Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Síða 127

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Síða 127
gróðurhúsi til að hýsa græðlinga brauðaldintrjáa (Dening 1992, bls. 19- 20). Tilfærsla Bligh aflaði honum þó engra vinsælda hjá undirsátum hans og útkoman um borð í Bounty varð í reynd þveröfug við Pandóru. Bligh höfuðsmaður missti vald sitt yfir áhöfninni og á endanum olli það uppreisn á skipinu (Dening 1992, bls. 61). Ástæðuna fyrir þessum mis- munandi útkomum á tilfærslum er hugsanlega hægt að rekja til ólíkrar stöðu undirforingjanna og höfuðs- mannsins í stigveldinu um borð. Bligh var æðsta yfirvaldið á skipinu en undirliðsforingjarnir á Pandóru voru það ekki, en þó kom þar meira til. Segja má að sama myndlíking hafi átt við um borð í skipum og á heimilum. Inni á 18. aldar heimilunum gat aðeins heimilisfaðirinn verið sjálfstæður og óháður og að sama skapi gat aðeins höfuðsmaðurinn verið sjálfstæður og óháður á skipunum. Hlutskipti og boðleiðir valdsins um borð ultu því á hæfni höfuðsmannsins og getu til að flytja þennan hluta karlmennskuorðræðunnar og þar hefur aldurinn einn getað skipt sköpum. Eins og sagt var frá áðan var höfuðs- maðurinn yfirleitt elstur um borð. Svo var því einnig farið um borð í Pandóru en þannig var málum einmitt ekki háttað um borð í Bounty því þar voru nokkrir menn sem voru eldri en Bligh og varð það til þess að veikja stöðu hans sem „faðir skipsins“ (Dening 1992, bls. 26). Þegar ofan á það bættist að Bligh varð að fara úr káetunni sinni til undirforingjannna einmitt stétt- bundinn. Hinar íburðarmeiri vistarverur yfirmannanna um borð hefðu því getað verið séðar sem skortur á karlmennsku af sjóliðunum á neðra þilfarinu. Skipið var svo vel búið vistum þegar það fór áleiðis til Tahítí að a.m.k. tveir undirforingjar urðu að yfirgefa sínar eigin káetur og sofa á meðal óbreyttu sjóliðanna á neðra þilfarinu svo hægt væri að nota káetur þeirra sem birgðageymslur. Læknirinn Hamilton komst svo að orði að undirforingjarnir hefðu sýnt „mikla karlmennsku“ með fórnfýsi sinni (Thomson 2008, bls. 110, þýð. höfundar). Við það að vera gert að fara úr káetum sínum og sofa á neðra þilfarinu ásamt sjóliðunum gafst þessum undirforingjum tækifæri til að flytja eiginleika karlmennsku sem allajafna samrýmdust ekki stétt þeirra sem yfirmenn, en þeir hlutu fyrir vikið náð fyrir augum sjóliðanna. Því má segja að ákveðnir hlutar orðræðunnar hafi verið bundnir við ákveðna hluta skipsins. Ef menn flökkuðu á milli skipshluta urðu þeir að flytja mismunandi hluta orðræðunnar eftir því hvar þeir voru staddir, í tilviki undirforingjanna urðu þeir að flytja karlmennsku hins grófa vinnumanns og afsala sér þeim munaði sem fólst í eigin káetu í borðsal undirforingjanna. Tilfærslur eins og þessi um borð í Pandóru voru ekki einsdæmi því ámóta tilfærslur höfðu átt sér stað um borð í Bounty. Þar var það hins vegar William Bligh höfuðsmaður sem færði sig úr varð enn erfiðara fyrir hann að flytja hlutverk hins sjálfstæða, óháða heimilisföður. Eins og áður sagði var __________ 126 Að opna öskju Pandóru Edwards höfuðsmaður um borð í Pandóru bæði einn í káetu sinni og um leið elstur um borð. En svo virðist sem Edwards höfuðsmaður hafi einnig fest stöðu sína í sessi með öðrum ráðum. Borðbúnaðnum sem fundist hefur um borð í Pandóru og ætlaður var til daglegra nota má skipta gróflega í tvo flokka, geymsluílát og framreiðsluílát, en þau eru birt í töflunni hér að framan. Af geymsluílátunum eru svokallaðar grenikrukkur stærsti flokkurinn. Þessar grenikrukkur voru úr jarðleir, tin- glerjaðar og í þeim var bragðgrunnur, einskonar síróp, úr greni sem notaður var til að brugga bjór (Campbell og Gesner 2000, bls. 107-108). Drykkur sem Hamilton læknir sagði að væri „hinn dásamlegasti drykkur“ (Thomson 2008, bls. 94). Framreiðsluílátin sem fundist hafa samanstanda af diskum, fötum og öðrum matarílátum úr hvítum jarðleir, svokölluðu creamware, sem varð algengt á síðari hluta 18. aldar. Bollar og undirskálar sem ætluð voru til tedrykkju hafa fundist úr jarðleir, pearlware, sem var tilraun breskra leirkerasmiða til að herma eftir kínversku postulíni. Einnig hafa fundist um borð tebollar og undirskálar úr postulíni. Stór hluti creamware ílátanna var í stíl sem kallast Royal Pattern sem byrjað var að framleiða árið 1783 __________ 127 Sindri Ellertsson Csillag Mynd 3. Efra og neðra þilfarið á Pandóru. Lagfært frá: McKay og Coleman 1992, bls. 52-56 (teikningar D2/5 og D2/8).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.