Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 11

Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 11
stórfelld og einstæð handleiðsla Gnðs var á landi voru og þjóð í ófriðnum, til þess það rættist í sem bókstaflegustum skiln- ingi, sem Rutherford lét um mælt, er hann sagði, að með verndun íslands væri Guð að færa sönnur á „hvernig hann verndar lít- ið og vamarlaust ríki í veröld, sem öll er grá fyrir járnum." \7ér höfum fjölmörg dæmi um hver urðu hlutskipti margra annara smáþjóða í síðasta ófriði. Þó sterk og öflug stórveldi tækju þau undir vernd sína urðu þau ýmist orustu- völlur eða þjóðirnar liðu miklar þjáningar. En ísland slapp við það allt. Það mætti ætla, að þjóðin hefði séð þetta og þakkað að verðleikum. En hverjum bar að þakka? Átti hún að þakka Bretum h'rir að hernema landið þvert ofan í mótmæli Alþingis, sem voru fvrsta plaggið, sem rétt var að stjórnarvöldum Breta þegar bTeski herinn fieshði íshnd undan yfÍTVofahdi áiás Þjóðveija fiá Noiegi voiið 1940? Eða átti að þakka Bandaríkjunum sem „neyddu okkur til þess að láta sér í té bækistöðvar hér“ til þess þau gætu frekar veitt Bretum — og síðar Rússum — lið í styrjöldinni? Hin dæmalausu „mótmæli" Alþingis í tíma og ótíma, sem áttu að vera „skynsamleg taktik,“ slunginna pólitík- usa, en voru hrein vitlevsa, gerðu auð- vitað alveg ókleift að sýna þessum tveim stórþjóðum nokkurn þakklætisvott fyrir vernd þeirra og frelsun undan dráps- tækjum Þjóðverja. Fvrirsvarsmenn íslenzku þjóðarinnar liafa því ekki séð sér fært — og ekki getað það vegna fvrri klókskapar síns í stjórnmálum — að færa þessum stórþjóðum nokkurt þakklæti fyrir vernd þá, er þær veittu okkur í síðustu styrjöld. Það er mjög illa farið en við því verður ekki gert eins og komið er. Og látum það þá svo vera. En einum gátum við þó þakkað, án þess að fá kinnroða af vegna fyrri framkomu. Einn var sá, sem öllum frekar hafði haklið hlífiskildi vfir þessu útskeri og hinum fáu hræðum, sem.byggðu það. Það var sá Guð, sem við minnumst á í þjóðsöng vorum, sá Guð, Jesús Kristur — sem við tókum oss að konungi og leiðsögumanni fyrir hartnær þúsund árum á sjálfu Alþingi? En höfum við þá þakkað honum? Ég skal þar ekki segja neitt um hvern einstak- ling. Vafalaust eru þeir nokkrir, sem það hafa gert. En þjóðin í heild? Því er fljótsvarað. Ilvorki ríkisstjórn, Alþingi né kirkja hefir á nokkurn hátt átt hlut að því að þjóðin þakk- aði sameiginlega þá handleiðslu, sem hún hlaut í styrjöldinni. Um þá vanrækslu eru tveir aðilar sekasatir en það eru kirkjan og ríkisstjórnin — og þá alveg sérstaklega kirkj- an. Þess er tæpast að vænta að forusta í þeim efnum komi frá Alþingi. Þess vegna skal það undanþegið ákærum af því tagi. Hugsum okkúr að einhver þingmanna hefði gerst til þess að flytja t. d. þingsályktun um almennan bænadag í tilefni þess hve Island og íslenzka þjóðin hefði sloppið vel frá flestum ógnum styrjaldarinnár. Mér er sem ég sjái háðsglottið og upplitið á þing- heimi þegar þeirri tillögu hefði verið útbýtt á Alþingi. Og örlög hennar hefðu þegar verið ráðin. Þau hefðu orðið þessi: Ein um- ræða hefði verið ákveðin, en sú umræða hefði aldrei farið franr. En snúum oss þá að hin- um aðilunum — ríkisstjórninni og kirkjunni. í mörgum svonefndum kristnum menning- arlöndum gengst ríkisstjórnin stundum fyr- ir slíkum bænadögum og það er alveg sama hvaða stjóm er við völd því þetta er þjóðar- siður þar. Þannig er það t. d. í Bretlandi, Bandaríkjunum og Svíþjóð, þrem mestu menningarlöndum lieimsins. Ríkisstjórnin íslenzka hefði þess vegna vel getað gert það í samráði við forseta að fyrirskipa einn slík- an þakkargjörðardag að ófriðnum loknum. DAGRENNING 9

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.