Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Page 89
Indriði:
(Daufur í dálkinn) Sæl, Kristín Ólöf. Ekki veit ég nú, hvort ég er
kominn beinlínis á stjá. Ég sit hérna við stofugluggann að sötra
morgunkaffið. Það er nú allur fyrirgangurinn í mér núna.
(Kristín Ólöf strunsar inn í stofuna. Hún er enn ofurlítið móð).
Kristín Ólöf:
Það dugir ekki að vera alltaf svona beiskur, pabbi minn. Það lagar ekki
nokkurn skapaðan hlut. (Hún gengur út að glugganum til pabba síns).
Pabbi! Skelfmg er að sjá á þér útganginn! Hefurðu ekki rakað þig síðan
ég kom á flmmtudaginn var? Og hárið á þér einn flóki! Og svo ertu
búinn að hella kaffi ofan í morgunsloppinn. Það er ekki sjón að sjá
Þig!
Indriði:
Og til hvers ætti ég svo sem að vera að raka mig og greiða mér? Á ég
nú að fara að halda mér til fyrir helvítis ellinni?
Kristín Ólöf:
Maður verður að líta sómasamlega út. Og eftir lyktinni af þér að
dæma, hefurðu ekki heldur farið í bað. Þetta gengur ekki. Þetta er
uppgjöf. Þú ert að gefast upp fyrir sjálfum þér.
Indriði:
Þú ert ekki fyrr komin inn úr dyrunum en þú ferð að skamma mig.
Hættu þessu jagi, dóttir. Farðu heldur fram í eldhús og lagaðu sterkt
kaffi. Ef þú skellir í þig nógu sterku kaffi, þá geturðu kannski skolað
niður þessari árans morgunúrillu.
(Kristín Ólöf strunsarfram í eldhús og rekur upp hálfkœft hljóð).
Kristín Ólöf:
Pabbi! Á ég að trúa því, að þú sjáir ekki sjálfur hvernig hérna er
umhorfs? Þú vaskar ekki einu sinni upp. Vaskurinn er fullur af óhreinu
leirtaui og pottarnir og pannan skítug á eldavélinni. (Fer að ísskápnutn
og opnar hann). Og það er komin myglulykt úr ísskápnum. (Hún
strunsar aftur inn í stofuna). Þú hefur náttúrlega ekki heldur skipt á
rúminu eða búið um þig?
TMM 1996:4
87
L