Tímarit Máls og menningar - 01.12.1996, Qupperneq 114
Höfundar efnis
Atli Harðarson, f. 1960: heimspekingur. Kennir við Menntaskólann að Laugarvatni.
(Afarkostir, 1995)
Árni Bergmann, f. 1935: rithöfundur (Þorvaldur víðförli, 1995)
Thorkild Björnvig, f. 1918: danskur rithöfundur sem ungur tengdist hinum kunna
Hereticahópi og hefur frá æskuárum verið í ffemsku röð danskra ljóðskálda. Hann
hefur skrifað íjölda bóka og þýtt marga af meisturum evrópskra bókmennta, m.a.
Hölderlin og Rilke, en fyrir Rilkeþýðingarnar fékk hann Evrópsku þýðingarverð-
launin 1996. Ein ffægasta prósabókhans er Prakten (Sáttmálinn, 1974), sem fjallar
um samband hans við Karen Blixen. (S:v, vand og máne, 1993)
Eiríkur Guðmundsson, f. 1969: M.A. í íslenskum bókmenntum frá H.í.
Eysteinn Þorvaldsson, f. 1932: prófessor í íslenskum bókmenntum við Kennara-
háskóla íslands og þýðandi.
Geirlaugur Magnússon, f. 1944: ljóðskáld (Þrítengt, 1996)
Gerður Kristný, f. 1970: rithöfúndur og blaðakona (Regnbogi ípóstinum, 1996)
Guðbjörn Sigurmundsson, f. 1958: bókmenntaffæðingur og menntaskólakennari
Helgi Ingólfsson, f. 1957: skáldsagnahöfúndur og menntaskólakennari (Andsœlis á
auðnuhjólinu, 1996)
Jón Kalman Stefánsson, f. 1963: rithöfundur (Skurðir í rigningu, 1996)
Kristján B. Jónasson, f. 1967: bókmenntafræðingur og skáldsagnahöfundur
(Snákabani, 1996)
Margrét Lóa Jónsdóttir, f. 1967: skáld (Ávextir, 1991)
Njörður P. Njarðvík, f. 1936: rithöfundur og prófessor í íslenskum bólcmenntum við
H.í.
Páll Pálsson, f. 1956: rithöfundur (Vesturfarinn, 1994)
Sigfús Bjartmarsson, f. 1955: rithöfundur (Speglabúð í bœnum, 1995)
Sigurður Ingólfsson, f. 1966: ljóðskáld. Stundar doktorsnám við háskólann í Mont-
pellier í Fralddandi.
Wallace Stevens, (1879-1955): bandarískt ljóðskáld
Súsanna Svavarsdóttir, f. 1953: rithöfundur og fjölmiðlakona (Skuggarvögguvísunnar,
1995)
Sverrir Hólmarsson, f. 1942: þýðandi.
Wislawa Szymborska, f. 1923: pólskt ljóðskáld. Hún fæddist í Bnin í vesturhluta
Póllands, en hefúr lengst af búið og starfað í Krakow, þar sem hún var ljóðaritstjóri
menningartímaritsins Zycie Literackie. Fyrsta ljóðabók hennar, Dlatego zyjemy,
(Þess vegna lifim við) kom úr árið 1952. Síðan hefur hún gefið út sjö ljóðabækur
og er Ludzie na moscie (Fólk á brú, 1986) þeirra þekktust. Wislawa Szymborska
hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels 1996.
Thor Vilhjálmsson, f. 1925: rithöfundur (Fley ogfagrar árar, 1996)
Þorgeir Þorgeirson, f. 1933: rithöfundur og þýðandi (Stuttar vangaveltur, 1995)
Þóra S. Ingólfsdóttir, f. 1966: stundar nám í samanburðarbókmenntum við Kaup-
mannahafnarháskóla.
112
TMM 1996:4