Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 19
um etnum, sérstaklega frá Svíþjóö. Norður-
lönd eru nú — eftir að Balkanlöndin og
Finnland hafa verið innlimuð í Sovietríkin
— næsti nágranni Rússa enda hafa þeir
í sífelldum hótunum við þessar þjóðir og
skipta sér æ nreira og meira af innanlands og
milliríkjamálum þeirra. Einstaka af fyrir-
svarsmönnum Norðurlandaþjóðanna og
sum blöð þeirra hafa því gerst til þess oftar
en einu sinni, að ganga beint og óbeint í lið
nreð hinum kommúnistiska áróðri hér á
landi, enda hafa kommúnistar óspart notað
þau ummæli, sem fallið hafa, til þess að
svívirða og tortryggja Bandaríkjamenn. Norð-
urlöndum er nokkur vorkunn en ekki er víst
að þeim verði betra, þegar til átakanna kemur
og Rússar hafa lagt þau undir sig, að hjálpin
til þeirra sé öllu fjær en á íslandi. Eins og
að líkum lætur eru það fyrst og fremst Svíar,
sem ásókn Rússa mæðir á, og þess vegna ber
okkur hér að gjalda varhuga við þeim rödd-
um, senr þaðan konra, og reyna að spilla vin-
fengi okkar og Bandaríkjanna.
IX.
Einhverjum kann nú að finnast, að ég sé
kominn býsna langt frá því efni, sem ég
upphaflega setti mér að fjalla urn í ritsmíð
þessari. En til þess að fá skilið til fulls hættu
þá, sem yfir vofir, verður ekki hjá því kom-
ist, að gert sé sem gleggst yfirlit um það
ástand, sem skapast hefir, og án þess ég
vilji ásaka þær forustustofnanir þjóðfélags-
ins, sem brugðist hafa, er öllum bezt að mál-
ið sé gert hreint upp, því fyrr er ekki hægt
að átta sig á því, sem er að gerast, og fyrr
verður heldur ekki snúið við á ógæfubraut-
inni.
Nú er það ein af mörgum staðreyndum í
heimi þessum, að ef vér brjótum þau lögmál,
sem vér sjálí vftum, að sett eru oss til heilla,
eða neitum að hlýðnast þeim, þá hlýtur þjóð-
in sem heild að taka á sig afleiðingarnar, —
að þola dórninn. „Komi blóð hans yfir oss
og börn vor“, sögðu prestar og leiðtogar Gyð-
inga þegar þeir heimtuðu af hinum heiðna
höfðingja, Pílatusi, að Kristur yrði kross-
festur. Með þeim orðum voru örlög þeirrar
þjóðar ráðin. Oss blöskra nú allar hörmung-
arnar, sem ganga yfir Þýzkaland. En það fólk,
sem nú tekur út þær þjáningar er sanra fólk-
ið og studdi Hitler á glæpabraut hans og
hrópaði „lifi foringinn!“ Það er á því sjálfu
og börnum þess og e. t. v. barnabömum, sem
hörmungarnar bitna. Þetta er fólkið, sem
hugðist að kúga aðra og drottna yfir öðrum,
senr nú er kúgað, réttlaust og fyrirlitið rneðal
þjóðanna. Svo nákvæmt er þetta lögmál
stundum, að nákvæmlega hið sama er við
það gert og foringjar þess hugðust gera og
gerðu við aðra. Margir minnast enn þeirrar
skipunar Hitles að merkja skyldi alla Gyð-
inga í Þýzkalandi þannig, að sauma gula
stjörnu á bakið á fötum þeirra. Síðan mátti
lýðurinn fremja livert það óhæfuverk á þeim,
sem honum sýndist. í vor var ég staddur í
Bristol í Englandi. Vinur minn, sem með
mér var, benti mér þá á þrjá unga og snotra
menn, sem stóðu þar við búðarglugga
skamrnt frá okkur, og segir: „Veistu hvaða
menn þetta eru?“ Ég leit á þá og sá strax
að á bakinu á jökkum þeirra var ferhyrnd bót
— úr öðru efni en fötin — og snéri eitt homið
upp og var bótin því við fyrsta augnatillit
ekki ólík stjörnu. Að öðru leyti voru þeir ekki
frábmgðnir öðru fólki. Ég svaraði því, að
ég gæti ekki gert mér grein fyrir hvaða menn
þetta væru en fékk þá þetta svar: „Þetta eru
þýzkir stríðsfangar.“ í sarna vetfangi laust
niður í huga minn hugsuninni um að e. t. v.
hefðu nú einmitt þessir Þjóðverjar átt hlut-
deild í Gvðingamerkingum Hitlers og lítið
hefir þá órað fvrir því þá, að þeir nrundu
sjálfir ganga merktir um í öðru landi, fyrir-
litnir og tortryggðir. Svona rnætti nefna fjöl-
mörg dæmi fleíri þessu til sönnunar, en vegna
DAGRENNING 17