Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Qupperneq 20
þess að þau séu úr litlum flöskum eða
glösum.
Flestar flöskurnar sem fundust
tengjast neyslu áfengis. Líkt og sagt var
hér að framan var áfengi ein helsta
innflutningsvaran á þessum tímum.
Mest af því hefur þó verið flutt inn í
tunnum frekar en í flöskum, sem hafa
þess í stað verið notaðar til að hella
drykknum í glös. Það á einna helst við
um bjór og öl en sum vín og brennivín
var flutt inn í flöskum, sérstaklega við
lok 18. aldar (Lucas 2002, bls. 53).
Næstum ekkert gler úr ílátum fannst í
elsta byggingarskeiði svefnstofunnar
(skeiði I) en fjöldi ílátabrota úr gleri
jókst til muna á skeiðum II og III og
lítillega á milli skeiða III og IV.
Einungis þrjú glerbrot úr flöskum
fundust á skeiði II samanborið við 57
brot á skeiði III og 137 brot frá skeiði
IV. Þessi aukning skýrist að hluta af
breyttum innflutnings- og geymslu-
venjum en einnig af aukinni neyslu
áfengis. Mynd 5 sýnir skiptingu
glerbrota eftir ílátagerðum og
byggingarskeiðum.
Leirker
Líkt og fyrr greinir eru engar tölur til
um innflutt leirker til Íslands frá 17.
og 18. öld. Það er þó ljóst að leirker
voru flutt til landsins á þessum tíma
en ef til vill ekki í miklum mæli. Af
þeim leirkerategundum sem fundust í
svefnstofu skólapilta í Skálholti eru
steinleirsbrot (e. stoneware)
algengust. Mikill hluti þeirra er enn
ógreindur til undirtegunda, um 40%.
Þau brot sem hafa verið greind frekar
skiptast í þrjá flokka: Frechen og
Dunigen, sem eru þýskar tegundir, og
hvítur saltglerjaður steinleir sem
kemur frá Englandi. Næst algengasta
Skólapiltar í Skálholti
__________
20
Mynd 7. Glerhnappar úr svefnstofunni í Skálholti.
(Fornleifastofnun Íslands og Gavin Lucas, birt með leyfi höfundar).
tegund leirkera er grófur jarðleir (e.
coarse earthenware). Það er mjög erfitt
að ákvarða hvaðan grófu jarðleirsbrotin
koma þar sem þau voru framleidd víða
og eru oftast einföld og óskreytt. Talið
er að mestur hluti þeirra grófu
leirkerabrota sem fundist hafa við
fornleifauppgrefti á Íslandi séu frá
Norður-Þýskalandi eða frá Skandinavíu
(Guðrún Sveinbjarnardóttir 1996, bls.
47). Grófu leirkerabrotin eru af ýmsum
gerðum en algengasta tegundin er
glerjuð rauð leirker (e. glazed red
earthenware). Þriðji algengasti flokkur
leirkera er postulín, sem er allt innflutt
frá Kína. Mestur hluti postulínsins er úr
jarðlögum frá skeiði IV, síðasta
byggingarskeiði svefnstofunnar áður en
skólinn var fluttur til Reykjavíkur 1784.
Fyrir 18. öld var postulín sjaldgæft og
mjög dýrt þar sem hollenska Austur-
Indíafélagið einokaði verslun við
Evrópu. Í upphafi 18. aldar varð
kínverskt postulín algengara á
evrópskum mörkuðum en það var enn
með dýrustu fáanlegum leirkerum.
Minnst fannst af tinglerjuðum leirkerum
(e. tin-glazed earthenware) í
svefnstofunni. Brotin eru mjög smá og
því erfitt að greina þau frekar, en þau
eru líklega flest hollensk. Af 61 broti
voru átta af þeirri gerð sem kölluð er
majolica gerð, þ.e. tinglerjuð að innan
með blýglerjungi að utan. Mynd 6 sýnir
hlutfall leirkerjategunda eftir skeiðum.
Smáhlutir
Ýmsir hlutir sem tengjast klæðnaði og
persónulegu skarti fundust í
svefnstofunni. Meðal þeirra eru perlur,
hnappar, krókar og lykkjur, sylgjur og
hringur. Aðrir persónulegir munir sem
fundust voru hnífaparasett, skeið,
hnífur, skæri, brýni, fjöðurstafir, mynt
og kambar. Flestar þessara gripategunda
fundust aðeins í litlu magni. Algengasta
Ágústa Edwald
__________
21
Mynd 8. Perlur úr svefnstofunni í Skálholti.
(Fornleifastofnun Íslands og Gavin Lucas, birt með leyfi höfundar).