Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Qupperneq 96

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Qupperneq 96
að rannsaka kyngervi til þess að það sé ekki sýnilegur strúktúr innan fornleifa- fræðilegs efniviðar (Gilchrist 1999, bls. 26). Sørensen telur ósanngjarnt að halda því fram að fornleifafræði hafi verið sein að taka inn hugmyndir femínisma og hugtakið kyngervi inn í þekkingar- fræði fagsins. Þegar slíku er haldið fram sé verið að miða við greinar á við félagsfræði og félagslega mannfræði, og slíkur samanburður sé óhagstæður fyrir báða aðila. Með því að saka fornleifafræði um að vera ekki á sama róli og félagsvísindalegar fræðigreinar sé verið að vanmeta það hlutverk sem þær gegndu í mótun hugmyndafræði femínisma. Það sé því ekki að undra að það hefði tekið fornleifafræði nokkuð lengri tíma að aðlaga sig að nýjum hugmyndum en þeir sem mótuðu þær (Sørensen 2000, bls. 22-23). Einn af þeim þáttum sem femínistar gagnrýndu var hvernig framlagi kvenna til fræðanna hafði verið haldið til hliðar og hvernig karllægni hafði áhrif á hvaða þættir völdust til rannsókna. Það sem var þó varhugaverðast innan fornleifa- fræðinnar að mati femínista, var sú karllæga þekkingarfræði sem réði ríkjum og lögðu þeir til að henni yrði skipt út fyrir þekkingarfræði byggða á kenningum femínisma (Gilchrist 1999, bls. 24). Gilchrist veltir fram spurningu Joan Gero þar sem hún spurði hvort konur búi til eins þekkingu og karlar, og hvort konur búi til þekkingu með sömu aðferðum eða leiðum og karlar (Gilchrist 1999, bls. 23). Sørensen bendir á að þegar haldið er fram sérstakri femínískri þekkingar- fræði séu konum oft gefnir aðrir eiginleikar en karlar þegar þeir snúa að gáfum – þær sýni meiri hluttekningu, hafi meira innsæi og þessir eiginleikar móti sýn þeirra á fortíðina. Slíkar kenningar hafa verið rökstuddar ýmist með líffræðilegum eða samfélagslegum áhrifaþáttum og hér er um greinilega eðlishyggju að ræða þar sem konum er ætluð önnur kunnátta til að þekkja, vita eða hugsa á hátt en karlar. Með því að eigna konum eiginleika sem byggjast á tilfinningum er verið að vísa til þess að konur hafi upplag sem sé andstætt hlutum á við vísindalega nákvæmni og hlutlægni (Sørensen 2000, bls. 36-37). Sørensen telur að ef þekking kvenna eða þekking um konur byggist einvörðungu á kenningum femínisma geti sú þekking orðið að enn einni röddinni sem berist frá jaðrinum. Þekkingin sem fengist með slíkum hætti væri í hættu á að skipta einungis máli hjá þeim fornleifafræðingum sem leggðu stund á femínískar rannsóknir (Sørensen 2000, bls. 36-37). Lynn Meskell segir að hugðarefni kynjafornleifafræðinga, eins og t.d. kyn, kyngervi og stétt þurfi á engan hátt hafa verið áhrifaþættir á sama hátt í fortíðinni og þeir eru í dag. Þetta eru atriði sem eru bundin menningu og samfélagi fornleifafræðingsins og eru því aðallega áhugaverð fólki innan þeirra. Með þessu á hún þó ekki við að þessir þættir eigi ekki að vera rannsakaðir, heldur að meðvitund um __________ 96 Undir mold og steinum... þá sé lykilatriði (Meskell 1999, bls. 59- 60). Breytingin sem innleiðing kyngervis sem hugtaks í orðræðu fornleifa- fræðinnar fól í sér, segir Sørensen, er ekki bætt staða kvenna innan greinarinnar eða að þær birtist sem stærri þáttur í fortíðinni en áður. Nei, hún telur að það séu þær margvíslegu birtingarmyndir kyngervis sem fornleifafræðingar eru að reyna að öðlast skilning á með leiðum kennilegrar fornleifafræði sem hafi haft hvað mest áhrif (Sørensen 2000, bls. 27 -29). Þetta lýsir vel muninum á nálgun póstfemínismans og kynja- fornleifafræðinnar á efniviðinn. Meskell segir að á 10. áratugnum hafi kynja- fornleifafræðirannsóknir einkennst af áhrifum annarrar bylgju femínismans þar sem leitað hafi verið að konum í efniviðnum og rannsakaður var fatnaður og skart í stað öldrunar, stöðu, kyns, kynferðis og þjóðernis eins og póst- femínisminn leitast við. Undir lok 10. áratugarins segir Meskell þessa áherslu- breytingu hafa átt sér stað innan kynja- fornleifafræðinnar og hætt var að leita að konum sem einsleitum hópi á kostnað allra annarra (Meskell 2004, bls. 195). Sørensen telur það ekki vera hlut- verk fornleifafræðinga að sýna fram á að konur séu hluti af fortíðinni, því að sjálfsögðu séu þær það. Með þá vitneskju í farteskinu á þess í stað að kanna og skilja hvernig samskipti kyngervanna voru og hvernig uppbygging samfélaga og hugmynda- fræði höfðu áhrif á þessi samskipti og að sama skapi hvernig samskipti kynjanna/ kyngervanna mótuðu þessa hugmyndafræði (Sørensen 2000, bls. 40). Eitt af því sem Meskell telur að kynjafornleifafræðingar hafi verið tregir að gera hluta af sínu rannsóknarsviði er að rannsaka karla og karlmennsku (1999 bls. 61). Hún segir að það sé fjarri lagi að til sé ein karlmennska sem sé yfirfæranleg á alla hópa. Það sé ekki til ein verkamannakarlmennska eða ein karlmennska sem eigi við um svarta karla. Umfjöllun um þennan marg- breytileika karlmennskunnar skortir og nauðsynlegt er að tengja hana inn á svið kynjafornleifafræðinnar, að mati hennar. Hún segir að frá upphafi kynjafornleifafræðinnar hafi margir karlkyns fornleifafræðingar verið ásakaðir um karllægni í sínum rannsóknum en hins vegar sé mjög sjaldgæft að konur séu ásakaðar um kynjamismunun, þó svo dæmi séu um slíkt að hennar mati. Einnig telur hún athyglisvert að hinar ýmsu túlkanir sem snúa að körlum hafa ekki verið gagnrýndar líkt og þær sem snúa að konum. Hún telur að skýringuna sé að finna í því að það hafi tekið sinn tíma fyrir gagnkynhneigða karla að uppgötva að kynjamismunun og kynjapólitík snýr ekki einungis að konum og sam- kynhneigðum (Meskell 1999, bls. 61- 62). Þegar skoðuð er karllægni í rannsóknum og sögu fornleifafræði sem fræðigreinar og stöðu kvenna innan __________ 97 Sandra Sif Einarsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.