Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 96

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Side 96
Gerður Kristný Mengele var misskilinn húmoristi Ég var komin á skrið á Árna þegar bankað var í öxlina á mér, einhver laut yfir mig og sagði upp við eyrað á mér: „Er þetta ekki orðið nokkuð gott hjá þér, væna?“ Konan hans var risin upp frá dauðum. Ég þekkti hana strax af ljósmyndinni í gyllta rammanum sem Árni hafði strengt yfir svartan borða. Hann hvorki argaði né féll í yfirlið við upprisu eiginkonunnar. Þess í stað sagði hann: „Ooo“ og ýtti mér fýldur ofan af sér. Konan tók festulega í höndina á mér og sagði: „Sóley.“ Svo greip hún hönd Árna og lyktaði af henni. „Þið hafið verið lengi að.“ Hún horfði fast í augun á mér og gætti sín á því að hvika þeim ekki neðar. Svo gekk hún hægum skrefum út úr herberginu og ég heyrði hana fara inn í eldhús. Árni rauk fram úr og klæddi sig í buxur. „Sagðirðu ekki að konan þín væri dáin?“ spurði ég og teygði mig í samfelluna. „Jú, og hvað með það?“ svaraði hann önugur. „Ekklar þykja mun meira spennandi en kallar í Garðabæ sem konan hefur yfirgefið.“ „Þessi dagur á eítir að enda illa,“ hugsaði ég með mér, dreif mig í spjarirnar og lét það vera að kveðja. Þegar ég opnaði útidyrnar kom litli kínverski hundurinn hans Árna tiplandi eftir marmaranum. Ég ákvað að taka hann með mér. Kvikindinu virtist líka það vel að fá að fara út, enda ekki vant því. Maó litli varð ekki jafn glaður þegar ég slengdi honum ofan í ruslatunnu við næsta hús. Fjórir dagar þar til tunnurnar verða tæmdar. Þar sem dagurinn var hvort eð er eyðilagður tók ég stefnuna á Guðrúnargötuna. Til mömmu. Mér hefði ekki komið það til hugar hefði systir hennar ekki hringt og sagt mér að hún væri veik. Það er venjulega aðferðin sem mamma notar til að fá mig til að líta við hjá sér. 94 TMM 1996:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.