Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.08.2015, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 15.08.2015, Qupperneq 34
15. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 34 Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@frettabladid.is Sigrún Þ. Geirsdóttir komst í fjölmiðla landsins í síð-ustu viku þegar hún synti, fyrst íslenskra kvenna, yfir Ermarsund. Sundið tók 22 klukkustundir og 34 mínútur. Þvílíkt hreystimenni, sögðu landsmenn með aðdáun og hafa líklega flestir ímyndað sér að þessi kona hafi fæðst með íþrótta- skóna reimaða á sig og æft sund frá blautu barnsbeini. En þannig er það aldeilis ekki. Þar til fyrir sjö árum lét Sigrún helst ekki sjá sig í sund- laugum landsins. „Ég var kyrrsetumanneskja og hreyfði mig lítið. Var alltof þung og líkamlega ástandið ekki sérlega gott, var með astma og exem. Svo dró systir mín mig með sér í sjó- sund árið 2008 og ég heillaðist upp úr skónum. Mér fannst tengingin við náttúruna svo góð og þetta bætti bæði líkamlega og andlega líðan. Nú er ég mörgum kílóum léttari og nánast laus við astmann. Andlega er ég á nýjum stað, er orkumeiri og ánægðari með sjálfa mig.“ Ákvað að fara í skriðsundkennslu Eftir tveggja ára sjósundiðkun fann Sigrún mikinn mun á sér. Áhuginn á hreyfingu óx með meiri getu. Litlir sigrar eins og að geta gengið á Esj- una og Hvannadalshnúk eða fara út að skokka gáfu henni byr undir báða vængi. Árið 2011 synti Sigrún Viðeyjarsund en það var ekki fyrr en sjósundhópurinn hennar fékk þá hugmynd að synda boðsund yfir Ermarsund að hún ákvað að skella sér í sundkennslu. „Það eru bara þrjú ár síðan ég lærði skriðsund. Þar til þá hafði ég alltaf synt bringusund. Ég æfði í eitt ár og svo fór ég með sjósundkonun- um mínum, sem kalla sig Sækýrn- ar, yfir Ermarsundið í boðsundi. Við fengum þessa brjálæðislegu hug- mynd eitt kvöldið heima hjá mér en mér fannst gáfulegra að læra sund áður en ég færi út í það verkefni.“ Hugsaði um hundinn sinn Sigrún synti aftur boðsund yfir Ermarsund árið 2014 og eftir það fann hún að hana langaði að prófa að synda ein. Hún byrjaði að æfa á fullu fyrir það og undirbúa sund- ið. Það þarf að panta bát, fá leyfi í Dover, fara í læknisskoðun og taka sex tíma reynslusund hér heima svo eitthvað sé nefnt. „Mikilvægasti undirbúningur- inn er samt að kunna að stilla haus- inn rétt. Ég hafði heyrt margar reynslusögur af því hvernig haus- inn klikkar í sundinu. Þá fer fólk að hugsa einhverja vitleysu, fá rang- hugmyndir, missa alla trú á sér og finna ástæðu til að hætta og gef- ast upp. Ég var því búin að ákveða hvað ég ætlaði að hugsa ef ég fyndi ruglhugsanir ryðjast inn, nokkurs konar möntru.“ Sigrún fer að hlæja þegar blaðamaður spyr hvort hún vilji segja frá möntrunni sinni. „Ég hugsaði um hundinn minn, hann Fróða. Ég sá hann alltaf fyrir mér koma hlaupandi á móti mér þegar ég kem heim úr vinnunni. Ég vil samt taka það fram að ég á yndis- legan eiginmann og þrjú börn.“ Kók kom henni yfir Þrátt fyrir góðan undirbúning var sundið afar erfitt. Hún hefur aldrei orðið sjóveik á ævi sinni en varð það eftir þriggja og hálfs tíma sund, eftir fyrstu fjórar mat- argjafirnar. Áhöfnin á skipinu sem fylgdi henni á sundinu kastaði til hennar brúsa í bandi sem innihélt kolvetnis sprengju. En Sigrún hélt engu niðri. „Það fór allt í hnút í magan- um. Næstu sex til sjö klukkutíma kastaði ég upp í hvert skipti eftir matar gjöf. Eftir tíu tíma var ég orðin köld og orkulaus. Þá var mat- seðlinum breytt og mér var gefið kók, súkkulaði og Jelly Babies. Það borðaði ég næstu tíu tímana.“ Ástvinir fullir af lygi Jóhannes Jónsson, maðurinn henn- ar Sigrúnar, var á bátnum sem fylgdi henni eftir ásamt tengda- dóttur, vinkonu og kærasta hennar. „Það er ekki æskilegt að hafa mak- ann með því þeir geta víst skemmt sundið. Það er erfitt að horfa upp á manneskjuna sem þú elskar mest gubba, gráta, vera sára og svekkta. Því það var oft ansi erfitt hjá mér. En það var rosalega gott að hafa hann með og hann stóð sig ótrúlega vel. Það komu alveg upp augnablik þar sem ég vildi hætta en þá hvatti þetta eðalfólk mig áfram. Þau ættu í raun að fá fálkaorðuna í að ljúga, því þau voru alltaf að segja mér að það væru bara tíu mínútur eftir. Jafnvel þótt ég væri bara búin með sjö tíma sund,“ segir Sigrún hlæj- andi. Fáum tekst að klára sundið Sigrún kom heim á fimmtudaginn síðastliðinn og er enn að jafna sig eftir þrekvirkið. Fyrstu þrjá sólar- hringana gat hún ekki klætt sig sjálf því hendurnar á henni voru sem lamaðar. En hún segir að þetta sé allt að lagast og „svo er húðin að jafna sig eftir alla þessa kókdrykkju,“ bætir hún við. Blaðamaður spyr af mikilli hvat- vísi eftir þessar lýsingar af hverju hún fari út í svona vitleysu og upp- sker mikinn hlátur. „Ég geri þetta ánægjunnar vegna. Jú, jú, ætli ég sé ekki með ágætis keppnis skap en ég er engin íþróttakona. Þetta snýst um að hafa gaman, njóta og klára. Tímatakan skiptir engu máli. Það sama gildir um hlaup og tvíþrautakeppnir sem ég hef tekið þátt í – ég ætla ekki að vinna nein- ar medalíur. “ En Sigrún hefur uppskorið mun meira en medalíu. Hún hefur skráð sig á spjöld sögunnar. „Það er sérstök tilfinning, ég verð að viðurkenna það. Enda er ég virki- lega stolt af þessu afreki mínu. Þetta var mjög erfitt og ekki nema einn af hverjum fimm sem reyna Ermarsundið ná að klára það. Mér þykir vænt um að vera fyrirmynd fyrir venjulegt fólk sem heldur að það þurfi að hafa svaka íþrótta- feril til að setja sér svona mark- mið. Þetta snýst mun frekar um rétt hugarfar. En já, það er mikill heiður að fá að vera hvunndags- hetja,“ segir Sigrún hógvær. Heiður að vera hvunndagshetja Sigrún Þ. Geirsdóttir komst í fjölmiðla landsins í síðustu viku þegar hún synti fyrst íslenskra kvenna yfir Ermarsund. Hún byrjaði að hreyfa sig fyrir sjö árum, lærði skriðsund fyrir tveimur árum og í síðustu viku skráði hún sig á spjöld sögunnar. VAR KYRRSETUKONA Þegar Sigrún prófaði sjósund í fyrsta skipti fyrir sjö árum var hún kyrrsetukona í yfirvigt. Í dag syndir hún yfir Ermarsund, tekur þátt í hlaupa- og hjólakeppnum, þríþraut og skreppur upp Esjuna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SUNDHETTA Í STÓRUM SJÓ Það sést glitta í Sigrúnu í stóra hafinu. Þarna er hún búin að synda í fjóra tíma en alls synti Sigrún 65.000 sundtök. MIKLIR STRAUMAR Leiðin er 62,7 kílómetrar. Straumarnir eru svo miklir að ekki er hægt að fara beina leið yfir. Mér þykir vænt um að vera fyrirmynd fyrir venjulegt fólk sem heldur að það þurfi að hafa svaka íþróttaferil til að setja sér svona markmið. 1 4 -0 8 -2 0 1 5 2 1 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 C 8 -9 4 1 0 1 5 C 8 -9 2 D 4 1 5 C 8 -9 1 9 8 1 5 C 8 -9 0 5 C 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 1 2 0 s C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.