Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 24
mynd langt út vfir takmörk Rússlands m. a.
með hinu nýstofnaða bandalagi kommúnista-
flokka allra þjóða. Tilgangur þess er alger
heimsyfirráð eins og berlega kernur fram í
þessum sama kápítula Biblíunuar og Rússar
miinu að lokum leggja til orustu við ísrael,
þ. e. Engilsaxa: „fara móti lýð mínum Israel
eins og óveðursský".
Frá hinu er einnig jafn greinilega sagt, að
þá muni allur ísrael hafa sanreinazt í eitt
voldugt þjóðabandalag. í því bandalagi verða
margar fleiri þjóðir en ísraelsmenn: „Þegar
ég safna saman hinum burtreknu (týndu) úr
ísrael muh ég og safna mörgum auk þeirra.“
Að því bandalagi er nú verið að leggja grund-
völlinn með hinum svonefndu Marshalls-
tíllögum.
Fyrir mér eru þessi sannindi miklu raun-
verulegri en hin svokölluðu vísindi mann-
kvnsins, sem sífellt eru að breytast frá degi
til dags og frá ári til árs. Það sem voru viður-
kennd vísindi í fyrra er vitleysa í ár því ný
sannindi hafa fundizt, sem kollvarpa fyrri
sannindum, sem þá augl jóslega hafa engin
sannindi verið heldur stundar-blekking.
Margir telja það firru eina að leita til trúar-
bragðanna um lausn hinna erfiðu þjóðfélags-
legu vandamála. Þeir telja, að þeir, sem það
gera, séu óraunsæir, og með þeirn hætti ná-
ist engin fullnægjandi lausn vandamálanna.
Þeir benda gjarnan á katólsku kirkjuna og
valdatíma hennar sem dæmi um hvernig fer,
ef trúin er látin ráða. Og í fljótu bragði sýn-
ast þessir menn hafa mikið til síns máls. En
er sú skoðun nú rétt? Fvrst er rétt að spyrja:
Hefir mannkvnið farið leið trúarinruir — leið
Krists? Svarið er: Nei! Sú þjóðfélagsbygging,
sem nú er að hrynja, er ekki bvggð á lögmáli
hans, heldur á hinu mikla viti mannanna
sjálfra. Katólska kirkjan hefir aldrei verið og
verður aldrei kirkja Krists. Hún er og hefir
alla tíð verið veraldleg stofriun, sem á sín-
um tíma gerði nákvæmlega sömu kröfur til
þess að ráða yfir hugsunum manna eins og
kommúnistaflokkur Ráðstjórnarríkjanna ger-
ir nú og nazistar gerðu áður í Þýzkalandi.
Hún annaðist það, sem Japanir nefna svo
ágætlcga, „hugsanaeftirlit“. Að katólska kirkj-
an hefir aldrei verið kristin stofnun sést best
á því, að hún lagði fvrrum blátt bann og
jafnvel líflátshegningu við því, að rnenn ættu
Biblíuna og læsu hana, og enn í dag er það
mjög miklum erfiðleikum bundið að eignast
Biblíuna í katólskum löndum, og katólskir
alþýðumenn lesa ekki Biblíuna.
Engilsaxneskar og norrænar þjóðir hafa
lítillega reynt að bvggja á grundvelli hinna
kristnu kenninga, cn því miður hefir þeim
mistekizt á mörgum sviðum og mest vegna
þess, að kirkjur þessara landa hvorki skilja
né viðurkenna, nema að nafni til, hina stór-
kostlegu þýðingu spádómanna bæði í Gamla-
og Nýja-testamenntinu fvrir trúarbrögðin.
Kirkjur þessara landa hafa því — að líkind-
um óafvitandi — unnið að þessu leyti gegn
trúarbrögðunum.
Flestir — og þar á meðal allar kirkjudeild-
ir — líta á kenninguna um „þúsundára rík-
ið“, ríki Krists, sem fjarstæðu, sprottna af
gamalli hjátrú, sem menn brosa nú góðlát-
lega að. Kirkjan lítur líka á „endurkomu
Krists“, sem úrelta kenningu. Hér á eftir er
grein eftir ritstjóra að brezku tímariti, F. B.
Edgell að nafui, um það efni, og hefir hún
vakið geysilega athvgli erlendis meðal þeirra,
sem um andleg mál hugsa. Um það atriðið
vísa ég til þeirrar greinar. Kenningin um
þúsundáraríkið er hins vegar nú óðurn að
skýrast fvrir öllum hugsandi mönnum. Komi
ekki það ríki mjög bráðlega mun mannkynið
fá aftur sömu útreið og það fékk „á dögurn
Nóa“, þegar það glataði vísdómi hinna löngu
horfnu daga og sökk smátt og smátt niður í
fáfræði og vesaldóm.
Eina vonin til þess að fram hjá þessu böli
verði komist er sú, að ísraelsþjóðin — þ. e.
22 DAGRENNING