Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Page 104

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Page 104
hversdagsáhöld í kumlinu eru aðeins dæmi um ofrausnina, sem komin var í grafsiðinn á víkingaöld, þótt slíkt hafi verið fátítt hér á landi (Kristján Eldjárn 1948, bls. 41). Jákvæð tengsl við vopn er nokkuð sem greinilega er ýtt undir af Kristjáni Eldjárn. Það má m.a. sjá í þessari tilvitnun: En til eru nokkur íslensk kuml sem skara fram úr fjöldanum og mundu vera talin í meira en meðallagi hvar sem væri. Af þessu tagi teljast 15 kuml. Höfðinglegust þessara kumla eru kumlin á Kaldárhöfða, á Hafurbjarnarstöðum, í Baldurs- heimi og á Eyrarteigi, sem öll höfðu að geyma alvæpni auk margra annarra hluta, sumra svo vandaðra að þeir bregða fyrirmannlegum blæ yfir legstaðinn… (Kristján Eldjárn 2000, bls. 303. Guðni Elíasson fjallar um mögulega uppsetningu Kaldárhöfðasverðsins við Melatorg í grein sinni „„Frægðin hefur ekkert breytt mér““. Þar segir hann frá að samkvæmt mati sumra hafi sverð verið álitið ofbeldisfullt reðurtákn og ekki samboðið ímynd Reykjavíkur, auk þess að þykja jafnvel vera merki um stuðning við Íraksstríð (Guðni Elíasson 2004, bls. 140-141). Hins vegar taldi Snorri Már Skúlason þáverandi kynningarfulltrúi Þjóðminjasafnsins þessa andstöðu í raun vera afneitun á hluta af menningararfi Íslendinga. Snorri skrifaði grein í Morgunblaðið þar sem hann hélt því fram að fornleifauppgreftir hefðu sýnt fram að höfðingjar víkingaaldar hafi flestir átt sverð. Hann segir fjölmennar orrustur Sturlungaaldar vera hluta af Íslandssögunni og „…tilraunir til að sótthreinsa hana af því sem er óþægilegt eru ekki sú söguskoðun sem er sæmandi menningarþjóð eins og okkar“ (Snorri Már Skúlason 2004, bls. 27). Sú staðhæfing að fornleifarannsóknir hafi sýnt fram á að höfðingjar hafi flestir átt sverð er klárlega röng, eins og Árni Björnsson þjóðháttafræðingur benti á í svargrein sinni við grein Snorra (2004 bls. 36). Aðeins 16 sverð hafa fundist hérlendis, eins og kom fram hér að ofan, og því er á engan hátt hægt að fullyrða neitt um sverð á víkingaöld á Íslandi út frá þeim fjölda. Um mótmælin við uppsetningu eftirgerðar sverðsins segir Árni: „Hér er allsekki um það að ræða að „sótthreinsa“ söguna, heldur gefa hverjum grip eðlilegt vægi og hamla gegn þröngsýni þeirra sem helst vilja einblína á söguna í gegnum einskonar hasar- gleraugu“ (Árni Björnsson 2004, bls. 36). Svo fór að sverðið var ekki reist á Melatorgi, heldur var því fundinn staður í Reykjanesbæ. Þar hafa heimamenn tekið þessu nýja tákni vel og gert að sínu eins og sést í því það var gert að tákni Heimis, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ (Heimir: félag ungra sjálfstæðismanna 2005). Ungir sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ virðast ekki hafa fundið fyrir sama beyg og Reykvíkingar að __________ 104 Undir mold og steinum... tengja sig við grip sem hefur mikla skírskotun til ofbeldis. Skýringuna gæti verið að finna í þeirri rómantísku hugmynd um víðförla víkinginn sem Kristján leggur fram í umfjöllun sinni um Kaldárhöfðasverðið. Dæmið hér að ofan sýnir vel hvernig nútíminn mótar söguna. Mótun hins félagslega minnis getur oft á tíðum verið stjórnað af ráðandi öflum, hvort sem það eru bæjaryfirvöld, stjórnvöld eða fræðimönnum sem stjórna fræðilegri umræðu. Ákvörðun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að efla áhuga ferðamanna á svæðinu10 með því að reisa víkingasverð í bænum virðist hafa orðið til þess að bæjarbúar sjálfir hafi tekið þessu tákni sem sínu, þó svo það tengist raunverulegri fortíð þeirra ekki neitt. Niðurlag Fornleifafræði á Íslandi þróaðist nokkuð samstíga þeirri í nágranna- löndunum fram á 7. áratug síðustu aldar en eftir þann tíma tók stöðnunartímabil við í faginu hérlendis. Á sama tíma átti sér stað bylting í kennilegri þróun innan fornleifafræði í Evrópu og Bandaríkjunum með innkomu Nýju fornleifafræðinnar, ferlihyggjunnar og svo síðferlihyggjunnar. Allar þessar breytingar fóru að miklu leyti fram hjá Íslandi. Stöðnunin hérlendis stóð allt fram á 10. áratuginn en þá fór að rofa til og kennilegir straumar og stefnur urðu hluti af íslenskri fornleifafræði að nýju. Sú þróun var þó hæg og það var í raun ekki fyrr en kennsla í fornleifafræði hófst við Háskóla Íslands að kennileg umræða fór á skrið og þar á meðal voru kynjafornleifafræðilegar nálganir. Innan kynjafornleifafræði eru greftrunarsiðir einstök uppspretta upplýsinga sökum þess að nær einstaklingum fortíðar er varla hægt að komast. Þetta á þó einkum við um greftranir sem eru útbúnar með haugfé. Heimildargildi haugfjárins, í samspili við líkamsleifar þess sem í gröfinni liggur og samfélag hans, er mikið. __________ 105 Sandra Sif Einarsdóttir Mynd 1: Kaldárhöfðasverðið í merki Heimis, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ (Heimir: félag ungra sjálfstæðismanna, 2005). 10 Uppsetning sverðins var hluti af stærri áformum Reykjanesbæjar varðandi upp- byggingu hinna svokölluðu Víkingaheima (Reykjanebær 2005).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.