Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Blaðsíða 36

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Blaðsíða 36
upplýsingar um fornleifar á Íslandi. Báðir þessir gagnagrunnar byggja á sömu grunnhugmynd og halda utan um sömu upplýsingar þó að viðmót þeirra sé ólíkt. Þeir byggja á spjaldskrárkerfi og grundvallast á textaskjölum. Myndrænn grunnur er í Sarpi en ljósmyndir úr fornleifaskráningu virðast ekki vera settar inn í hann. Ekki er gert ráð fyrir myndrænum gögnum í Ísleifu. Í þessum gagnagrunnum eru upplýsingar geymdar og hægt er að fá tölfræðilegar upplýsingar um skráðar minjar og leita í þeim eftir tilteknum leiðum en lítið er hægt að vinna með upplýsingarnar í gagnagrunnunum sjálfum. Gagnagrunnarnir sem hér hafa verið nefndir eru hannaðir á mismunandi hátt og af þeim sökum eru ekki nákvæmlega sömu upplýsingar í þeim eða þær settar upp á sama hátt. Þetta misræmi stafar einnig af því að ekki hefur verið til samræmd skráningaraðferð sem allir skráningaraðilar hafa getað sameinast um þó að aðferðir flestra skráningar- aðila séu svipaðar og byggi á sömu grunnhugmyndum. Með því að hafa samræmdar skráningaraðferðir og sameiginlegan gagnagrunn fyrir allar skráðar fornleifar myndi aðgengi almennings og fræðimanna að upplýsingum um fornleifar batna til muna og það myndi auðvelda alla vinnu með upplýsingarnar og auka möguleika á rannsóknum. Í stað þess að fara á a.m.k. þrjá staði til að safna upplýsingum um minjar af tiltekinni gerð eða á tilteknu svæði, væru allar upplýsingarnar á sama stað og hægt væri að treysta því að allar minjar af tiltekinni tegund eða með tiltekið hlutverk kæmu fram við leit.3 Landupplýsingakerfi – það sem koma skal í fornleifaskráningu? Árið 2007 lagði Fornleifavernd ríkisins fram drög að nýjum skráningarstöðlum og leiðbeiningum við fornleifa- skráningu sem hún vann að beiðni Menntamálaráðuneytisins um mörkun stefnu á sviði fornleifaverndar á Íslandi (Fornleifavernd ríkisins, 2007). Meðal þeirra breytinga sem þar eru boðaðar er að Fornleifavernd ríkisins muni styðjast við landupplýsingakerfi (LUK, e. GIS = Geographical Information System) til varðveislu skráningargagna. Landupplýsingakerfi hafa þann augljósa kost fram yfir gagnagrunna á borð við Sarp og Ísleifu að í þeim er hægt að geyma allar upplýsingar sem safnað er við skráningu á einum stað; allar ljósmyndir, teikningar, mælingar og texta. Þessar upplýsingar er hægt að kalla fram á einfaldan hátt og gerir það alla eftirvinnslu og rannsóknir auðveldari. Að auki er hægt að sjá alla þá staðsetningarpunkta sem teknir eru á vettvangi myndrænt á korti eða loftmynd í kerfinu sjálfu. Þessi eiginleiki er nauðsynlegur til þess að geta á auðveldan hátt fengið yfirsýn yfir minjar á tilteknu svæði og samband þeirra við umhverfi og aðrar minjar. Landupplýsingakerfi geta einnig leyst ýmsan vanda sem fornleifa- skráning á við að etja hér á landi eins og víða annars staðar. Sem dæmi má __________ 36 Fornar leiðir á Íslandi 3 Á síðustu áratugum hefur gagnrýni á stöðlun og samræmingu rannsóknaraðferða í fornleifafræði aukist með síðvirknihyggjunni. Kristján Mímisson (2004) hefur tekið undir þessa gagnrýni og telur að á Íslandi sé of mikil áhersla sé lögð á umræðu um staðlaða aðferðafræði og skráningarkerfi en minna fari fyrir umræðu um túlkun og kennilegri nálgun. Þó að þessi gagnrýni eigi rétt á sér verður að vera einhver lágmarks samræming og stöðlun rannsóknaraðferða í fornleifafræði, bæði við uppgröft og skráningu. Deila má hins vegar um það hversu langt eigi að ganga og hversu mikil áhersla er lögð á stöðlun og samræmingu. nefna staði sem hafa ýmist verið skráðir sem minjastaðir eða fjöldi stakra fornleifa en það geta verið sel, þingstaðir, býli, verslunarstaðir o.fl. Á þessum stöðum eru margar tengdar fornleifar og hver þeirra kann að hafa sérstakt hlutverk sem þarf að gera grein fyrir en saman mynda þær eina heild. Ef stakar fornleifar eru skráðar sérstaklega er hætt við því að þær verði slitnar úr samhengi við umhverfið og tengdar fornleifar. Ef minjastaður er skráður í heild sinni er vandinn sá að erfitt getur verið að lýsa mörgum ólíkum fornleifum sem einni heild og sömuleiðis getur verið erfitt að leggja mat á varðveislugildi minjastaðarins án þess að meta hverja fornleif fyrir sig (Fornleifavernd ríkisins, 2007). Í drögum að skráningarstöðlum og leiðbeiningum Fornleifaverndarinnar (2007) er lagt til að skrá heild eða mengi fornleifa til þess að leysa ofangreint vandamál. Allar minjar sem tengjast innan tiltekins minjastaðar eru settar saman í mengi. Það færist mjög í vöxt í öðrum löndum að nota landupplýsingakerfi við fornleifauppgrefti og aðrar fornleifa- rannsóknir til þess að halda utan um upplýsingar og vinna með þær. Ekki hefur það tíðkast hér á landi en þó hefur Hólarannsóknin notast við slíkt kerfi sem sænska minjavarslan hannaði og nefnist Intrasis (IntraSite Information System) (Sólborg Una Pálsdóttir, 2005). Fornleifastofnun Íslands hefur einnig í nokkrum mæli unnið rannsóknir sem byggja á landupplýsingakerfi (Aldred, o.fl., 2005). Þá má nefna að Byggðasafn Skagafjarðar hefur, í samstarfi við Fornleifavernd ríkisins, verið að þróa aðferðafræði við fornleifaskráningu sem er meira landfræðilegs eðlis en tíðkast hefur. Núverandi aðferðir við skráningu leiða Leiðir eru flóknar minjar og ýmsar ástæður eru fyrir því að þær hafa ekki verið skráðar með fullnægjandi hætti. Nánar verður fjallað um þær ástæður í kafla hér á eftir. Hingað til hefur ekki verið nein samræmd aðferð til að skrá leiðir sem ná yfir fleiri en eina jörð, heldur hefur frjáls aðferð verið leyfð en mælst til þess að skrásetjarar geri grein fyrir aðferðinni sem þeir hafa beitt (Fornleifastofnun Íslands, án árs). Leið er minjastaður á sama hátt og sel og þingstaður að því leyti að henni tilheyra ýmsar staðbundnar minjar sem geta haft ólík hlutverk og verið ólíkar að gerð. Leið er hins vegar ólík flestum öðrum minjastöðum að því leyti að hún er línuleg og teygir sig oft um mjög langa vegu, yfir margar jarðir, auk þess sem hún er oft illgreinanleg eða ósýnileg á löngum köflum. Um leiðir ættu þó að gilda sömu reglur og um aðra minjastaði. Til þess að skrá leiðir í núverandi kerfi mætti þá annað hvort skrá leið sem minjastað eða skrá stakar fornleifar sem tilheyra henni. Svo virðist sem í flestum tilfellum séu leiðir ekki skráðar sem minjastaðir, heldur séu staðbundnar samgönguminjar sem eru hluti af tilteknum leiðum skráðar __________ 37 Kristborg Þórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.