Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 7

Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 7
í vígzlu nýskipanarinnar, koma, samkvæmt því, sem Pýramídinn sýnir, á áhrifasvæði granitsins (í Pýramídainum) árið 1918. Þá höfðu hinar miklu engilsaxnesku þjóðir brezka samveldisins og Bandaríkjanna lengi verið lausar undan yfirráðum og kúgun, en því var ekki þannig farið um ísland og Palestinu, heimkynni hinna tveggja þjóð- anna, sem starfa eiga að vígzlu hinnar „nýju jarðar.“ En undir lok ársins 1918 fengu bæði þessi lönd frelsi. Palestína var öll leyst úr aldalangri ánauð í lok heimstyrjaldar- innar miklu, en ísland, sem þó var ekki stríðsaðili, var levst undan margra alda yfir- ráðurn, áður en þrjár vikur voru liðnar frá vopnahlésdeginum, • eða hinn 1. desember 1918, sem síðan er árlega haldinn hátíðlegur sem þjóðfrelsisdagur íslendinga. FramfaT- irnar, bæði á íslandi og í Palestínu, hafa ver- ið með eindæmum, og gagnbreytingar frá þeirri aídagömlu kyrrstöðu, sem ríkt hafði fram að þessum tíma.“ (Lbr hér). í þessurn sama kafla minnist höf. á hvert hið veglega hlutverk íslands og Palestínu muni verða þegar nýskipanin hefst. Hon- um farast svo orð í því sambandi: „í Jesja 24, 14—16. er oss sagt frá land- fræðilegri afstöðu heimalands þeirra, sem forustuna liafi í vegsömun og þakkargjörð til Guðs, þegar árásarþjóðirnar miklu, sem „unna ófriði“ hafa verið gersigraðir og „ný- skipanin," þar sem engar sri'rjaldir eru,heldur innreið sína. Rannsóknir vorar hafa leitt í ljós, að það eru Bretlandseyjar og ísland í heild, en þó sérstaklega ísland. í spádómsstíl nefnir 68. sálmurinn þá þjóð Benjamín, sem þá eigi að hafa frumkvæðið um vegsömun- ina, ísland er því Benjamín nútímans, Benja- mín spádómanna, og samkvæmt framan- nefndum atriðum, sjáum vér, að nafnið er mjög við hæfi, því að ísland er í dag á ýmsan hátt í sömu aðstöðu gagnvart öðrum kristnum þjóðum í Evrópu, eins og Benja- mín var gagnvart öðrum ættkvislum ísraels til forna, og það er eftirtektarvert, hve eðlis- einkenni íslendinga og hinna fornu Benja- mínsarfa eru lík. í stjórnmálalegu tilliti er ísland vitanJega allt of létt á metaskálunum, til þess að áhrifa þess gæti, eða það fái nokkru ráðið um stofn- un og fyriikomulag nýskipanarinnar meðal þjóðanna. Breska heimsveldið og Bandaríki Norður-Ameríku munu fá meginheiðurinn af því viðfangsefni. En það er á færi örsmárrar þjóðar, eins og íslendinga, að tendra það Ijós, sem valdið gæti andlegri endurvakningu er breiddist út meðal margra þjóða. (Lbr. hér.) Enda segir Biblían sjálf, að í andlegum efn- um „hafi Guð valið hið veika í þessum heimi til þess að hafa áhrif á þá máttugu ... til þess að ekkert hold sé dýrðlegt í návist hans.“ í andlegum efnum hefir Guð þráfaldlega notað mjög .umkomulitla menn til þess að vekja stórar þjóðir, á sama liátt gæti smá- þjóð, sem þrungin væri andlegum krafti, haft voldug áhrif á allan hinn kristna heim. Þeg- ar þessi mikla endurvakning, sem Biblían segir að veitt muni öflugt brautargengi, fyrir milligöngu guðlegrar frelsunar, hefir náð út- breiðslu meðal margra þjóða, þá heitir Guð, að Jerúsalem, staður dauða og upprisu frels- arans, skuli gerð að kirkjulegri hófuðborg heimsins. (Lbr. hér.) (Lesið Jesaja 2, 1—4 og Jeremía 3, 17.) Á þessum tíma niunu Gyð- ingar taka að koma svo á beri fram á sjónar- sviðið og taka sinn þátt í vígslu hinnar nýju skipunar, eins og lýst hefir verið hér að framan. Það er til undirbúnings þessa, að Guð hefir séð um liraðfara endurhvarf Gyðinga til Palestinu á síðasta aldarfjórðungi." * Við lestur þessara „spámannlegu" orða hlýtur manni að verða hugsað til Jieirra DAGRENNING 5

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.