Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Page 85
rótsterkt, eins og þú vilt hafa það. (Stutt þögn). Ég ætla að minnsta kosti að fá mér sopa sjálfur. (.Hskór heyrast slettast við hœlana, þegar Indriði gengurfram í eldhús. Þar héllir hann kaffi í bolla ogsnýrsvo til haka inn að stofuglugganum. Hann heyrist sötra sjóðheitt kaffið). Indriði: Efmaður vaknar ekki af þessu, þá vaknar maður aldrei. Það var enginn bjáni sem fann upp kaffið. Á ég ekki að færa þér bolla, Kristín mín? Ég er viss um að það hressir þig. (Indriði rís á fœtur og aftur heyrist í ilskónum. Það heyrist líka að hann opnar dyr). Indriði: Ertu viss um, að þú viljir ekki kaffisopa? Ég held þú hljótir að hafa bara gott afþví. Nújæja. Ekki ætla ég að þræta við þig um það. En það tekur mig sárt að sjá þig liggja svona ósjálfbjarga dag effir dag. Það er auðvitað gott að hafa þig hérna heima. Þú veist, að mér líður aldrei vel nema nálægt þér, Kristín mín. En það er nú samt spurning, hvort þeir hefðu átt að senda þig heim svona fljótt. Það nær engri átt hvernig farið er með sjúklinga nú á dögum. Ég skil ekki þá visku að hafa sjúkrahúsin hálftóm. Það er skrítinn sparn- aður. Finnst mér. Hvers konar þjóðfélag er það, sem byggir þessa fínu spítala, leggur milljónir í hverja deild með fínasta útbúnaði, og þykist svo ekki geta haldið þeim gangandi? Getur þú sagt mér það? Til hvers eru sjúkrahús? Til að standa tóm kannski? Mér sýnist þeir geti borgað læknunum. Kannski sjúkrahúsin séu fyrir læknana. Og veislur geta þeir haldið fyrir sjálfa sig, þessir ráðherrar. Og látið okkur borga fyrir konurnar sínar í lystireisur til útlanda. En sjúklingum hafa þeir ekki efni á. Þeir skulu koma sér heim. Eins og það sé ekki greinilegt, að þú ert alls ekki búin að jafna þig eftir þennan uppskurð. En við eigum kannski ekki að kvarta. Við höfum hvort annað. Og ekki hef ég svo sem neitt annað að gera en að sniglast hérna í kringum þig. Og svo kemur hún dóttir okkar kannski á eftir að hjálpa mér við heimilisverkin. Ekki veitir víst af, segir hún. Og aldrei varst þú nú víst ánægð með TMM 1996:4 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.