Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Qupperneq 98

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Qupperneq 98
hennar er að mati Sørensen (2000) mikilvægt að líta ekki á málið frá því sjónarmiði að karlar hafi lagt út með það að markmiði á ná stjórn á fortíðinni og útiloka konur bæði úr henni og frá faginu. Slík nálgun hafi ekkert upp á sig og líta þurfi á hlutina út frá því félagslega og pólitíska umhverfi sem bjó til þessar staðalímyndir um kynin. Með því að setja það þannig fram að mismunun og bæling kvenna hafi farið fram á ómeðvitaðan hátt, skýri stöðuna betur að mati Sørensen. Það útskýri af hverju jafn lítil umræða hafi átt sé stað og raun ber vitni um stöðu kvenna innan fræðigreinarinnar og hlutdeild þeirra í sögunni, og þátttöku kvenna og ábyrgð á þessari stöðu (2000, bls. 25). Kynjafornleifafræði á Íslandi Að fjalla um íslenska kynja- fornleifafræði er fljótunnið verk þar sem hún er mjög stutt á veg komin. Gagnlegra væri að kanna af hverju svo er ástatt og greina hvað veldur því að kynjafornleifafræði hefur ekki náð sömu fótfestu hérlendis og í nágranna- löndum okkar. Í raun er vandamálið stærra en svo að það lúti bara að kynjafornleifafræði. Kristján Mímisson fjallar í grein sinni „Landslag möguleikanna“, um stöðu kennilegrar fornleifafræði á Íslandi. Hann segir að orðræðan á Íslandi hafi einkennst af „kóðun fornminja og kerfisbundna, staðlaða aðferðafræði“, en kennilegi hlutinn skilinn útundan (Kristján Mímisson 2004, bls. 32-33). Gavin Lucas veltir þessu einnig fyrir sér í greininni „Íslensk fornleifafræði í norður-evrópsku samhengi.“ Hann segir að kennileg fornleifafræði og í raun fornleifafræði almennt, hafi þróast mjög takmarkað frá 7. áratug síðustu aldar á Íslandi, en fram að þeim tíma hafði hún þróast samhliða fornleifafræði í nágrannalöndum sínum. Byltingin sem nýja fornleifafræðin, ferlihyggja og síðar síðferlihyggja ollu með kenningum sínum átti sér í raun ekki stað á Íslandi. Skýringar á hvað veldur þessari stöðnun telur Lucas sé aðallega að finna í tveimur þáttum: annars vegar í skortinum á forsögu á Íslandi þar sem fornleifar á Íslandi séu að mestu leyti sögulegar og hins vegar í umfangi rannsókna, en fæð íslenskra fornleifa- fræðinga takmarkaði bæði stærð rannsókna og fjölda þeirra (Lucas 2004, bls. 15). Varðandi fyrri orsakavaldinn, skortinum á forsögu, segir Lucas (2004) að kennileg fornleifafræði hafi að mestu mótast í gegnum rannsóknir á for- sögulegum minjum. Þar af leiðandi, vegna þess að strangt til tekið hafi samkvæmt hans skilgreiningu einungis verið stunduð miðaldafornleifafræði á Íslandi, hafi öll sú kennilega þróun og umræða farið fram hjá íslenskri fornleifafræði.7 Til samanburðar nefnir Lucas að miðaldafornleifafræði í Bretlandi og á Norðurlöndunum hafi að sama skapi byrjað kennilega þróun sína mun seinna en forsöguleg fornleifafræði. Það sé ekki fyrr en á 9. áratugnum sem hennar fer að gæta í __________ 98 Undir mold og steinum... 7 Hvort sem tekið er undir skilgreiningu Lucas á því að á Íslandi sé fornleifafræði einungis miðalda- fornleifafræði eða ekki, þá verður því ekki neitað að hún er það að mestu leyti. miðaldafornleifafræði í nágranna- löndum okkar (Lucas 2004, bls. 15-16). Því telur Lucas að eðli fornleifa- fræðinnar á Íslandi sé önnur af tveimur aðalástæðum fyrir því að kennileg fornleifafræði hafi ekki náð að þróast á Íslandi. Íslensk fornleifafræði sé mest megnis söguleg og hefur því þann möguleika að leita til ritaðra heimilda til að styðjast við (Lucas 2004, bls. 18- 19). Þetta fyrirbæri kallar Bjarni F. Einarsson (1994) „sagnahyggju“ og fjallar um í grein sinni „Íslenskar fornleifar: Fórnarlömb sagnahyggju.“ Þar segir hann að það viðhorf að líta á ritaðar heimildir sem mikilvægari heimild um sögu landsins en fornleifar hafi verið ríkjandi hérlendis. Litið hafi verið á fornleifafræði sem eins konar hjálparhellu eða viðbót við sagnfræði á Íslandi og við þess konar aðstæður geti fornleifafræðin ekki vaxið sem fræði- grein (Bjarni F. Einarsson 1994, bls. 379). Adolf Friðriksson hefur einnig fjallað um tengingu íslenskrar fornleifafræði við sagnfræði og kýs hann að nefna samband þeirra „tjóðurkenninguna“ og fjallaði um hana í grein sinni „Sannfræði íslenskra fornleifa“. Þar segir hann: „Gagnrýnendur rannsóknarhefðarinnar dreymir um að spranga um naktir og frjálsir í aldingarði hinnar eiginlegu fornleifafræði, þar sem forboðnar sögur er ekki að finna“ (Adolf Friðriksson 1994, bls. 371). Hann nefnir kenningu sína „tjóðurkenninguna“ vegna þess að hann álítur að eins og Ingjaldsfíflið var tjóðrað við raufarsteininn sé íslensk fornleifafræði tjóðrað við hinn sögulega bakgrunn (Adolf Friðriksson 1994, bls. 372). Í stað þess að rannsaka hlutverk minjanna og setja þær í samhengi við hverja aðra leggur Adolf til að „ klifið  sé enn hærra“ og fornleifafundir séu settir í beint samhengi við sögulegan bakgrunn (Adolf Friðriksson 1994, bls. 372-373). Hann telur að þó fornleifa- fræðingar neiti að nota ritaðar heimildir séu þeir að nota hugmyndaarf ritheimildanna óafvitandi og jafnvel á ógagnrýninn hátt (Adolf Friðriksson 1994, bls. 371). Þessi mikla tenging fornleifafræði við ritaðar heimildir hefur óhjákvæmilega leitt til tengsla við sagnfræði. Skeið afturhaldssemi, stöðnunar og jafnvel hnignunar hófst innan sagnfræði á Íslandi í kringum 1960, að mati Hilmu Gunnarsdóttur sagnfræðings (2006 bls. 64-65, 89. Stöðnun fornleifafræði gæti því átt rætur sínar að rekja til þessara tengsla við sagnfræði. Svo virðist þó ekki vera þar sem í byrjun 9. áratugarins varð innan íslenskrar sagnfræði vakning sem kölluð hefur verið „sögu- endurskoðunin“ og snérist um breyttar áherslur í sagnfræðilegum rannsóknum og innan ramma nýju félagssögunnar8 (Hilma Gunnarsdóttir 2006, bls. 88-89). Ein af nýjungunum sem hún leiddi af sér voru rannsóknir í kvennasögu. Þessar breytingar sem orðið hafa innan sagnfræðinnar síðastliðin 15-20 ár, hafa þó verið með öðrum hætti en í __________ 99 Sandra Sif Einarsdóttir 8 Heitið „nýja félagssagan“ er notað til aðgreiningar frá þeirri félagssögu sem stunduð var á fyrri hluta 20. aldar. Innan nýju félagssögunnar voru nýjar áherslur innan sagnfræðinnar sem voru undir áhrifum Annálunga og reynt var „að greina samfélög og varpa ljósi á breytingar.“ Nýja félagssagan vildi nálgast málin neðan frá og þannig varpa ljósi á hópa sem höfðu áður lítið sem ekkert verið fjallað um innan sagnfræðinnar (Hilma Gunnarsdóttir 2006, bls. 35, 107).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.