einörð í þeirri fyrirætlun að fylla skarð hinna föllnu guða. Vígahrjáður heimurinn, vonsvikinn heimurinn þurfti eitthvað — stein, stöpul, styttu, stjörnu — að trúa á. Munaðarleysinginn sem var móðir allra, í senn Gaia, Ishtar, Astarte; slík skyldu sköp hennar. Reglubundin verksmiðjuvinn- an fullnægði hvorki draumum hennar né tilkalli til tignunar. Hún vildi vera þráð. Eitt augnablik ævinnar flaug henni í hug að ólgan í æðunum kynni að sefast, ef hún fjötraði sig við förunaut til lífstíðar, en hlekkir hjónabandsins reyndust henni of þungir að bera. Er hún sté fýrst fæti í kvikmyndaverið steyptist yfir hana guðlegur móður. í ljóskösturunum sá hún hina skerandi birtu eilífðarinnar. En til að komast í sviðsljósið varð hún að gangast undir hamskipti; ljóti andarunginn varð hinn fegursti svanur. Eftir ótal skurðaðgerðir og lýtabætur varð hún að hinni einu sönnu konu, mestu konu allra tíma, konu sem ekki virtist af þessum heimi. Jafnframt var hún hin fyrsta 80 TMM 1996:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.