Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Side 67

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Side 67
furðulega. Börnum var gefið samskonar hlutverk innan tilrauna- og þjóðfornleifafræðilegra rannsókna (e. ethno-archaeology), jafnvel þótt að tilgangurinn væri ekki að skoða börn. Sá hluti rannsóknanna sem snéri að börnum var engu að síður talinn spilla fyrir alvöru túlkunum og niðurstöðum (Baxter 2005, bls. 8). Þetta leiddi til tvenns konar orðræðu um börn innan fornleifafræðinnar. Önnur beindist að hegðun barna, umhverfi þeirra og mótun. Innan slíkra rannsókna var litið á leiki barna, og dreifingu minja vegna þeirra, sem tilviljanakennd gögn. Hin orðræðan fjallaði um óhefðbundna notkun barna á efnismenningunni. Báðar þessar hugmyndir voru útbreiddar innan fornleifafræðinnar og höfðu áhrif á hana (Baxter 2005, bls. 9). Með tilkomu síðferlihyggju var barnafornleifafræði fyrst veitt athygli að ráði og hefur áhuginn farið stigvaxandi. Fyrstu rannsóknirnar beindust einkum að sýnileika nýfæddra barna og ungabarna og dregnar af því þver- menningarlegar ályktanir um tengsl barna og efnismenningar (Gilchrist 2006, bls. 87). Einkennandi fyrir þessar rannsóknir var umræðan um líf- fræðilega eða félagslega skilgreiningu á börnum og bernsku. Bent var þá á að líffræðilegar mælingar á þroska beina gætu stuðlað að villandi greiningu þegar kemur að félags- og andlegum þroska (Derevenski 2000, bls. 8; Kamp 2001, bls. 2). Derevenski (2000, bls. 8) heldur því reyndar fram að börn hafi sjaldan verið miðdepill athyglinnar innan fornleifa- rannsókna vegna eigin verðleika og þau notuð á of þröngan hátt til þess að skilja uppbyggingu þess sem kalla má samfélag fullorðinna. Að innan fornleifafræðinnar sé samfélagið skoðað í gegnum börnin, í stað þess að rannsaka samfélagið með því hugarfari að þau séu einstaklingar með eigin félagslega ímynd og atbeina. Það gleymist að börnin sjálf verði að vera þau gögn sem barnafornleifafræðin styðst við til þess að hægt sé að draga fram raunsæa mynd af lífi þeirra. Catherine Kamp (2001, bls. 1-3) telur að ríkjandi viðmið bernskunnar séu tengd lærdómi og leik og að þannig hverfi áherslan á efnahagslega framleiðslu barna og stöðu þeirra á sviði heimilishalds innan fornleifa- rannsókna. Vestræn viðhorf til bernskunnar hafa jafnframt hamlað því að börn séu taldin virkir þátttakendur á hinum ýmsu sviðum samfélaga (Lucy 2005, bls. 47). Fræðimenn innan barnafornleifa- fræði eru flestir sammála um vaxandi áhuga á rannsóknum innan greinarinnar á síðastliðnum áratug. Ein helsta breytingin sem barnafornleifafræðin hefur haft í för með sér er að tekið er eftir börnum á eigin forsendum í stað þess að líta á þau sem hlutlaus. Núorðið er viðurkennt að börn hafi verið sjálfstæðir gerendur í fortíðinni, sam- hliða því sem samanburður við nútímabörn minnkað (Lucy 2005, bls. 43, 65). Það þarf í auknum mæli að leita eftir börnunum sjálfum innan gagna fornleifafræðinnar og láta þau sjálf segja söguna. __________ 66 Þegar á unga aldri lifi ég enn Aldur og aldursflokkar Aldursflokkar og aldursskipting eru hugmyndir sem samofnar eru samtímanum (Mancicol 2006, bls. 4). Innan mannabeinafræði koma fyrir ýmis hugtök, svo sem Infans I, Infans II, adult, mature, juvenile og senile.5 Engir staðlar eru samt fyrir hugtökin og leggja fræðimenn mismunandi merkingu í þau, sem birtist í því að notkunin er ólík milli rannsókna (Kamp 2001, bls. 1, 3). Svo hægt sé að skoða lífsferil fortíðar verður að vera samræmi í frumgögnunum sem túlkanir og ályktanir byggja á. Gögnin eru beinin sjálf og því er kallað eftir nákvæmum mælingum á aldri og líkamsþroska, svo túlka megi samhliða félagslegan aldur barna í fortíðinni (Lewis 2007 bls. 6). Gilchrist (2006, bls. 77-78) óskar einnig í rannsóknum sínum eftir frekari skýringum á aldri og telur að þær geti auðveldlega varpað ljósi á menningarleg viðhorf til aldurs og einstakra stiga í lífsferlinu. Samkvæmt Gilchrist (2006) er umræðan um þörfina á aldursrannsóknum farin að líkjast þeirri umræðu sem fór fram á níunda og tíunda áratug síðustu aldar um þörfina á kyngervisrannsóknum. Núorðið er almennt viðurkennt að líffræðileg einkenni aldurs eru háð menningarlegri og sögulegri sköpun. Samhliða eru ríkjandi staðalímyndir mótaðar en þær verða um leið ónothæfar sem altækar skýringar á fortíðinni (Lillehammer 2000, bls. 20, vísar í Neugarten). Aldursgreining ungbarna og barna er auðveldari en fullorðinna m.a. vegna þess að tanntaka fylgir nokkuð ákveðnu mynstri sem hefur verið ítarlega rannsakað og er læknisfræðilega vel skilgreint. Önnur einkenni sem notast er við eru m.a. þroski eyrnabeina, mælingar á útlimum sem bornar eru saman við ákveðna staðla þegar kemur að fyrirburum og fóstrum, auk lengdar leggja og almennur vöxtur beina (m.a. Ubelaker 1989; Schwartz 1995; Hoppa 1992; Scheuer 1980). Aðferðir hafa einnig verið þróaðar til þess að meta eigin aldur unglinga af beinagrindum en þær hafa ekki reynst nægilega nákvæmar (Stirland 2003, bls. 30-31; Guðný Zoëga 2006, bls. 15; Lewis 2007, bls. 38-39, 58). Fahlander (2008) telur að lífaldursgreiningum fylgi fjölmargir aðferðafræðilegir gallar, t.d. ef beina- grindin er illa varðveitt, hluta hennar vantar eða einstaklingurinn hefur ekki náð kynþroskaskeiði. Það þurfi fleiri gögn en almennar ályktanir um kyn, kyngervi, aldur og hæð til þess að geta rætt félagslegan líkamleika (e. embodiment) og mikilvægi félagslegar ásýndar. Hann telur jafnframt ákjósanlegt að geta flokkað öll börn undir ákveðnum aldri, t.d. kynþroska í einn flokk en munurinn á milli einstaklinga sé of mikill til þess. Það er m.a. mjög erfitt að flokka sex vikna barn og sjö ára barn í sama flokk. Hann telur því nauðsynlegt að finna leiðir til að skilgreina og aðgreina hugtakið börn í félagslega sambærilegar einingar (e. dittos). Sértækar líffræðilegar breytingar verða þegar einstaklingur þroskast og stundum er menningar- __________ 67 Ragnheiður Gló Gylfadóttir 5Ákveðið var að þýða þessi orð ekki. Bein þýðing á hugtölunum finnst ekki í íslensku og þessi heiti yfirleitt notuð í íslenskum rannsóknum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.