Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Síða 102
Nerca 22.01.1996 í 38 stiga hita.
Þú segir að ég sé þín kona. Ég sé sólin, ég sé með öðrum orðum, þín
Júlía. Ég ligg og hlusta á þig. Bjarndýrsfeldurinn er mjúkur og ég reyni
að kveikja upp í arninum með fótum mínum, þú hefur nefnilega
bundið hendur mínar fyrir aftan bak. Nú slær niður eldingu rétt hjá
húsinu okkar. Þú ert sallarólegur og smyrð líkama þinn með sírópi.
Það hjálpar þér til að slaka á, segirðu.
— Verður það sárt? spyr ég.
— Hvað? segir þú, losar hendur mínar og kyssir þær.
— Veistu, segi ég þá: — Ég fæ mig aldrei fullsadda af því að öskra!
Eða sérðu ekki hvernig heimurinn er orðinn! Sérðu ekki hvernig hann
hefur alltaf reynt að verða, alltaf, alltaf! Og við getum ekkert gert...
— Er það ekki djöfullegt? spyr ég.
— Þar eru eingöngu útlimir, segirðu með þínum lága rómi, síðan
bætirðu við: — En ég á víst heima þar ...
Ég skelf, óttast bardaga og fínn að það beinist að skrokknum. Ég
strýk yfír andlit mitt og ímynda mér að hendur mínar séu englar og
andlitið hvítur flugdreki.
Við höfum komið okkur upp nýju tungumáli sem við köllum Al-
gleymismál. Á því máli ríma orð einsog ást, girnd, líf og dauði. Yfirleitt
segjum við þó sem minnst. Tíminn líður hægt, en við vitum að einn
daginn verður allt að einu moldarflóði. Súrsætur fnykur fýllir loftið
og milljón svartir kettir þvælast fyrir fótum okkar. Þeir hvæsa og þeir
mala og ég reyni að ná athygli þinni en þú segir aðeins að ég sé þín
kona.
Júlía.
100
TMM 1996:4