Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Blaðsíða 112

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Blaðsíða 112
sem er eins og opinn, endalaus veraldar- faðmur. „ . . . nei, ekki hugsa um slíkt, ekki á þessari stundu.“ Það er þráin um að komast í burtu úr víkinni sem er „stundum svo óskiljan- lega aðkreppt og einangruð,“ sem skýt- ur aftur og aftur upp kollinum og hótar um leið að skjóta loku tímans fyrir minnið. En þegar verið er að koma aftur, má ekki láta burtþrána trufla, þótt kannski eigi hún stóran þátt í því að Jakobína ratar ekki um bæinn. „Þú varst nú oftast með hugann við annað en eldamennskuna og það sem var í kring- um þig þá,“ heyrir hún glettna rödd móður sinnar í lok bókarinnar, þar sem hún hefur stiklað á þeim hefilspænum minnisins sem hún hefur í höndum. Og áfram fylgir minnið tilfinningum barnsins um baðstofuna. Hlýja rúmið þar sem hún kúrði í skeggi Kristjáns fóstra síns, skápur með dýrgripum, bók- um, ofan á honum borð fyrir týru, sem er svo ótrúlega góð vörn gegn myrkfælni og ofsafengnum myndum hugarflugs- ins. Yfir rúmi pabba hilla með skáldsög- um sem bannað er að lesa. Og þótt minnið sé gloppótt, man hún söguna sem hún mátti ekki lesa, en las samt; Vesalingarnir eftir Victor Hugo. „Bókvitið verður ekki í askana látið,“ sagði rnóðir Jakobínu, þegar hún stóð hana að lestri. Á fátæku og barnmörgu heimili var margt að vinna, stritið enda- laust og nær að prjóna. Það þurfti líka að passa yngri systkini, hvítskúra baðstofu- loftið... verkefnum fjölgar eftir því sem Jakobína stækkar. Hún er aðstoðar- mamma. Enginn tími til að lesa. Samt les hún, þótt hún þurfi að stelast til þess. Kemst líka að því seinna að bókvitið verður víst í askana látið. Fer niður, sér fjölskylduna í eldhús- inu að borða kvöldmat; horfir á þögla kvikmynd, sér sjálfa sig segja frá. Nær ekki til þeirra. Stendur í myrkri í göng- unum, verður að þreifa sig áfram í dimmunni, myrkum tímanum, þar til smáskíma þrengir sér inn um smágat á þekjunni og mynd birtist og hægt er að skoða ketti og fjós og hlóðaeldhús og Húsið. Opnar fjósið með birtu frá tveggja rúðu glugga, hlóðaeldhúsið með tveimur lýsislömpum. Úr eldhúsinu rangalinn sem var byggður yfir bæjar- lækinn „svo hægt væri að ná í vatn inn- anbæjar þegar snjór og ís lokuðu lækinn úti.“ Týra tekin með til að sækja vatn. Og mynd af þrettándakvöldi birtist. Þá er alls staðar ljós, „líka þótt mamma sé veik.“ Líf og dauði Smám saman þokar myrkur tímans þegar Jakobína raðar saman ljósbrotum úr æsku sinni; hún ferðast eins og fram- liðin sál um æskustöðvar sínar. Hún sér allt og alla en enginn sér hana. Þó er þetta horfinn heimur sem hún ferðast lifandi um. Bernskuheimilið er heill, afmarkaður heimur. Þar gerist allt. Þar fæðast börn- in, þar lifir fólkið og þar deyr það. Hlýjan og öryggið í nóttinni hverfa þegar Krist- ján fóstri deyr. Dauðinn er kaldur. Svo er það Finna fóstra, sem Jakobína á að sækja yfir til Beggu, sem býr í bænum sem er áfastur bænum sem Jakobína og hennar fjölskylda búa í. Finna ætlar að hlusta á húslestur pabba og stúlkan fær týru til að lýsa þeim í gegnum göngin þar sem engin ljós eru. Stúlkan fiktar í ljósinu og heyrir dynk, eins og eitthvað hafi fallið á gólf. Finna er borin upp í baðstofu og skilur við um nóttina. Skelf- ingin og sektin hafa tekið sér bólfestu í stúlkunni. Börnin fæðast, eitt af öðru, enda- laust. Fæðast heima og það eina sem er gleðilegt við það er að þá er fljótlega skellt saman í skírnarkaffi með lumm- 110 TMM 1996:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.