Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Side 117

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Side 117
 Á allra síðustu árum hafa þó komið fram rannsóknir innan fornleifafræði þar sem karlmennska er skoðuð á gagnrýnin hátt. Sem dæmi má nefna að Bryn Williams (2008) hefur skoðað samspil þjóðernis og karlmennsku í Kínahverfum Kaliforníu á 19. öld þar sem smáir tebollar kínversku inn- flytjendanna, fylltir sterku áfengi, voru notaðir þeirra í milli til að sýna fram á ákveðna eiginleika karlmennsku. Þessir bollar höfðu þó ekki sömu þýðingu fyrir öll þjóðerni þar sem í augum vestrænna karla sýndu þeir fremur skort á karlmennsku því smáu tebollana tengdu þeir við tedrykkju og samkvæmi kvenna. Þá hefur Rodney Harrison (2002) skoðað á sjálfs-gagnrýninn hátt hvernig Kimberely örvaroddar urðu að aðal tákni karlmennsku í vitund og samskiptum frumbyggja Ástralíu og vestrænna fornfræðinga. Það sem gerir þeim Williams og Harrison kleift að fjalla á gagnrýnin hátt um karlmennsku er að einhverju leyti það að efniviður rannsóknanna er tiltölulega nálægt okkar eigin tíma og þeir hafa því aðgang að rituðum heimildum sem leyfa tímaramma sem byggir á dögum, mánuðum og árum en ekki áratugum, árhundruðum og árþúsundum sem svo stór hluti fornleifafræðinnar fæst við. Það er þó misskilningur að halda að umfjöllun kynjafornleifafræðinga eigi eingöngu rétt á sér á seinni tímum þegar möguleiki er á því að greina og fjalla um smávægilegar breytingar á persónuhögum eða persónusögu einstaklinga (sjá t.d. Tringham 1991; Gero 1991). Þó fornleifafræðingum takist ekki að greina hárfínt fjöl- breytileika kyngerva og mismunandi gerðir karlmennsku í fortíðinni nema með hjálp ritaðra heimilda eða með samanburði við mannfræðirannsóknir er það ekki endilega markmiðið í sjálfu sér eins komið var inn á áðan. Kynja- fornleifafræði snýst ekki endilega um að flokka gripi eða athafnir eftir kynjum og kyngervum heldur að horfa með gagnrýnum augum á umfjöllun um kyn- gervi í fortíðinni, á pólitískar af- leiðingar fornleifafræði í nútíðinni og þær takmarkanir sem fornleifafræði er stundum bundin (Wylie 2007). Fornleifafræði má jafnframt ekki falla í þá gryfju að fjalla einungis um óhlutlægar hugmyndir án þess hlutlæga. Á þeim tímabilum þar sem ritaðar heimildir eru ýtarlegar liggur styrkur fornleifafræðinnar einmitt í því að geta nýtt heimildir sem mannfræðingar og sagnfræðingar hafa löngum skilið útundan, þ.e. efnismenninguna. Þróun seinustu ára innan hugvísinda hefur jafnframt verið á þá leið að orðræðan hefur færst frá afstæðishyggju póstmódernismans í átt að hlutunum (Björn Þorsteinsson 2000). Innan fornleifafræði hefur Bjørnar Olsen (2003) einnig bent á að fornleifafræði þurfi að snúa sér aftur að hlutunum en í kjölfarið á þessu ákalli hefur á allra seinustu árum orðið sprengja í rannsóknum á nútíma efnismenningu (sjá t.d. Tilley et al (ritstj.) 2006). Ef kynjafornleifafræðingar ná að fylgja eftir ákalli Bjørnars Olsen erum við því í kjörinni aðstöðu til að skoða þetta samband efnismenningar og __________ 116 Að opna öskju Pandóru karlmennsku, á mörkum þess hlutlæga og óhlutlæga. Meginefni umræðunnar hér á eftir verður að skoða karlmennsku um borð í Pandóru, skipi sem eingöngu var mannað af körlum. Með því að skil- greina karlmennsku sem orðræðu eins og komið var að hér að ofan ætla ég að freista þess að skoða hvernig áhöfnin sem tók þátt í orðæðunni gat tileinkað sér hluta hennar og haft áhrif á hana fyrir atbeini (e. agency) sitt og jafnframt hvernig stéttamunur og efnisheimur skipsins gátu takmarkað skipverjanna við ákveðna hluta orðræðunnar (Whitehead 2002, bls. 110). Í fyrstu mun ég þó víkja stuttlega að sögu skipsins Pandóru, að karlmennsku á 18. öld og að heimi sjómannsins og hvernig honum hafa verið gerð skil innan þeirrar undirgreinar fornleifafræðinnar sem fæst við sjómennsku. HMS Pandora Saga skipsins HMS Pandora er framhaldssaga en undafari hennar er ein frægasta saga 18. aldarinnar, uppreisnin á skipinu Bounty (Gesner 2000b, bls. 3). Eftir að foringjar breska flotans heyrðu af uppreisninni réðu þeir Edward Edwards höfuðsmann til að veita uppreisnarmönnunum eftirför á skipinu Pandóru, 24-fallbyssna freigátu, ásamt 135 manna áhöfn. Skipanir Edwards voru einfaldar: að handtaka uppreisnarseggina og ná aftur hinu stolna kaupskipi. Pandóra sigldi því af stað til Suður-Kyrrahafsins þann 7. nóvember 1790 (Thomson 2008, bls. 9). Ferð Pandóru var þó að engu leyti dæmigerð sjóferð 18. aldar freigátu því þar sem ætlast var til þess að skipinu Bounty yrði komið aftur til Englands voru nægjanlega margir sjómenn um borð í Pandóru til að stýra báðum skipunum á heimleiðinni sem og auka liðsforingi og tvöfaldur fjöldi miðskips- manna ásamt aðstoðarmönnum (Gesner 2000a, bls. 4). Þar sem talsvert fleiri voru í áhöfn en vant var höfðu yfirmennirnir ekki þjóna, sem þó var venjan, og skipið var svo vel búið vistum að læknirinn um borð, George Hamilton, sagði: „við urðum að éta gat á brauðið áður en við gátum lagst til hvílu“ (Thomson 2008, bls. 88, þýð. höfundar). Þegar Pandóra náði áfangastaðnum, Tahítí, í apríl árið 1791 náðist að handsama fjórtán uppreisnarseggi sem síðan voru geymdir í klefa á aftur- þilfarinu sem hlaut fljótt nafnið askja Pandóru (e. Pandora’s box). (Thomson 2008, bls. 40). Tveir uppreisnarmenn létu lífið í átökunum á Tahítí en aðrir komust undan á hinu stolna skipi Bounty undir stjórn Fletcher Christian, upphafsmanns upp-reisnarinnar, og sigldu þeir út í buskann (Thomson 2008, bls. 40-41). Eftir sex vikna dvöl á Tahítí sigldi Pandóra burt í leit að uppreisnarmönnunum en án árangurs. Eftir að einn af skipsbátunum hafði orðið viðskila við freigátuna í einum könnunarleiðangranna síðla ágústs 1791 var ákveðið að snúa aftur til Englands (Gesner 2000a, bls. 1). Þegar skipið reyndi að finna leið í gegnum stóra kóralrifið skammt norðaustur af __________ 117 Sindri Ellertsson Csillag
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.