Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 6
JÓNAS GUÐMUNDSSON:
Vakna
Vor kynslóð stendur enn við opna gröf,
og enn sem fyr
um leiðsögn yíir harmsins trylltu höí
hún hrædd og fehntruð spyr.
Tómas Guðmundsson
(Hátíðaljóð aldarafmælis Prestaskólans 2. okt. 1947)
1r ársbyrjun 1943 barst liingað til lands ný
bók eftir Adani Rutherford, sem á ensku
heitir „The Great Pyramid its Christian
Message to all Nations and its Divine Call
to the British Empire ancl U. S. A. with
Iceland.“
Þessi bók, sem segir á mjög svo alþýðleg-
an hátt frá hinu helzta, sem menn nú vita
um táknmál Pýramídans mikla á Egvpta-
landi, var þýdd á íslenzku og kom ut hjá
Bókaútgáfu Guðjóns Ó. Guðjónssonar ár-
ið 1945. í bók þessari er dálítill kafli um
ísland (bls. 119—126). Því miður hefir þeim
kafla verið gefinn of lítill gaunmr, enda
má e. t. v. segja að það sé nú fyrst, sem sá
tími er að nálgast, að íslenzka þjóðin fái
skilið þá aðvörun, sem henni er þar gefin.
Það er ætlunin i þessari ritgerð að athuga,
út frá því sjónarmiði, sem í grein Rutherfords
er sett fram, hagi og háttu íslenzku þjóðarinn-
ar eins og þeim nú er komið í aðaldráttum
og benda, að einhverju leyti, á hættuna
framundan meðan það kannske er ekki enn-
þá of seint.
Eins og kunnugt er liefir Rutherford hald-
ið því fram um mörg ár — og það löngu
fyrir síðustu heimstyrjöld — að tvær smá-
þjóðir, íslendingar og Gyðingar, mundu
koma mjög við sögu þegar dregur að lokum
aldaskipta þeirra, sem samkvæmt spádóms-
mælingum Pýramídans mikla og tímatals-
spádónmm Biblíunnar eiga fram að fara á
40 ára tímabilinu frá 1954 til 1994. Hann
benti fyrstur allra manna á það hversu allt
var samfara um lausn Palestinu úr höndum
Tvrkja og sjálfstæði íslands árið 1918 og
hefi ég skrifað nokkuð um þetta atriði í bók,
sem ég gaf út 1941 og heitir „Spádómarnir
um Island.“ Vil ég ráða mönnum til að
eignast þá bók og lesa hana nú hafi þeir eigi
gert það fyr. í kaflanum, sem fjallar um ís-
land í áðumefndri bók Rutherfords, sem á
íslenzku heitir: „Boðsk apur Pýramídans
mikla, spádómar hans um hlutverk Bret-
lands, Bandaríkjanna og íslands,“ er lítil-
lega vikið að þessu atriði, og segir þar á
þessa leið:
„í þessu sambandi er rétt að staldra við
og líta á eitt atriði í tímaskránni. Þjóðflokk-
ar þeir, sem Guð hefir fyrirbúið þátttöku
4 DAGRENNING