Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Page 124

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Page 124
fornleifafræði, en oftar en ekki er heimur sjómannanna skilgreindur og túlkaður út frá sjónarhorni gagn- kynhneigðra karla þar sem mismunandi kyngervi eða kynhneigðir hafa sjaldan verið kannaðar. Þá hefur Flatman einnig sagt að sjávarfornleifafræði verði að „koma út úr skápnum“ og hætta á að spyrja nýrra spurninga (Ransley 2003, bls. 146, þýð. höfundar). Hér á eftir munu orð Flatman verða notuð sem innblástur fyrir umfjöllun um karlmennsku um borð í Pandóru. Þar sem ekki er rúm til þess að rýna í allar þær mögulegu birtingarmyndir karlmennsku sem ræddar hafa verið hér að ofan verður umfjöllunin takmörkuð að mestu leyti við það að skoða hvernig hinar mismunandi stéttbundnu karl- mennskur, heiðursmaðurinn og grófi vinnumaðurinn, mótuðu orðræðuna um karlmennskur um borð. Athugað verður hvernig þessi stéttaskipting hafði áhrif á valdboðin um borð en einnig hvernig þessi stéttaskipting olli því að mismunandi gerðir kalmennsku voru bundnar við tiltekna hluta skipsins. Einstaka þættir orðræðunnar voru opnir sumum körlum á skipinu en aðrir ekki. Einnig verður athugað hvernig neysla á ákveðinni efnismenningu varð til þess að til urðu mismunandi kynjaðir heimar um borð. Karlmennska um borð í Pandóru Á 18. öldinni voru nær allir höfuðsmenn í sjóhernum af yfirstéttum og sömuleiðis flestir liðsforingjar og aðrir yfirmenn (Lewis 1960, bls. 228- 229). Höfuðsmaðurinn og liðs- foringjarnir voru kallaðir hinir skipuðu yfirmenn því þeir voru skipaðir með bréfi konungs. Skipuðu yfirmennirnir höfðu aðgang að setustofu og borðsal yfirmannanna (e. wardroom) og voru vanalega kallaðir „afturþilfars“ (e. quarterback) því þeir höfðu einir rétt til að ganga á afturþilfari skipsins (Lewis 1960, bls. 24). Þessir „afturþilfars“ yfirmenn voru yfirstéttin um borð og ætlast var til þess að þeir væru heiðursmenn og hegðuðu sér sem slíkir (Lewis 1960, bls. 240). Hið félagslega stigveldi skiptist því á milli þeirra sem voru afturþilfars og þeirra sem sváfu og borðuðu á neðra þilfarinu, þeirra óbreyttu sjóliða sem í daglegu tali voru kallaðir „lægraþilfars“ (e. lowerdeck) (Lewis 1960, bls. 24). Samhliða þessu félagslega stigveldi var annað sem kalla má hið atvinnutengda stigveldi þar sem stétta munur var ekki einungis lagður til grundvallar heldur einnig starf um borð, aldur og reynsla (Lewis 1960, bls. 228). Hver einasta manneskja og hvert einasta starf um borð var gaumgæfilega metið (Rodger 1988, bls. 25). Munur var gerður á þeim sem voru reyndir sjómenn og þeim sem voru það ekki (Thrower 1972, bls. 45). Aldurinn gat einnig skipt máli. Elsti maðurinn um borð var vanalega höfuðsmaðurinn og honum næstir í aldri voru undir- foringjarnir. Ekki var óalgengt að sjóliðar í breska flotanum væru annað hvort rétt undir tvítugu eða rúmlega þrítugir, auk nokkurra eldri manna og mun yngri drengja (Rediker 1987, bls. __________ 124 Að opna öskju Pandóru 156). Skrá yfir áhöfn Pandóru og launagreiðslur gefa til kynna að aldursdreifingin um borð hafi verið meira eða minna dæmigerð fyrir sjóherinn. Edwards höfuðsmaður var elsti maðurinn um borð, 48 ára gamall (Queensland Museum 2009). Dvalarstaðir höfuðsmannsins, annarra yfirmanna og sjóliðanna voru æði misjafnir. Ætlast var til þess af sjóliðunum að þeir hengdu upp hengi- rúmin sín þegar um borð væri komið á neðra þilfarinu. Hengirúmin voru oft mjög nálægt hvert öðru og oftar en ekki var einungis um hálfur meter á milli fleta (Thrower 1972, bls. 76). Ef hafðir eru í huga þeir auka menn og birgðir sem voru um borð í Pandóru, vegna óvenjulegs verkefnis hennar, má ætla að enn minna bil hafi verið á milli rúma á neðra þilfarinu en sá hálfi meter sem nefndur var hér að ofan (Gesner 2000a, bls. 4). Undirforingjarnir og höfuðs- maðurinn höfðu hins vegar mun betri aðstöðu. Höfuðsmaðurinn hafði sína eigin káetu á efra þilfarinu sem vanalega var kölluð „stóra káetan“ (e. Great Cabin) á meðan undirforingjarnir höfðu káetur í skuti skipsins á neðra þilfarinu þar sem þeir borðuðu einnig (e. wardroom) (Lewis 1960, bls. 234). Um borð í Pandóru voru það siglingafræðingurinn, gjaldkerinn og læknirinn sem fengu eigin káetur í skutinum auk liðsforingjanna þriggja (Illidge 2002, bls. 72; mynd 3). Segja má að hinar mismunandi vistarverur hafi grundvallað mis- munandi gerðir karlmennsku um borð m.t.t. munaðar. Eins og greint var frá áðan gat munaður verið merki um skort á karlmennsku en þessi munur var káetu sinni á efra þilfarinu niður á það neðra því stóra káetan var gerð að einskonar __________ 125 Sindri Ellertsson Csillag Mynd 2. Tvær birtingarmyndir karlmennsku á sjó: liðsforinginn (t.v) og sjómaðurinn (t.h). Lagfært frá: Rodger 1988, bls. 222-223 (myndir 7 og 8).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.