Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Blaðsíða 16
í hvers konar jarðlögum algengustu
gripategundirnar fundust.
Flestir gripanna fundust í
gólflögum eða í ræsisfyllingum. Þeir
hafa lent þar þegar svefnstofan var í
notkun og viðkomandi jarðlög
mynduðust. Brotin eru oftast mjög
lítil þar sem stærri brot hafa verið tínd
upp eða hent annars staðar. Af
þessum orsökum er erfitt að áætla úr
hversu mörgum ílátum eða hlutum
brotin eru en minnsti ílátafjöldi var
áætlaður (e. minimum vessel count)
fyrir leirkera- og glerbrotin óháð
byggingarskeiði. Minnsti fjöldi
leirkerja samkvæmt þessari talningu
var 52 og gleríláta 27.
Langstærsti hluti gripasafnsins er
innfluttar vörur, þar á meðal öll
leirkerin, glerílátin og krítarpípurnar.
Ísland var nýlenda Dana allan starfstíma
Skálholtsskóla og frá 1602 einokuðu
Danir íslenska verslunarmarkaði. Allar
innfluttar vörur urðu að vera danskar ef
það var mögulegt, en það sem ekki
fékkst í Danmörku var fyrst flutt
þangað og svo þaðan til Íslands.
Skýrslur um innfluttar vörur frá árunum
1625-1819 eru varðveittar og hafa verið
gefnar út í Hagskinnu (Hagskinna,
Skólapiltar í Skálholti
__________
16
Hælstimpill Nr í Duco Aldur skv.
Duco
Aldur skv. Van
der Meulen
Fjöldi
brota
Byggingar-
skeið
Rose Duco 2 1660-1725 1686-1768 2 II
Prince and
Princess Duco 99 1690-1768 1674-1782 3 III
Warrior? Duco 93? 1732-1881 1670-1865 1 III
Prince Duko 72 1670-1705 1660-1686+ 1 III
Milkmaid? Duco 101? 1660-1940 1660-1898+ 1 III
Flower
(goudsbloem) Duco 9 1660-1685 1660-1702 1 III
AP (Andries
Pietersz.) Duco 410 1670-1720 1684-1821 1 III
Crown over 30 Duco 653 1714-1940 1714-1881+ 1 IV
Snake Duco 47 1733-1808 1667-1808 1 IV
Samtals 12
Tafla 2. Hælstimpilgerð og aldur krítarpípubrota eftir Duco 1882 og Van der Meulen 2003
Icelandic Historical Statistics). Flestar
innfluttar vörur á tímabilinu sem um
ræðir (frá miðri 17. öld til loka 18.
aldar) voru matvörur, helst kornvörur
og í minna mæli áfengi, s.s. bjór,
brennivín, öl og vín. Byggingarvörur
svo sem timbur og járnvörur voru
einnig algengar innflutningsvörur sem
og efni til klæðagerðar. Innflutningur
allra þessara vörutegunda jókst eftir því
sem leið á tímabilið fyrir utan
innflutning á vefnaði sem dróst saman.
Það skýrist áreiðanlega af stofnun
Innréttinganna um miðja 18. öld. Í
innflutningsskýrslunum er hvergi
minnst á innflutning á leirkerum eða
glerílátum (nema þeim sem innihalda
áfengi), enginn borðbúnaður er talinn
upp né krítarpípur. Það verður því að
teljast líklegt að þessar vörur hafi ekki
verið fluttar inn í nægu magni til að
vera taldar fram í sérflokki og er líklegt
að þær falli í flokkinn „annað“. Þessar
vörutegundir eru þó þær algengustu
sem finnast í fornleifauppgröftum sem
skýrist af því hversu vel þær varðveitast
í jörðinni.
Piltarnir eyddu mestum hluta tíma
síns í Skálholti í skólanum. Frá klukkan
sex á morgnanna til klukkan fjögur á
daginn lásu þeir latínu og lærðu
latneska málfræði meðal annarra
námsgreina (Diplomatarium Islandicum
X, bls 217-219). Þeim tíma sem
stundaskrá þeirra náði yfir var skipt
milli þriggja herbergja, skólastofunnar,
borðstofunnar og kirkjunnar.
Svefnstofan var eina herbergið sem þeir
einir áttu og þar gátu þeir geymt
persónulegar eigur sínar og eytt frítíma
sínum. Það hefur ekki verið mikið pláss
í svefnstofunni fyrir alla skólapiltana og
allt dótið þeirra. Í tómu herberginu
höfðu þeir innan við hálfan fermetra
hver. Rúmin hafa skipt herberginu í
svæði sem hver nemi hefur deilt með
Ágústa Edwald
__________
17
Mynd 4. Fjöldi krítarpípu- og eldtinnubrota (y) eftir skeiðum (x).