Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Blaðsíða 152

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands. - 01.05.2012, Blaðsíða 152
megi deila um áreiðanleika þeirra, gefa þær okkur nokkra innsýn í heim sem er að mörgu leyti ólíkur okkar, en e.t.v. líkari þeim sem landnámsmenn bjuggu við. Eitt af því sem ritheimildirnar gefa til kynna og gagnlegt er að hafa í huga þegar kumlin eru skoðuð er hve gripir gegna áberandi hlutverki í samfélaginu og hve nánin tengsl virðast vera á milli manna og hluta – sem einnig birtist okkur í kumlunum. Sú mynd sem ritheimildirnar gefa er af samfélagi þar sem félagstengsl af ýmsu tagi, pólitísk tengsl, stofnanir og valdasambönd eru mynduð, treyst og viðhaldið með því m.a. að byggja þau eða fela í hendur efnislegum hlutum (gjöfum). Hávamál sem og margar sagnanna gefa í skyn að gjafaskipti hafi verið viðurkenndur og mikilvægur hluti af samfélagskerfinu þar sem gjöfin og afhending eða viðtaka hennar markaði ekki endapunkt samskipta heldur fremur upphaf tengsla sem svo þurfti að viðhalda með frekari gjafaskiptum (sjá Gurevich, 1992; Hauken, 1991; Samson, 1991; Vestergaard, 1991). Eðlilegt verður að teljast að menn hafi nýtt sér slíkar „framlengingar“ á eigin virkni eða áhrifamætti í dreifbýlu samfélagi. Enda gefa heimildirnar ennfremur til kynna að hlutir eða gjafir voru ekki aðeins hlutlægir tákngervingar, eða stað- genglar, afstæðra félagstengsla heldur voru hlutirnir sjálfir grundvallarþættir sambanda og efnislegar staðfestingar þeirra. Gjafaskipti koma fyrir í ýmsum samhengjum en virðast gjarnan tengd helgisiðum í tengslum við umbreytingar (e. transitional moments) í lífi einstaklings, eða það sem Arnold van Gennep (1960 [1909]) kallaði „the rites of passage“. Það eru helgar athafnir eða sviðsetningar í tengslum við t.d. fæðingu, hjónavígslu eða dauða, þar __________ 152 Fé og frændur í eina gröf Mynd 2. Hrosskuml á Hrífunesi. Kumlið er óvenju vandað, umlukið einfaldri hleðslu vatnssorfinna steina. Hesturinn var búinn haugfé en í gröfinni fundust mél og gjarðarhringja (Kristján Eldjárn, 2000:254). sem sjálfs- og félagsvitund (e. self- and social identity) viðkomandi einstaklings og tengls hans við aðra breytast eða riðlast. Sumar af þessum athöfnum, eins og þær sem tengjast dauða, kalla því á að hlutaðeigandi einstaklingar eða samfélag komi saman í þeim tilgangi að breyta, viðhalda eða treysta þau tengsl sem í húfi eru. Það má gera ráð fyrir að þessu hafi verið á sama veg farið í forkristnu samfélagi hér á landi þar sem kuml finnast gjarnan í námunda við bæi eða má jafnvel tengja við ákveðna bæi (sjá Adolf Friðriksson 2004a). Ritheimildir gefa jafnframt til kynna að greftrun hafi gjarnan verið í höndum fjölskyldu og aðstandenda. Í sögunum birtist einnig sú hefð að halda mönnum erfi þar sem mikill fjöldi var saman- kominn, stundum dögum eða jafnvel vikum saman, og gestir voru gjarnan leystir út með gjöfum í kveðjuskyni. Við lát einstaklings er óhjákvæmilegt að ójafnvægi komist á þau félagstengsl eða innan þeirra stofnana sem viðkomandi átti hlut að. Dauðinn kallar því á að hlutaðeigandi aðilar komi saman yfir jarðneskum leifum hins látna og miðli málum eða treysti böndin, meðal annars í gegnum þá formlegu athöfn að miðla gripum, þ.e. að gefa eða þiggja gjafir. Greftrunin sem slík var því ekki (bara) helg athöfn, eins og við þekkjum í dag, heldur ekki síður pólitískur vettvangur. Taka þurfti ákvarðanir um örlög nafntogaðra eða dýrmætra gripa í eigu hins látna. Hver skyldi taka við ábyrgð hins látna í tilteknum samböndum eða stofnunum með því að þiggja formlega viðtöku sverðs eða nælu? Eða, á hinn bóginn, hvaða hlutir eða dýr eiga að fylgja hinum látna í dauðann? Að erfið gæti enst svo dögum eða vikum skipti er skiljanlegt þar sem varla var einhugur um hvernig málum skyldi háttað. Það átti til dæmis við um greftrun Gunnars sem lýst er í Njálssögu, en Rannveigu og Högna greindi þá á um örlög atgeirsins. Rannveig, móðir Gunnars, vildi halda honum til hefnda fyrir Gunnar en Högni vildi að atgeirinn fylgdi föður hans til Valhallar (Jón Böðvarsson, 1971). Við þekkjum hlutverk atgeirsins í framvindu sögunnar, og þótt Högna og Rannveigu greini á undirstrikar afstaða þeirra í raun hið sama: að Gunnar og atgeirinn eru eining. Aðskilin er einingin ófullkomin og því ætti atgeirinn að fylgja Gunnari í gröfina. Á sama tíma getur atgeirinn, sem hluti af Gunnari, fullkomnað hefnd hans. Að beina sjónum að þessu myndmáli sagnanna er gagnlegt vegna þess að það gefur í skyn viðhorf til efnismenningar sem er okkur framandi og undirstrikar hvernig hlutir virka – hvernig hlutir gátu verið órjúfanlegir partar af pólitískum samböndum, vináttutengslum og einstaklingum, og á lífsleið sinni gátu sér eigið orðspor og vitund. Þetta er mikilvægt að hafa í huga við túlkun kumla vegna þess að það undirstrikar mikilvægi þess að horfa á kumlið sem heild eða einingu, og í stað þess að einblína á það hvað einstakir þættir þess eru sé horft á hvernig þeir hafa orðið hluti af einmitt þessu mengi (sjá Holtorf, 2002, 55). Aðdráttarafl __________ 153 Þóra Pétursdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171

x

Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ólafía : rit Fornleifafræðingafélags Íslands.
https://timarit.is/publication/1111

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.