Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Síða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Síða 83
tilbúna kona, glæsilegri en nokkur kona sem náttúran hafði skapað, hið fullkomna handverk fegurðarlækna, förðunarfræðinga og fim- leikaþjálfara. Sköpun mannsins hafði tekið sköpun guðanna fram. Með seiðandi napalmaugum, platínuhári, plastfilmuvörum og fyllt- um brjóstum drottnaði hún yfir karlskepnum jarðarinnar, sem játuð- ust henni ákafir á vald. Af eðlislægu skynbragði á töfrum sinna tíma sveipaði hún sig slæðu dulúðarinnar og úr slóða hennar rann dísæt angan, sem fyllti vit karlmanna, uns neistar gneistuðu úr nárum þeirra. Sjálf eyddi hún flestum náttstundum einmana í voðum sínum og velti því fyrir sér til hvers holdið væri. Hún vissi ekki á hvern hátt hún hafði samband við himnana og eilífðina í gegnum líkama sinn. Út- veggir þessa heims voru alþaktir úrklippum af henni og í augum flestra voru þær raunverulegri en fyrirmyndin sjálf. Hunangsgljáandi hörund hennar varð gull þess tíma, varanlegt og eilíft um leið og því var varpað á tjaldið. Þegar tímar liðu fram töldu margir að silfrað tjaldið sjálft væri hið eiginlega hörund hennar. Sykursæt röddin úr hátalaranum varð seið- andi söngur sírenunnar og blágrár mökkurinn sem blés úr sýningar- vélinni varð yfirskilvitlegur andi. Líkt og með alla guði og gyðjur tóku menn að álíta mynd goðsins vera goðið sjálft. Eitraðar tungur efa- semdarmanna tóku að heyrast; að hún hefði selt skrattanum sál sína, væri fláráð gljápíka, flagð og fordæða, því meðan til er guðrækni, svo mun einnig vera guðlast. Gyðjan sjálf gleymdist heima í rekkjuvoðum sínum; munaðarleysinginn sem var móðir allra, Mikla Móðir, Magna Mater, MM. Þetta fangamark lét hún sauma með fínlegu flúri í rúm- fötin til að minna sig á hlutverk sitt í hérvistinni. Um síðir eyddist hún upp þarna á milli voðanna, uns sál hennar smeygði sér undan sæng- inni og sveif til himnanna, þar sem hún varð að skærustu stjörnu festingarinnar, líkt og hún hafði alltaf þráð. TMM 1996:4 81
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.