Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Page 109

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Page 109
Ritdómar „Þar sem svört nóttin er hvít“ Þorsteinn J.: Litabók. Reykjavík 1995. Litabók er frumraun Þorsteins J. í ljóða- gerð. Hún inniheldur 23 ljóð og það vekur athygli að ljóðin eru öll handskrif- uð og blaðsíður eru ekki númeraðar. Bókarkápan er svört og ljóðin skrifuð á skjannahvítan, þykkan pappír. Það þarf því ekki að koma lesandanum á óvart að svart og hvítt eru algengustu litirnir í Litabókinni. Rithönd skálda er sá þáttur persónulegs handverks þeirra sem fer alveg forgörðum í prentuðum bókum. Það er því skemmtileg hugmynd að gefa út ljóðabók í eiginhandarriti — Þor- steinn skrifar reyndar einhvers konar hástafi sem fyrir utan það að vera eilítið „ópersónulegir", eiga það til að vera frekar ógreinilegir á stöku stað. En les- anda er engin vorkunn að rýna í ljóðin og þurfa stundum að stauta sig fram úr ógreinilegri skriftinni. Eitt af einkennum nútímaljóða er að ljóðmælandinn er einangraður í sinni einkaveröld og virðist í litlum tengslum við umheiminn. Að nokkru leyti helgast þetta líka af eðli ljóðsins — ljóðið er svo nákomið persónulegri reynslu skálds- ins, það byggir á tilfinningum og minn- ingum sem skáldið vinnur sífellt úr. Vönduð ljóðlist er ávallt tjáning þess sem stendur hjarta skáldsins næst. Litabók Þorsteins J. hefst á tilvitnun í ljóðið „Húsið mitt“ eftir Sigurð Pálsson þar sem lesanda er boðið að ganga í bæinn: „Gjörið svo vel/gangið inn um dyrnar/eða gluggana/ef ekki bara vegg- ina.“ Þegar lesandinn hefur dvalið noklcra stund í ljóðhúsum skáldsins verður honum fljótlega ljóst að ljóð- mælandinn sem þar ræður ríkjum er ungur. Mörg ljóðanna eru full af barns- legri einlægni og hrifnæmi. Imyndunar- aflið er frjótt eins og títt er hjá börnum og allt getur gerst, jafnvel undur og stór- merki. I ljóðinu „Það var hér“ vitjar eng- ill ljóðmælanda í draumi og þar sem hann stendur við rúm hans, ávarpar hinn bernski ljóðmælandi engilinn svo: og breiddu nú yfir okkur hárið þitt hvíta. Og um leið og við sjáum allt þetta óskaplega ljós í flæðarmálinu, förum við úr skónum og sokkunum, og hlaupum af stað upp himininn bláa bláa. Auk englanna er Guð einnig fyrirferðar- mikill í huga Ijóðmælanda eins og al- gengt er í hugarheimi barna. Hnyttilegt og skemmtilegt er ljóðið „Sykur“ þar sem myndhverfingu er beitt á hug- kvæman hátt. Þetta ljóð er ógerningur að stytta svo ég birti það í heild sinni: I nótt þegar ég vaknaði, var Guð að sáldra flórsykri yfir fjöllin. Ég vafði mér enn betur inn í hvít rúmfötin, og bað hann um stóra stóra súkkulaðiköku, TMM 1996:4 107
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.