Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Page 97
„Hún mamma þín er svo slæm í bakinu,“ sagði frænka.
„Hún hefur verið það lengi,“ sagði ég og ætlaði ekki að leyfa þeim
systrum að gera neitt drama úr þessu.
„Alveg síðan hún átti þig,“ svaraði frænka. „Þú varst svo fyrirferð-
armikið barn. Þú fórst alveg með skrokkinn á henni.“
I stigaganginum er steikingarlykt og Mamas and the Papas hljóma
úr íbúðinni á móti. Kona syngur hástöfum með California Dreaming.
Hún er ekkert lík þessari feitu sem kafnaði í miðju samlokuáti. Konan
hefur auðheyranlega verið að steikja kleinur og óvart lent í kökudrop-
unum. Þær eru svo margar hætturnar í heimahúsum. Ef það eru ekki
kökudroparnir eru það matvinnsluvélarnar sem tæta hörðustu hús-
mæður ofan í deigið ef þær eru ekki nógu fljótar að grípa í eldhús-
skápana.
Mamma situr við eldhúsborðið og leggur kapal. Drottning á kóng
og gosi á drottningu. Hún er orðin algráhærð og fer því vel við hvítu
eldhúsinnréttinguna. Hún hefur haft fyrir því að lakka neglurnar á sér
fjólubláar, líklega í stíl við bláu flókainniskóna. Hún er með rauða
plastperlufesti við bláröndóttan kjól. Mér hefur alltaf þótt gaman að
sjá hvað mamma nennir að halda sér til. Það er ekki algengt með konur
á hennar aldri. Líklega er þetta það eina sem mér finnst skemmtilegt
við móður mína. Það er svo merkilegt að þótt hún sjái til þess að ekki
líði of langur tími á milli heimsókna minna er ekki eins og hún hafi
neitt sérstaklega gaman af félagsskap mínum. Það er varla að hún líti
upp úr kaplinum. Ég rifja upp það sem ég hef séð í sjónvarpinu síðustu
vikur. Hún hefur gaman af sjónvarpi og er áskrifandi að öllum stöðv-
um. ítalski boltinn fer ekki einu sinni framhjá henni.
„Ferlega eru þeir góðir þættirnir um klerkana.“
„Nei, bölvað rusl,“ svarar mamma. ,Allt brandarar sem maður
hefur heyrt áður.“
„Og er það ekki í lagi ef þeir eru góðir?“
Hún horfir rannsakandi á mig áður en hún segir: „Er þetta bóla á
hökunni á þér?“
Roseanne sagði einu sinni við dóttur sína Darlene að ef þær hefðu
verið bláókunnugar konur hefði hún samt haft áhuga á að kynnast
henni. Ég hef alltaf vitað að ef ég og mamma værum ekki skyldar
myndi mér ekki koma til hugar að sækjast eftir kunningsskap við
hana.
TMM 1996:4
95