Dagrenning - 01.10.1947, Page 17

Dagrenning - 01.10.1947, Page 17
stefnu, öflugasta tæki þjóðarinnar til and- legrar viðreisnar og vakningar. VII. Hér hefir þá verið sýnt lauslega fram á það, hvernig þessir „varðmenn ísraels“ hafa sofnað á verðinum, einmitt þegar hættan er mest og nauðsvn þess að vaka og bíða morg- unsins var allra brýnust. Alþingi og ríkis- stjórn, kirkjan og háskólinn hafa brugðist gjörsamlega þeim skyldum, sem þeim bar að rækja fvrir þjóðina um andlega forustu, og í stað þess að leiða þjóðina á rétta braut, hafa forustu fyrir henni til hærra og betra andlegs lífs, liafa þessar stofnanir afvegaleitt liana og aflient fjandmönnum allrar sannrar menningar, kommúnistum, öruggasta og besta menningartæki þjóðarinnar, ríkisút- varpið, sem þeir hafa daglega notað nú um mörg ár til að sýkja þjóðlífið. Og árangurinn er líka augljós. íslenzka þjóðin er orðin gjörsamlega afkristnuð. Trú á Jesúm Krist er horfin svo að kalla nema meðal gamals fólks. Þjóðlífið er gegnsýrt af kommúnisma og hálfkommúnisma, sem heltekur sálir manna og gerir þá að dýrum. Kröfurnar til annara fara sífellt í vöxt en enginn gerir kröfur til sjálfs sín. Allir heimta af ríki og sveitarfélagi alla hluti bæði í tíma og ótíma. Hinn lágkúrulegi hugsunarháttur þjóðar- innar sást kannske bezt þegar skömmtunin var upp tekin og allir sem gátu ruku til að hamstra bæði þörfum varning og óþörfum. Drykkjuskapur, þjófnaður og hvers konar óknyttir og ómenning fer svo stórlega í vöxt, að engu tali tekur, en öll þjóðarfor- ustan stendur ráðalaus og sér enga leið út úr ógöngunum. Menn krefjast þess að Al- þingi og ríkisstjórn „geri eitthvað,“ en hvað gera skal, það segir enginn. Þess er krafist að fundin verði „ráð til úrbóta“ á þessu og hinu, en enginn bendir á ráðin, nema helzt kommúnistar, sem telja fólki trú um að allt batni ef „sósialismi" komist á, en „sósial- ismi“ þeirra er algjör andleg undirokun og líkamleg kúgun, ekki ósvipuð þeirri, sem átti sér stað á dögum þrælahaldsins. En er þá til nokkur leið út úr þessum ógöngum? Því er fljótsvarað. Hún er engin til nema þjóðin taki algemm sinnaskiptum —. algerri hug- arfarsbreytingu. Og þeirri hugarfarsbreyt- ingu tekur hún ekki fyrir aðgerðir „ofan frá“ þ. e. frá Alþingi, ríkisstjórn, kirkju, há- skóla og útvarpi, lækningin verður að koma innan að frá þjóðinni sjálfri, allri alþýðu manna, sem ein getur tekið slíkri hugarfars- breytingu. VIII. Mönnum kann nú að virðast það býsna liart, að ekki skuli mega ætlast til þess, að forustulið þjóðarinnar, bæði í andlegum og X'eraldlegum efnum, skuli geta tekið sinnaskiptum. En þetta er í rauninni mjög eðlilegt ef það er athugað nánar. Forustulið þjóðarinnar eru hinir svonefndu mennta- menn hennar, þ. e. háskólagengnir menn eða aðrir álíka lærðir þeim. Þessir menn hafa í æsku sinni og öll sín manndómsár talið sjálf- um sér trú um að þeir vissu í rauninni alla hluti betur en allir aðrir. Hin svonefnda vísindalega menntun nú á dögum hefir gert þá sjálfbyrgingslega og óhæía til þess að hrífast af hinni æðstu lífsspeki, sem ein- ungis fæst fyrir trú en ekki fyrir þekkingu, því þekkingin verður aldrei fullkomin. Hin svonefnda „æðri menntun" er því í rauninni eins konar andlegt sement, sem lrinar æðri menntastofnanir nota til að loka með and- legum skilningarvitum þeirra manna og kvenna, sem eru svo ólánssöm að ganga of lengi á hinni svonefndu lærdómsbraut. Öll viðleitnin til framfara beinist nú að hinni efn- islegu hlið mannlífsins, en hin andlega hlið þess er nálega einskis metin. Andlega hlið- DAGRENN I NG 15

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.