Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Síða 52

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Síða 52
markvissum hætti og að það sé raun- hæfur möguleiki. Vegna þess hversu lítið fer fyrir leiðum í landslaginu og þess hversu margar og dreifðar þær eru um allt land, líka þar sem er erfitt yfirferðar, virðist ómögulegt að ætla skrá þær án stuðnings við heimildir þannig að út úr því komi annað en mjög brota- og tilviljunarkennd mynd af legu þeirra, aldri og sögu. Skráningaraðferð fyrir leiðir Grundvallaratriði fyrir skilvirkari skráningaraðferð leiða er að hugsa um þær óháð jörðunum sem þær liggja yfir. Leiðir eru sérstök mengi í sjálfum sér og aðrar samgönguminjar tilheyra þeim beint og óbeint. Leiðir eru því ákveðin grunneining og eins og jarðir á hver leið að fá sérstakt stofnspjald þar sem allt sem henni viðkemur er skráð. Leiðunum tilheyra minjar sem eru á þeim eða við þær og þessar minjar á að skrá innan leiðanna eða í tengslum við þær. Ekki er rétt að aðskilja leiðirnar og minjarnar heldur mynda þær heild. Hætt er við að mikilvægar upplýsingar fari forgörðum ef þetta tvennt er ekki skoðað í samhengi. Það er ekki útilokað að nota gagnagrunna á borð við þá sem nú eru notaðir á Íslandi fyrir fornleifa- skráningu til þess að skrá leiðir. Þeir geta hins vegar ekki sýnt minjarnar á korta- eða loftmyndagrunni og takmarkar það gagnsemi skráningarinnar mjög. Það er nauðsynlegt að sjá leiðir í samhengi hver við aðra með því að skoða kerfið sem þær mynda á stórum landsvæðum. Þeir gagnagrunnar sem nú eru til og geta haldið utan um rýmisupplýsingar minjanna byggja á landupplýsingakerfi (LUK). Áður en farið er á vettvang ætti að vera búið að skrá alfaraleiðir í Sýslu- og sóknalýsingum og á kortum Björns Gunnlaugssonar frá miðri 19. öld fyrir það hérað sem á að skrá leiðir í. Þannig fæst yfirlit yfir helstu leiðirnar á skýrt skilgreindu tímabili og auðveldara er að átta sig á leiðakerfinu í heild sinni og breytingunum sem hafa orðið á því fyrr og síðar. Á vettvangi þarf að skrá fjölbreyttar upplýsingar um leiðirnar svo að sem mest fáist út úr skráningunni sem er tímafrek og kostnaðarsöm og til þess að ekki þurfi að fara aftur á vettvang eftir upplýsingum sem gleymdist að skrá. Undirbúningsvinnan skiptir sköpum um það hvernig til tekst við skráningu á vettvangi en auðvitað verða alltaf einhverjar leiðir sem koma í ljós á vettvangi sem ekki hafa fundist heimildir um og við því er að búast að skrá þurfi fleiri leiðir en upphaflega var talið, rétt eins og með aðrar fornleifar. Ákjósanlegast væri að skrá leiðir í heild sinni, frá upphafi til enda, eða eins nærri því og komist verður. Þegar búið er að vinna undirbúningsvinnu, fara yfir heimildir og skoða öll hjálpargögn, er leiðin skráð á vettvangi og minjarnar sem eru á henni og við hana. Til þess að fá allar upplýsingar um leiðir er ákjósanlegast að ganga þær allar og skrá á vettvangi en það er því miður ekki raunhæfur möguleiki. Byrja þarf á __________ 52 Fornar leiðir á Íslandi því að skrá allar heimildir um leiðir og reyna að staðsetja þær gróflega á korti eða loftmynd til þess að átta sig betur á legu þeirra. Auk ritaðra heimilda eru loftmyndir frábærar heimildir um leiðir og legu þeirra og þær gagnast ekki síst til þess að skrá leiðir sem ekki eru aðrar heimildir um. Áður en farið er á vettvang þarf að vera búið að skilgreina leiðirnar sem á að skrá og upphafs- og endapunkta þeirra, jafnvel þó að þeir séu ekki skilgreindir sem slíkir í heimildum. Eins og nefnt hefur verið hér að framan ætti að hafa sem reglu að skilgreina leiðir frekar vítt en þröngt og vera ekki bundinn af umfjöllun um einstaka kafla langra leiða í sókna- lýsingum eða öðrum heimildum og skilgreina þá sem sérstakar leiðir. Ef leiðirnar eru mjög langar má skipta þeim upp í styttri kafla til hægðarauka við skráningu á vettvangi. Hver kafli fær þá sitt númer innan leiðarinnar (sjá næsta undirkafla). Í skráningunni þarf lega leiðarinnar að koma skýrt fram með mælingum og skriflegri lýsingu. Gera þarf grein fyrir því ef hlutar leiðar eru ekki sýnilegir og þá hvers vegna, skrá þarf allar stakar fornminjar sem á leiðinni eru, sýnilegar og horfnar minjar, en einnig minjar sem tengjast leiðinni en eru ef til vill ekki á henni, eins og vörður, sæluhús, áfanga- staðir, o.s.frv. Allar stakar minjar ætti að ljósmynda og einhverja hluta leiðarinnar, sérstaklega þar sem það getur stutt lýsingu eða gefið góða mynd af gerð og legu leiðarinnar. Á vettvangi er mikilvægt að ræða við bændur og aðra staðkunnuga um legu þeirra leiða sem skráðar hafa verið fyrirfram og um leiðir sem ekki hafa fundist heimildir um. Númerakerfi fyrir leiðir Gagnlegt er að nota einhvers konar númerakerfi fyrir leiðirnar og minjar á þeim. Slíkt númerakerfi getur verið mjög til hægðarauka þegar verið er að skrá leiðirnar og þegar fjalla á um þær í ræðu eða riti þó að það sé ekki nauðsynlegt fyrir LUK-gagnagrunna þar sem leiðir fá önnur einkvæn númer sem ekki hafa staðavísanir en leiðir ætti helst að skrá í slíka gagnagrunna. Það númerakerfi sem nú er víðast notað hefur staðavísanir þar sem ýmist er vísað til landareignar, jarðar eða sveitarfélags. Slíkt kerfi er augljóslega ekki hægt að nota fyrir leiðir þar sem þær eru yfirleitt ekki bundnar við stakar landareignir eða jarðir og oft ekki heldur stakt sveitarfélag. Vegagerð ríkisins skiptir þjóðvegum landsins í stofnvegi, tengivegi, safnvegi og landsvegi. Aðrir vegir eru í einka- eigu og skiptast í almenna vegi, einkavegi, reiðvegi og hjólreiða- og göngustíga (Vegagerð ríkisins, 2008a). Vegir Vegagerðarinnar fá allir sitt vegnúmer. Hringvegurinn er þjóðvegur 1, næsta vegnúmer er 22 og svo eru númerin hlaupandi óháð því í hvaða flokki vegurinn er. Á vegaskrá frá árinu 2007 eru hátt í 10.000 vegnúmer. Mörgum vegum er skipt upp í kafla og hefur hver kafli númer sem saman- stendur af litlum bókstaf og tölustaf (a1) eða tveggja stafa tölu (01-). __________ 53 Kristborg Þórsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.