Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Page 97

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Page 97
„Hún mamma þín er svo slæm í bakinu,“ sagði frænka. „Hún hefur verið það lengi,“ sagði ég og ætlaði ekki að leyfa þeim systrum að gera neitt drama úr þessu. „Alveg síðan hún átti þig,“ svaraði frænka. „Þú varst svo fyrirferð- armikið barn. Þú fórst alveg með skrokkinn á henni.“ I stigaganginum er steikingarlykt og Mamas and the Papas hljóma úr íbúðinni á móti. Kona syngur hástöfum með California Dreaming. Hún er ekkert lík þessari feitu sem kafnaði í miðju samlokuáti. Konan hefur auðheyranlega verið að steikja kleinur og óvart lent í kökudrop- unum. Þær eru svo margar hætturnar í heimahúsum. Ef það eru ekki kökudroparnir eru það matvinnsluvélarnar sem tæta hörðustu hús- mæður ofan í deigið ef þær eru ekki nógu fljótar að grípa í eldhús- skápana. Mamma situr við eldhúsborðið og leggur kapal. Drottning á kóng og gosi á drottningu. Hún er orðin algráhærð og fer því vel við hvítu eldhúsinnréttinguna. Hún hefur haft fyrir því að lakka neglurnar á sér fjólubláar, líklega í stíl við bláu flókainniskóna. Hún er með rauða plastperlufesti við bláröndóttan kjól. Mér hefur alltaf þótt gaman að sjá hvað mamma nennir að halda sér til. Það er ekki algengt með konur á hennar aldri. Líklega er þetta það eina sem mér finnst skemmtilegt við móður mína. Það er svo merkilegt að þótt hún sjái til þess að ekki líði of langur tími á milli heimsókna minna er ekki eins og hún hafi neitt sérstaklega gaman af félagsskap mínum. Það er varla að hún líti upp úr kaplinum. Ég rifja upp það sem ég hef séð í sjónvarpinu síðustu vikur. Hún hefur gaman af sjónvarpi og er áskrifandi að öllum stöðv- um. ítalski boltinn fer ekki einu sinni framhjá henni. „Ferlega eru þeir góðir þættirnir um klerkana.“ „Nei, bölvað rusl,“ svarar mamma. ,Allt brandarar sem maður hefur heyrt áður.“ „Og er það ekki í lagi ef þeir eru góðir?“ Hún horfir rannsakandi á mig áður en hún segir: „Er þetta bóla á hökunni á þér?“ Roseanne sagði einu sinni við dóttur sína Darlene að ef þær hefðu verið bláókunnugar konur hefði hún samt haft áhuga á að kynnast henni. Ég hef alltaf vitað að ef ég og mamma værum ekki skyldar myndi mér ekki koma til hugar að sækjast eftir kunningsskap við hana. TMM 1996:4 95
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.