Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 29

Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 29
Hafði faiið að búa þeim stað og ætlaði að koma aftur og taka við þeim. — Hafði farið til þess að taka við konungsríkinu, sem heitið var og til þess að koma aftur. (Lúk. ig. 12) en þeir áttu að vera vottar hans um gjör- valla jörðu til þess að safna fólki og búa það undir að taka við honum, er hann kæmi í dýrðinni með hinum heilögu, til þess að verða Konungur konunganna og Drottinn drottnanna. I’eir skynjuðu að hin nýja köll- un þeirra, að boða komu konungs frá himni, konungs, sem hafði „allt vald á himni og jörðu“ var miklu veigameiri en starf liðinna ára, er þeir boðuðu „manninn Jesú Krist“, og fylgdu honum, „sem var fyrirlitinn og útskúfaður af mönnum.“ Herra þeirra var sannarlega breyttur, ekki aðeins í því hvernig hann birtist, — liann birtist nú stundum á einn hátt og einum stað, og aftur á annan hátt og á öðrum stað — heldur var liann einnig breyttur að ásigkomulagi eða eðli. Eftir uppiisuna kom það ekki fyiii að nokk- ui sæi hann á nokkuin hátt nema vinii hans og fylgjenclui. * Er Drottinn vor kemur aftur mun hann ekki birtast á sama hátt og hann gerði á þessum fjörutíu dögum eftir upprisuna;- en vér höfum orð hans fyrir því að „bræðurnir muni ekki verða í myrkri.“ Auk þess höfum vér leiðsögn, sem þeir höfðu ekki og gátu ekki haft á þeim tíma, þ. e. „kraft frá hæð- um“ til þess að beina oss á leið til skilnings á öllum sannleika, sem á að skiljast, og svo sem lofað er, að sýna oss það sem koma skal. Fyrir því öðlumst vér, í fyllingu tímans, skilning á háttum, tíma og aðstæðum, sem veiða engu síður sannfæiandi, ef vel er að gætt, heldur en sannanir þær, sem frumkirkj- an hafði fyrir upprisu Drottins. Sérstaklega skýrt kom lrið breytta eðli lians í ljós með því hvernig hann skildi við þá. „Ilann hvarf þeim synum. Hinn mann- legi líkaini úr holdi og beinunr o. s. frv. og klæðnaður hans, sem birtist skyndilega þótt dyrnar væru lokaðar, fór ekki út um dvrnar, lieldur blátt áfram hvarf eða leystist upp í þau efni, sem hann hafði verið mvndaður úr, fáeinum andartökum áður. Hann hvaif þcim sýnum og þeir greindu hann ekki leng- ur er holdið og beinin og fötin, sem liann hafði birzt í, var leyst upp, þótt hann hafi vafalaust verið hjá þeinr — ósýnilega ná- lægur, og það hefir hann einnig verið oft- ast nær þessa fjörutíu daga. Máttur sá, sem birtist hjá Drottni vorum, og englurn, til þess að mynda og leysa upp fötin, sem þeir birtust í, var jafn yfirnáttúr- legur eins og sköpun og upplausn líkamsgerf- anna er þeir tóku á sig, og líkamimir voru ekki andlegir dýrðarlíkamir þeirra fremur en fötin, sem Jieir voru í. Fötin sem hann birtist í við fyrrnefnd tækifæri hafa verið til þess gerð, og sennilega þau, sem bczt áttu við í hvert skipti. T. d. er líklegt að hann hafi verið í garðyrkjumannsfötum, er hann birtist Maríu í garðyrkjumannsgerfi. Sumir kristnir menn draga ályktanir af orðum Drottins vors um raunveruleika gerfi- líkamans úr holdi og beinum. Þeir telja að gerfilíkaminn liafi 'verið hinn andlegi lík- ami hans, og segja að andlegur líkami sé hold og bein, og alveg eins og mannlegur líkami að því undanteknu að eitthvað, sem ekki verður skilgreint, renni um æðar hans í staðinn fyrir blóð. Þeir virðast hafa að engu þá yfirlýsingu Drottins að þetta væri ekki andlegur líkanri — að í andlegum líkama væru hvorki hold né bein. Glevma þeir og orðum Jóhannesar: „Það er ekki ennþá orð- ið bert“ hvað andlegur líkami er og vér fá- um ekki að vita það fyrr en vér erum orðn- ir brevttir og líkir honum og sjáum hann, ekki eins og hann var heldur eins og hann er? (I. Jóh. 3. 2.) DAGRENNING 27

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.