Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 43
þannig, að árið var talið byrja með nisan-
mánuðinum, en eftir það var laufskálahátíð
haldin í 7. mánuði ársins, 15.—21. mánaðar-
ins, en þó ekki alstaðar fyllilega á sama tíma,
heldur við lok uppskerunnar, og því stund-
um nokkru síðar í norðurhluta landsins,
í Israelsríki, en í suðurhluta þess, Judaríki.
En upprunalega mun þessi hátíð hafa verið
haldin hjá allri þjóðinni í októbermánuði
að okkar tali, eða hófst á tímabilinu 15.—21.
október.
II.
HJÁ NORÐMÖNNUM (Ísíendingum).
í Heimskringlu Snorra Sturlusonarsegirsvo
í Ynglinga sögu 8. kapítula: „Þá skyldi blóta
í móti vetri til árs, en at miðjum vetri blóta
til gróðrar, it þriðja at sumri, þat var sigur-
blót"
Þessi lög telur Snorri að Óðinn hafi sett
í landi sínu, „þau er gengit liöfðu fvrr með
Ásum.“
í skýringargrein Bjarna Aðalbjarnarsonar
við hátíðirnar þrjár í Ynglingasögu segir svo:
„Ekki verður vitað, hvenær misseraskipti
voru að fornu, fyr en á ofanverðri 12. öld. En
þá og síðan var fyrsti dagur \ etrar einhvem
daganna 11.—18. okt. miðsvetrarnótt 9.—16.
jan. og fvrsti dagur sumars 9.—15. apríl.“
„Þá skvldi blóta á móti vetri til árs,“ segir
Snorri, svo að þessi hátíð hefir verið háð ná-
lægt miðjum október að okkar tali, og er
haldin sem þakkarhátíð f\'rir liðið ár eða
fyrirbæn fyrir komandi ári, þar eð þetta er
„árs“-hátíðin.
„At miðjum vetri“ er svo haldið „blót
til gróðrar," sem óneitanlega virðist mjög
óeðlilegt, að gróðrar-hátíðin sé haldin um
miðjan vetur, annaðhvort hlýtur hér að vera
skakkt sagt frá hjá Snorra eða hátíðamafnið
— gróðrarhátíðin — er ættuð frá landi, þar
sem vorgróði liófst um þetta leyti árs. Þriðji
möguleikinn er þó sá til, að hátíðin liafi
verið flutt til á árinu, frá sumarbyrjun til
miðsvetrar, en hafi haldið sínu foma heiti,
þótt hátíðin væri nú haldin á öðrum tíma
og í öðrum tilgangi, líkt og árshátíðin held-
ur sínu nafni: „til árs“, þótt haldin sé um
vetrarbyrjun, „í móti vetri.“
Þriðja hátíðin — „sigurblót“hátíðin — var
háð í apríl, og hlýtur í norðlægum löndum
að hafa verið haldin til þess að fagna sumri.
Sennilega lielzt því nafnið „sigurblót" frá
einhverjum eldri tímum, en hefir glevmzt,
hvað hafi táknað í öndverðu, því að lítt
hugsanlegt er, að þakkarhátíð fyrir unna
sigra hafi verið haldin í sumarbyrjun.
III.
SAMANBURÐUR ÞESSARA ÞRIGGJA
HÁTÍÐA.
Þegar vér nú berum saman þessar hátíðir
ísraelsmanna og 'Norðmanna, þá er þetta
fvrst og fremst sameiginlegt, að hátíðirnar eru
lögákveðnar þrjár hjá báðum þjóðum; að
tvær hátíðirnar eru haldnar á sama tíma árs,
um miðjan október og miðjan apríl, en ein-
mitt það voru aðalhátíðir — sjö daga hátíð-
ir — ísraelsmanna, en svo ber á nrilli, „frum-
skeru“hátíð ísraelsmanna var háð í júní,
en hjá Norðmönnum er „gróðrar“hátíðin
haldin um miðsvetrarleyti eða í janúarmán-
uði. Öll fomu nöfnin hjá ísraelsmönnum
á þessum hátíðum eru varðveitt hjá Norð-
mönnum, þótt hátíðirnar séu haldnar í öðr-
um tilgangi hjá þeim og ein á öðrum tíma.
Laufskálahátíð ísraelsmanna var haldin
í „árslok" — að fornu ártali — og var þá
árshátíð þeirra. Norðmenn halda blót í móti
vetri „til árs,“ enda þótt byrjun árs hjá þcim
sé talin frá öðrum tírna eða miðvetri.
Miðsvetrarblót Norðmanna, sem í raun og
veru var nú árshátíð þeirra, fær þó ekki það
nafn, því að vetrarkomublótið hélt því nafni
óbreyttu, heldur er þessi ársbyrjunarhátíð
DAGRENNING 41