Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 45

Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 45
látinnn í hlautbolla guðanna og eflaust þá hlaupið þar líka og orðið að blóðköku, því að nauniast hefir verið hrært í blóðinu, en þá hefir „hlaut“ þýtt kökur og síðar blóðkök- ur, og „hlautteinn" táknar þá upprunalega sama og hlautbolli síðar. Hof. Á hebresku er til orðið chupka, sem þýðir þak og hús brúðhjóna, og táknar þá hús með þaki eða aðalstofu húss, hátíðarsal- inn. Hof ætti því að þýða (hátíðar)hús með þaki yfir, og er það víst merking þess frá bvrjun. Hörgur. Orðið hörgur, er urn getur í sög- um vorum, á eflaust uppruna sinn að rekja til hebreska orðsins „harega,“ sem þýðir slátrun, og hefir verið þaklaust hús eða gerði franr eftir öldurn, hefir svarað til steingerð- anna ensku með sláturhellu eða fómarhellu í hringnum miðjum, en síðan hefir svo verið yfir gert og notað sem heimilis dýrkunar- staður, og því er getið um „hátimbraða hörga,“ og talað um „að brenna hörga,“ því að þá er auðvitað átt við hús. Guðmundur Einarsson. BÍLFLUGAN. í fréttum er nú stundum minnst á nýtt farartæki, sem ekki er ólíklegt að verði eitt algengasta og almennasta farártæki framtíð- arinnar, þegar tæknin hefir náð á því full- komnuni tökum. Það er hin svonefnda bíl- fluga. Iíún er í senn bíll og flugvél. Væng- ina má leggja aftur með skrokknum, þegar „ckið er í bílnum“, en þenja þá út og hafa veginn fyrir flugbraut, þegar t. d. þarf að fara yfir á eða fjall eða aðra torfæru. Einkenni- legt er að sá rnaður, sem einkum fæst við það nú að fullgera þetta tæki, er afkomandi liins fræga hugvitsmanns Roberts Fultons, sem fann upp gufuskipið, og náfrændi Edi- sons. Maðurinn heitir Robert Edison Fulton. MEIRI FRÆÐSLA. V.ð og við hefir það kornið fyrir, síðan ég hóf útgáfu Dagrenniugar, að rnenn hafa kom'ð að máli við mig og spurt mig, hvort ekki væri rétt að stofna til félagsskapar, þar sem menn reyndu sameiginlega að afla sér aukinnar fræðslu um þau efni, sem Dagrenn- ing er að flytja mönnurn. Ég hefi jafnan svarað því, að víst gæti slíkur félagsskapur komið að rniklu gagni fyrir þá, sem áhuga- samir væru, og sérstaklega mundi hann verða gagnlegur sem leshringur um ákveðin efni. Ég hefi fundið það á þeirn, sem við mig hafa talað, að þeim finnst, að það væri rnitt hlutverk að stofna til þessara samtaka, ef af þeim ætti að verða, og get ég fallist á það, þótt mér finnist nú sem ég hafi ærið nóg með Dagrenningu sem ofanálag á venjuleg störf mín. Ég vil þó ekki skorast undan því, að eiga þátt í að til slíks félagsskapar verði efnt, ef einhver verulegur áhugi skyldi fyrir því vera, og þess vegna vil ég hér stinga upp á því, að það fólk, sem áhuga hefði á þátttöku í slíku félagi og vildu verða með i stofnun þess, að senda Dagrenningu línu ásamt nafni og heimilisfangi, og mundi ég þá gera því aðvart, ef svo margir óskuðu þátttöku, að ég teldi rétt að efna til stofn- unar slíks leshrings eða félagsskapar. Ég tel, að eitt megingagn slíks félags- skapar gæti orðið það, að afla bóka og bækl- inga, sem út eru gefnir utan íslands um spádómsþýðingar Biblíunnar og önnur skyld efni, auk þess, sem erindi yrðu flutt við og við og viðræður færu fram á eftir urn efni erindanna. Þeir menn og konur i Revkjavík og Hafn- arfirði, sem vildu taka þátt í stofnun svona leshrings eða félagsskapar, eru beðnir að senda nöfn sín og heimilisföng í umslagi til mín fý'rir 1. desember n.k. Utanáskrift: Dagrenning, Revnimel 28, Reykjavík. J. G. DAGRENNING 43

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.