Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 12

Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 12
lín hvort tveggja mun nú vera, að þeirri ríkisstjóm, sem sat að völdum í stríðslokin, hugkvæmdist það ekki, og þó svo hefði verið, hefði málið verið óframkvæmanlegt vegna þess hvernig stjórnin var skipuð. Það stóð nefnilega þannig á, að einn af ráðherrunum í stjórninni var dæmdur guðlastari — Bp'nj- ólfur Bjarnason — og því óhugsandi að hann hefði fengist til slíkrar ákvörðunar, en málið varla frambærilegt nema um það væri al- gjört samkonmlag innan ríkisstjórnarinnar. Þannig verður að dæma ríkisstjórnina úr leik í þessu máli vegna guðlastarans, sem í þeirri ríkisstjórn réði yfir svo að kalla öllum fræðslumálum þjóðarinnar — þ. á. m. yfir guðfræðideild háskóhns — og það var hrein tilviljun, þegar stjórn þessi var mynduð, að puðlastarinn varð ekki „æðsti maður“ hinn- rr evangelisku, lúthersku kirkju á íslandi. Böndin berast því að hinni íslenzku þjóð- kirkju. Þegar Alþingi gerði ekki skyldu sína og ríkisstjórnin var óstarfhæf í þessu efni, vcgna hins dæmda guðlastara, sem hún liafði innan sinna vébanda, bar kirkjunni skvlda til þcss að taka málið í sínar hendur. Engin gat bannað kirkjunni að gangast fyrir almenn- ri þakkarguðsþjónustu um land allt af því tilefni, að ísland hafði sloppið á undursam- legan hátt út úr ógnum stvrjaldarinnar. Eng- inn gat bannað prestastefnunni að gera um það samþykkt, að allir prestar landsins skyldu hinn sama sunnudag flytja slíka þakkargjörð í kirkjum sínum og vafalaust hefði ríkisút- varpið ekki neitað kirkjunni um að flvtja fleiri eða færri af þeim messum þann sunnu- dag til þeirra, sem heima voru og komust ekki til kirkju. — Ef kirkjan hefði gert þetta, og þannig bjargað bæði eigin heiðri og heiðri ríkisstjórnar og Alþingis varð ekki að hennar gerðum fundið, þótt þjóðin hefði e. t. v. látið sig vanta í kirkjuna. Sú lofgjörð og þakkar- gjörð, senr þjóðinni var skylt að flytja,hefði þá verið flutt af þjónum hennar, prestunum, og meira \-arð ekki krafist af þeim. En þetta var ekki gert. Einstaka prestur mun þó hafa flutt slíka þakkargjörð í kirkju sinni ótil- kvaddur af æðri kirkjuvöldum og er það fullr- ar þakkar vert. En þjóðin sem heild gerði ekkcrt í þessa átt, annað en það að rífast og skammast yfir því hve seint gengi, að þeir menn snautuðu burtu úr landinu, sem höfðu varið það og verndað frá morðvopnum Þjóð- verja. Gengu sunrir kirkjunnar menn vel og dvggilega fram í þeirri ógeðslegu áreitni og verður sá smánarblettur, er þeir með því settu á íslenzku kirkjuna, aldrei af henni skafinn. Hinn ágæti íslandsvinur, Adam Ruther- ford, sem ennþá trúir því, að íslendingar eigi eftir að vakna í andlegum efnum, þrátt fyrir öll mistök þessara ára, vænti þess að kirkjan hefði fonstu um þessi mál. „Látið þettn mikla kall um þaklcargjörð og endur- vakningu hljóma hátt í séihveni íslenzkii kiikju“ — segir hann í grein sinni, er ég áður vitnaði til. En kirkjan hefir brugðist. Hún hefir ekki skilið vitjunartíma sinn. Hún hefir sofið á verðinum. Á henni hafa rættst orð spámanns- ins Jesaja: „Varðmenn ísraels eru allir blind- ir, vita ekki neitt, eru allir hljóðlausir liund- ar, sem ekki geta gelt, þeir liggja í draum- móki, þeim þvkir gott að lúra,“ (Jes. 56, 10). V. Þess var ekki að vænta, er kirkjan brást köllun sinni og skvldu um það, að hafa for- göngu um þakkargjörð til Guðs fyrir hina dásamlegu handleiðslu hans á þessari þjóð á styrjaldarárunum, að aðrir tækju ómakið af henni eða kæmu i hennar stað. Því er áð- ur lýst, að ekki mætti við því búast af Al- þingi né heldur af ríkisstjórn eins og högum var liáttað. Ef kirkjan brást gat því enginn haft forgöngu um þakkargjörð til Guðs fyrir hönd alþjóðar. En þó svo færi nú, að 10 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.