Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Side 27

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Side 27
“Sýslumenn skólans fengu mörg mál á vetri hverjum að dæma í, helzt voru það landaþrætumál. Bekkir voru með veggnum í skólanum, sem piltar sátu á, en uppyfir voru hyllur umhverfis, sem piltar létu uppá kver sín og kompur. Nú vildi það til stundum að consessor hnitaði ekki nákvæmlega niður stað sinna kvera, heldur gekk á land nábúans. Nú kom stefna, actor, defensor og dómur“ (Árni Helgason 1907-1915, bls. 77). Að berast á: fæði, klæði, verslun og viðskipti Fyrir utan skipun í embætti og röðun innan bekkja hafa skólapiltar haft ýmis önnur tækifæri til að tjá yfirburði sína og semja um stað sinn í virðingar- stiganum. Klæðnaður skólapilta hefur verið augljós vettvangur til að stinga í stúf eða falla í hópinn. Árni Helgason hefur eftir föður sínum að piltarnir í Skálholti hafi allir klæðst eins fötum. Hann segir þá hafa verið í sortuðum mussum, hnésíðum vaðmálsbuxum og mórauðum sokkum, nema á sunnudögum þegar sokkarnir voru bláir (Árni Helgason 1907-1925, bls. 83-84). Fatnaðurinn sem Árni lýsir er líklega dæmigerður fyrir tímann sem um ræðir, um 1770, fremur en sérstakur skólabúningur Skálhyltinga. Engar aðrar heimildir geta um skólabúning og líklegt verður að teljast að formlegs búnings hefði verið getið í nákvæmum reglugerðunum. Samkvæmt stofnunar- reglugerðinni frá 1552 átti hver ölmusupiltur að fá vaðmál, hærri piltar skyldu fá 10 álnir en þeir minni sjö (Diplomatarium Islandicum XII, bls. 359). Þar sem vaðmálið er mælt í álnum hafa drengirnir líklega sjálfir þurft að sjá um að láta sauma úr því klæði, þannig að jafnvel þótt allir hafi fylgt tískunni hefur einhver munur verið á útbúnaði þeirra. Sá fjöldi mismunandi hnappa og perla, sem fundust í svefnstofunni, bendir ennfremur til þess að piltarnir hafi klæðst mismunandi fötum, að minnsta kosti að einhverju leyti. Í drögum að nýjum skólareglum frá árinu 1717, sem Þorleifur Arason þáverandi rektor skrifaði, segir að hver ölmusudrengur skuli fá vaðmálsföt og undirföt og þeir allra fátækustu skyldu Skólapiltar í Skálholti __________ 26 „Á síðustu tveimur áratugum eða aðallega síðustu 10 árin [ca. 1740-1750] hefir mikil breyting orðið á lifnaðarháttum heldra fólks, einkum sunnanlands. Nær það bæði til mataræðisins sjálfs, drykkjarfanga og matargerðarinnar. Ljúffengar og dýrar matvörur og drykkir ásamt kryddi er nú flutt inn í landið í langtum ríkulegri mæli en nokkru sinni fyrr. Er sumt af því jafnvel vörur, sem menn fyrir 50 árum þekktu ekki einu sinni nafnið á. … Te og sykur eru nú orðnar svo algengar vörur, að næstum því hver góður bóndi á nú teáhöld. Kaffi er nú að komast í notkun, þótt það sé ekki notað af bændum og allmörgum prestum, en þá eru það aðrir landsmenn, sem eyða því meira af því. Mönnum geðjast ekki maturinn, nema í honum sé krydd frá öllum löndum jarðar og með honum séu drukkin rauð og hvít frönsk vín og jafnvel aðrar víntegundir enn dýrari, í stað þess sem menn þekktu alls ekki rauð vín fyrir 20 árum” (Eggert Ólafsson 1943, bls. 256-257). fá skó. Drögin urðu aldrei að reglum, en sýna vilja til þess að gefa piltunum frekar föt en vaðmál. Í skýrslu Jóns Þorkelssonar um málefni skólans frá 1733 er sagt að ölmusupiltar þurfi að velja á milli þess að fá skó eða pappír, en þeir virðast ekki fá neinn annan klæðnað (Jón Þorkelsson og Klængur Jónsson 1910, bls. 35). Bréfin tvö hér að framan sýna ólík viðhorf til klæðnaðar skólapilta. Jón Árnason hefur áhyggjur af meinlæti drengjanna (Bps. A IV. 7, vitnað í úr Guðlaugi R. Guðmundssyni 2000) en Finnur lýsir þeim sem tötralegum fátæklingum fyrir Harboe. Bréfin tvö fela þó ekki endilega í sér mótsögn þar sem skólayfirvöld hafa lagt áherslu á að skólapiltar væru vel til fara, án allar fordildar, í samræmi við hugmynda- fræði kirkjunnar. Í ferðabók sinni frá árunum 1752-1757 kvarta Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson yfir því að fólk klæðist eingöngu svörtum fötum, líkt og það sé sífellt að syrgja. Þeir nefna einnig að veraldlegir embættismenn gangi oft í litríkum innflutum fötum, sem hneyksli prestastéttina (Eggert Ólafsson 1943, bls. 258). Nýr listi yfir þau föt sem skólapiltar fengu var gefinn út árið 1746. Þar er lögð rík áhersla á að skólapiltar fari vel með fötin sín, bæði þau sem þeir fái frá skólanum og þau sem þeir komi með að heiman, og að geri þeir það ekki skuli þeim refsað (Lovsamling for Island II, bls. 638). Klæðnaður skólapilta mun hafa farið eftir efnahagsástandi í landinu á hverjum tíma og efnahag fjölskyldna þeirra. Svo virðist sem drengirnir hafi stundum fengið vaðmál eða klæðnað frá skólanum, en í annan tíma hafi þeir ekki fengið neitt. Klæðnaður þeirra hefur þó vafalaust verið vettvangur þar sem drengirnir sýndu stöðu sína í virðingarstiganum og nýttu til aðgreiningar hver frá öðrum. Líkt og reglugerðin frá 1743 bendir til hafa piltarnir einnig getað klifið virðingarstigann með því að borða dýrari eða fágætari mat eða einfaldlega meiri mat en aðrir, og ef til vill af fínasta leirtaui sem fékkst. Þar sem skólapiltar bjuggu í miklu návígi hver við annan, ríkir og fátækir í sömu svefnstofu, er ekki hægt að draga beinar ályktanir af gripasafninu um stéttaskiptingu innan raða þeirra, en fjöldi fágætra hluta, eins og bolla og undirskála úr postulíni, gefur þó að minnsta kosti góða vísbendingu um að sumir piltanna hafi verið ríkir en litlar líkur eru á að allir skólapiltar hafi haft aðgang að slíkum auði. Reglur um matartíma og borðsiði sýna ennfremur að skólayfirvöld hafa lagt áherslu á að stjórna því hvar, hvenær og hvernig piltarnir mötuðust. Samkvæmt reglugerðinni frá 1743 áttu allir skólapiltar að borða í borðstofunni á sama tíma. Hver bekkur hafði sinn setubekk og borð til að sitja við. Borðið skyldi vera lagt með trédiskum og skeiðum og glösum úr tini eða tré, borðið skyldi vera dúklagt og dúkurinn og borðbúnaður hreinn (Lovsamling for Island II, bls. 459). Reglugerð frá 1746 nefnir ennfremur að skipt skuli um borðdúk áttunda hvern dag til að sjá til __________ 27 Ágústa Edwald
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.