Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Qupperneq 79
Kistur
Ekki er vitað hversu útbreitt það var að
jarðsetja fólk í kistum hérlendis eða
hvernig notkun þeirra var háttað á
kaþólskum tíma. Það hafa ekki farið
fram margar athuganir á líkkistum
fundnum við fornleifarannsóknir
hérlendis, helst ber að nefna athuganir á
líkkistum sem grafnar voru upp í
Skálholti á árunum 1954-58, sér-
verkefni unnið um líkkistur fundnar á
Skriðuklaustri og athugun á kistunum
sem fundist hafa við Hólskirkju í
Bolungarvík.
Í flestum þeirra grafa sem
rannsakaðar voru í Skálholti á árunum
1954-58, og töldust eldri en frá 1650,
voru kisturnar ýmist afturmjókkandi
eða jafnbreiðar. Kristján Eldjárn (1988,
bls. 138, 140) kaus að kalla þessa
kistugerð einfalda stokka og að þrjár
útfærslur af þeim væru þekktar. Lokið
gæti verið slétt, kúpt eða gert úr þremur
fjölum, svokallað ljósberalag. Hérlendis
telur Kristján að einfaldir stokkar hafi
verið notaðir fram yfir 1700, ljósberalag
og kúptar kistur hafi komist í tísku á 18.
öld en fyrir þann tíma hafi flatt lok
verið í tísku (Kristján Eldjárn et al.
1988, bls. 142; Kristján Eldjárn 2000,
bls. 274). Gagnrýna má þessa túlkun
Kristjáns, erfitt er að fullyrða um
kistunotkun fyrir 1650 í Skálholti vegna
lélegrar varðveislu. Flestar kisturnar
sem varðveittust eru frá 18. öld og því
lýsandi fyrir þann tíma. Efnið frá
Hólskirkju er enn yngra eða frá 18. - 20.
öld en svipaðar kistur virðast vera þar
og í Skálholti (Garðar Guðmundsson et
al. 2005, bls. 96-98).
Allar kisturnar sem fundist höfðu
árið 2006 við fornleifauppgröftinn á
Skriðuklaustri og taldar eru vera frá
lokum 15. aldar til þeirrar 18., eru voru
einfaldir stokkar og var meirihluti þeirra
með ljósberalagi (Dagný Arnardóttir
2006, bls. 17). Þetta afsannar kenningu
Kristjáns um að ljósberalag hafi komist
í tísku á 18. öld, og það komið í notkun
þegar á 15. - 16. öld. Ungbarnakistur í
Skálholti voru yfirleitt eins og
fullorðinskistur þegar kom að gerð og
smíði að mati Kristjáns Eldjárns (1988,
bls. 137, 140) nema að þær voru allar
afturmjókkandi. Á Skriðuklaustri var
þessu öfugt farið. Þar voru allar
barnakisturnar, sem fundist höfðu árið
2006, jafnbreiðar til endanna. Þær
virðast heldur ekki hafa verið
frábrugðnar fullorðinskistum á neinn
hátt. Dagný Arnardóttir (2006, bls. 14)
telur að þetta megi túlka sem svo að
afturmjókkandi kistur virðist tilheyra
látlausari greftrunarsiðum meðan að
jafnbreiðar kistur megi hugsanlega líta á
sem stöðutákn, bæði andlegt og
veraldlegt. Ekki er vafi á því að frekari
rannsóknir þurfa að fara fram á kistum
hérlendis og virðist sem fornleifafræðin
geti aðeins veitt upplýsingar um þær
eins og staðan er í dag.
Umfjöllun
Ljóst er að skoða þarf félagslegt
sjónarhorn þess samfélags sem verið er
að rannsaka samhliða líffræðilegum
greiningum áður en barnsbeinagrind er
sett í ákveðinn aldursflokk. Barns-
beinagrind er þess vegna ekki endilega
sönnun á nærveru barna, né heldur hægt
að tala um að einstaklingar undir 16 ára __________
78
Þegar á unga aldri lifi ég enn
aldri séu alltaf börn. Í raun felur þessi
nálgun í sér endurskoðun á ríkjandi
hugmyndum um aldur. Nauðsynlegt er
t.d. að skoða nánar hvaða félagslegu
þættir geti mögulega stjórnað lífshlaupi
barnanna, hvort börnin sjálf geti
stjórnað ákveðnum þrepum innan þess
og um leið hvaða aldursskeiði þau
tilheyra hverju sinni.
Aldursdreifing
Til þess að auðvelda úrvinnslu
gagnanna var gröfunum sem valdar
voru til rannsóknarinnar skipt í sex
flokka sem sýndir eru í töflu 2 en
dreifingin innan þeirra í töflu 3. Þetta er
ákveðin þversögn við innihald
greinarinnar þar sem aldursflokkar og
lífaldursgreiningar voru gagnrýndar.
Tilgangurinn hér er þó annar.
Markmiðið er ekki að greina lífaldur og
byggja alla túlkun á honum, heldur er
hér gerð tilraun til þess að greina
ákveðin þrep og þróun innan lífshlaups
barnanna og sjá mun á greftrunarsiðum
meðal þeirra. Með þessari flokkun
verður hugsanlega mögulegt að greina
hvort að yngri börn hafi fengið öðruvísi
greftrun en þau eldri eða hvort enginn
munur sé á greftrun eftir aldri.
Dreifing barnsbeinagrindanna innan
þessara sex flokka er misjöfn og hafa
fundaraðstæður án efa mikið um hana
að segja. Mikill meirihluti barns-
beinagrindanna í úrtakinu eru af
börnum á fyrsta aldursári (Barn 1) en
jafnara hlutfall er á milli annarra flokka.
Þetta má eflaust tengja við minni
lífslíkur barna á fyrsta ári.
Staðsetning barnsgrafanna
Vert er að skoða nánar staðsetningu
barnsgrafanna innan kirkjugarðanna og
tengja umfjöllunina við lífshlaups-
hugmyndir og gerendakenninguna.
Dreifing legstæða þeirra var nokkuð
jöfn en þó með undantekningum.
Börnin eru flest umhverfis kirkjurnar,
þó mun fleiri sunnan megin við þær en
við aðrar hliðar. Nokkur barnanna
virðast hafa verið grafin í allnokkri
fjarlægð frá kirkjunum en í þeim
tilfellum finnst meirihluti þeirra
norðanmegin við þær. Suðvesturhluti
kirkjugarðanna virðist innihalda mest af
ungbarnagröfum (Barn 1) en fjöl-
breytileiki í aldri eykst er kemur að
norðurhlutanum. Hvort að greftrun
barna hafi fylgt þeirri kynskiptingu er
erfitt að staðfesta, án betri aðferða við
kyngreiningar barna.
Engu að síður er áhugavert að skoða
þetta í tengslum við kristna heimsmynd
þessa tíma og áðurnefndar hugmyndir
Gilchrist um lífshlaupið. Þetta gefur
hugsanlega til kynna að yngstu börnin
hafi hlotið leg við inngang kirkjunnar,
sem alltaf var í vestri, eða jörðuð nálægt
kórnum til þess að komast sem næst
himni. Með fermingunni var verið að
staðfesta skírnina og hugsanlegt er að
einmitt fermd börn hafi verið grafin í
kirkjugarðinum sjálfum, fjær kirkjunni.
Þetta má einnig tengja við lífslíkur
barna og hversu mikið þær aukast eftir
fyrsta árið. Það gæti hafa markað
ákveðið þrep í lífshlaupinu ef börn lifðu
af fyrsta árið og eftir það hafi þau verið
jarðsett í meiri fjarlægð frá kirkjunni. __________
79
Ragnheiður Gló Gylfadóttir