Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 21

Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 21
þau hafa her í Þýzkalandi, ef við hefðum ekki séð sóma okkar í að gera hann. íslenzka þjóðin getur því engrar þakkar vænst fyrir það frá neinum. Hún hefir hins vegar alveg brugðist þeirri skyldu sinni að leggja sitt lið fram í baráttunni við „mvrkra- völdin“, nazismann og kommúnismann. Dekrið við kommúnismann hefir fram til síð- asta árs verið svipað og nazistadekrið áður. Ef íslenzka þjóðin hefði skilið vitjunartíma sinn um það bil og ófriðnum lauk að fullu, í ágústmánuði 1945, og hefði hún þá látið sér skiljast, að raunuverulega voru þá aðeins þáttaskipti í ófriðnum, en enginn varanleg- ur friður fenginn, og að frá þeim tíma hófst undirbúningurinn undir - loka-átökin milli Engilsaxa og Rússa, og ef hún þá hefði hagað sér samkvæmt því, væri öðruvísi umhorfs í íslenzkum þjóðmálum en nú er. Þjóðin hefir borið kápuna á báðum öxlum. Forustulið hennar og hún sjálf hefir sýnt heigulshátt og fyrirlitlcga tækifærisstefnu í framkomu sinni út á við, í þeim málum, sem mestu skipta, og þetta hefir hún gert vegna þess, að forusta hennar er á allt of mörgum sviðum taglhnýtingur hins rúss- neska kommúnisma, sem hér er dýrkaður í laumi af nærri því öðrum hverjum manni í landinu. Þó íslendingar séu smáþjóð verða þeir að þora að taka afstöðu. Heigulsháttur og hlut- leysi duga ekki lengur. Þjóðin verður að hætta að tvístíga milli austurs og vesturs, og hún verður að skipa sér ákveðið í þann ílokk, sem hún finnur að hún á heima í, og það er alger óþarfi að vera að bíða eftir öðrum þjóð- um eða spyrjast fyrir um livað þær liyggist fyrir. Við getum þar engrar leiðsagnar notið hjá Norðurlandaþjóðunum hinum. Væru þær í okkar sporum mundu þær ekki hika eitt augnablik, en þær eru í vanda, því hinn rúss- neski hrammur getur skollið á þeim hvaða dag, sem vera skal. íslendingum bei tafaríaust að skipa séi 1 sveit hinna vestrænu þjóða og beijast með þeim til þrautar gegn hverskonai andlegum og eínislcgum kúgunartilraunum, sem gerðar kunna að verða. Það er með öllu ósæmilegt, að afkomendur hinna gömlu vík- inga, sem námu Island, skipi sér í sveit aust- rænna harðstjóra og fylli flokk þeirra, sem vinna lönd með lygum og undirróðri. Það hlýtur að koma til fullnaðar reikningsskila við hina íslenzku fimmtu herdeild — komm- únistana — og það þýðir ekkert að fresta því uppgjöri. Þau mál eigum við að gera upp einir og án allrar íhlutunar annarra, jafnvel þó kommúnistar sæki erlenda hjálp. Komm- únistar ætla sér að svifta alla þá, sem gegn þeim berjast, fyrst mannréttindum og síðan lífi eins og dæmin eru nú deginum Ijósari um með þeim þjóðum, sem orðin eru leppríki Rússa. Þar er hver sá maður líflátinn eða þrælkaður, sem leyfir sér að rísa gegn svikastarfsemi þeirra. X. Hér að framan hefi ég leitast við að sýna fram á hverjar villigötur íslenzka þjóðin er nú gengin út á, og að henni er ekki aðeins nauðsyn heldur lífsnauðsyn að breyta til þeg- ar í stað. Hinn ágæti íslandsvinur, Adam Rutherford, benti okkur á, að einmitt svona mundi fara, ef þjóðin brygðist skyldunni við sjálfa sig og Guð sinn. Það hefir hún gert, enda hefir öll hans spá rættst. Ég veit að margir muni reiðast þeim ádeil- um, sem hér eru bornar fram, en minnumst þess, að engin stórfelld læknisaðgerð er sársaukalaus, og að „sá er vinur, sem til vamms segir.“ Höfuðatriðið er, að þjóðin taki sinnaskipt- um, hverfi af braut lyga og blekkinga og rót- gróinnar efnishvggju til sannrar trúar, er lýsi sér í minna öskri og minni kröfum til ann- ara, en betri breytni einstaklinganna á öllum sviðum. Sumar þessar aðgerðir munu kosta DAGRENN I NG 19

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.