Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Page 102

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Page 102
fornleifafræðilegt rit undir yfirskriftinni „kynjafornleifafræði“ á Íslandi, en það var fyrsta hefti Ólafíu, rits Fornleifafræðingafélags Íslands. Þar birtist m.a. þýdd grein eftir kynja- fornleifafræðinginn Robertu Gilchrist, auk greina eftir nema í fornleifafræði við Háskóla Íslands úr áföngunum Kynjafornleifafræði á BA-stigi og Félagsleg fornleifafræði á MA-stigi (Steinunn Kristjánsdóttir 2006, bls. 9- 10). Ritið var einmitt nefnt Ólafía til heiðurs fyrrnefndri Ólafíu Einarsdóttur. Sagnfræðingurinn Davíð Ólafsson segir í grein sinni, „Milli vonar og ótta“, að íslenskir sagnfræðingar hafi fylgst með „framgangi póst- módernismans úr þægilegri fjarlægð líkt og hverri annarri fuglaflensu sem geisar fjarri Íslandsströndum“ (Davíð Ólafsson 2006, bls. 261). Í raun á þessi samlíking einnig vel við um íslenska fornleifafræði og kynjafræði. Tilkoma hugtaksins kyngervi og mikilvægi slíkra rannsókna er vafalítið umdeilt í fornleifafræði á Íslandi. Erfitt er að fullyrða um slíkt þar sem nánast engin umræða hefur átt sér stað fyrr en mjög nýlega. Þróun bæði kynjafornleifafræðinnar og femínískrar fornleifafræði hefur verið samhliða þróun kennilegrar fornleifafræði og er órjúfanlegur hluti hennar. Þó svo að upphaf kynja- fornleifafræði sé að hluta til að finna í femínisma, þá er stærsti áhrifaþátturinn á hana sú kennilega þróun sem átti sér stað innan fornleifafræðinnar. Því hefur stöðnun íslenskrar fornleifafræði haft það með sér í för að endurskoðun á orðfæri og eldri efnivið bíður enn og vandinn vex á meðan ekki er ráðist í verkið. Þrátt fyrir að kennileg fornleifafræði hafi haft mikil áhrif á þróun kynjafornleifafræði, þá er mótunin líka gagnkvæm. Ian Hodder telur að eitt merkasta framlag til fræðilegrar umræðu innan síð- ferlihyggjunnar sé komið frá kynjafornleifafræði og femínískri fornleifafræði (Hodder 2004, bls. 206). Það eru einmitt kennilegar byltingar sem hafa valdið hvað mestum straumhvörfum í fornleifafræði, miklu fremur en ákveðnir staðir sem hafa verið rannsakaðir eða gripir sem hafa fundist. Þetta er því tvíeggjað sverð – kynjafornleifafræði hefur ekki náð að þróast sökum kennilegrar fátæktar í fræðigreininni hérlendis. Sá kennilegi grunnur sem náð hefur fótfestu á Íslandi eftir 1990, hefur vantað kynjafræði og femínískar nálganir. Ástæðan fyrir stöðu kynjafornleifafræðinnar á Íslandi eða þeirri staðreynd að hún er varla til sem fag, virðist aðallega felast í fæð fræðimanna í fornleifafræði og um- hverfi hennar hérlendis. Fámennið hefur stýrt bæði fjölda rannsókna og umfangi efniviðarins þannig að úr minna er að moða en ella. __________ 102 Undir mold og steinum... Um orðræðu á Íslandi um fornleifafræði Áðurnefnd fæð fornleifafræðinga á Íslandi og styrkur Kristjáns Eldjárns sökum þeirrar fæðar, auk stöðu hans sem þjóðminjavarðar og forseta hefur líklega haft mikil áhrif á gildi verka hans í hugum Íslendinga. Þegar texti eftir Kristján er skoðaður sést hvernig hann hefur með þeim frásagnarhætti og þeim stíl sem hann beitti mótað hugmyndir landsmanna um eigin fortíð. Eins og getið hefur verið hér áður þá hefur orðræða yfirvaldsins mikið um þetta að segja. Vald Kristjáns gerði orðræðumótun hans áhrifamikla en hver hún var verður nú skoðað nánar. Áhrif Kristjáns á orðræðu Íslendinga Eitt af nýrri dæmum um mótun orðræðu nútímans á eigin fortíð er sú umræða sem spratt upp með hugmyndinni um að reisa sjö metra háa eftirmynd Kaldárhöfðasverðsins á Melatorgi í tilefni af enduropnun Þjóðminjasafnsins árið 2004. Kumlið á Kaldárhöfða í Grímsnesi fannst árið 1937 og í því líkamsleifar fullorðins einstaklings og tennur barns. Beinaleifar þess fullorðna hafa líklegast ekki verið í nægilega góðu ástandi til þess að hægt væri að greina aldur og kyn, því þess er ekki getið. Í umfjölluninni í Gengið á reka segir Kristján að jarðvegurinn á fundarstaðnum hafi ekki verið „hollur beinum“ og því lítið eftir af þeim (Kristján Eldjárn 1948, bls. 31). Kristján fjallar um sverðið í Gengið á reka, þar sem hann segir: Kaldárhöfðasverðið er „valskt sverð“, rænt, keypt eða þegið að gjöf í Frakklandi suður, en engum getum verður að því leitt, eftir hvaða krókaleiðum það hefur hingað borizt. Það er þó eitt, sem bendir til, að Kaldárhöfðamaður hafi verið í víking og komist yfir báða hina frankversku gripi samtímis. En þetta sannar ekkert um þjóðerni hans, þó það gefi vísbendingar um ferðir hans. Frankversk sverð voru mjög algeng með Norðmönnum, og í stuttu máli sagt er allt, sem til þess bendir, að Kaldárhöfðamaðurinn sé Norðmaður hreinræktaður (Kristján Eldjárn 1948, bls. 37). Þarna er gefið til kynna að á Íslandi hafi verið, ekki bara bændur að hokra, heldur einnig sannir víkingar og Norðmenn. Þetta verður augljósara eftir því sem líður á kaflann þar sem Kristján gefur sér það að þessi einstaklingur sem grafinn var á Kaldárhöfða hafi stundað hermennsku. Önglarnir sem með honum voru grafnir valda þó Kristjáni nokkrum vandræðum. Um þá segir hann: Hermaður víkingaaldarinnar varð að vísu að dorga silung hérna megin til að afla sér viðurværis, en varla hefur hann hugsað til að vinna leiðinleg hversdags- störf í hinu lífinu. (Silungadráp var ekki talið til íþrótta á þessum tíma). Himnaríkishugsjón hans hefur verið eins og allra annarra, að þurfa ekki að gera neitt, sem var honum um geð í lífinu, heldur það eitt, sem hann taldi til lystisemda. Silungadorg og önnur __________ 103 Sandra Sif Einarsdóttir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.