Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 42

Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 42
SÍRA GUÐMUNDUR EINARSSON: Hátíðarnar þrjár. Grein sú, sem hér fer á eftir, birtist í jan- úarhefti Kirkjuritsins 1944 og er tekin þaðan með leyfi höfundar. Sennilegast er að fæstir af lesendum Dagrenningar hafi séð grein þessa áður, en hún styður svo vel þann málstað, sem Dagrenning hefir verið að halda fram, að hún á hvergi eins vel heima og í þessu riti. Hin mikla þekking höf. á hebreskri tungu er örugg trygging fyrir því, að samanburðurinn milli íslenzku orðanna og hebreskunnar sé réttur. Sú athyglisverða uppgötvun, sem höf. þarna liefir gert, er enn ein af mörgum sönn- unum þess, að hinar norrænu þjóðir eru á einhvern hátt mjög nákomnar hinum fornu ísraelsmönnum og sennilegast, að þær séu af- komendur þeirra. J. G. I. IIJÁ ÍSRAELSMÖNNUM. í II. Mósebók 23, 14—17, er ritað þannig: „Þrisvar á ári skalt þú mér hátíð halda. Þú skalt halda hátíð hinna ósýrðu brauða; sjö daga skalt þú eta ósýrt brauð, eins og ég hefi höfuðsins, og lokið fórnfæringunni í dauða sínum; þá fyrst er liann búinn að öðlast full- an mátt til þess mikla verks, sem við tekur — að endurreisa allt. Hinir heilögu fara hver á fætur öðrum inn í samfélag liinnar sigrandi kirkju, og þeir, sem bíða til hinztu stundar, stnnda stöðugir í tiúnni og taka fagnandi við lausninni, með hvaða hætti sem Guði þóknast að fullkomna hana. 40 DAGRENNING boðið þér, á ákveðnum tíma í abib.mánuði, því að í þeim mánuði fórst þú út af Egifta- landi; enginn skal koma tómhentur fyrir mitt auglit; og hátið frumskerunnar, frumgróðans af vinnu þinni, af því að þú sáðir í akurinn; og uppskeruhátíðina við árslokin, er þú al- hirðir afla þinn af akrinum. Þrem sinnum á ári skal allt þitt karlkvn birtast frammi fyrir herra Drottni." Þessar þrjár hátiðir voru aðalhátíðir ísra- elsmanna, og fram eftir öldum einu hátíðir þeirra. Af þeim var „hátíð ósýrðu brauð- anna“ — páskahátíðin — aðalhátíðin, og var haldin til minningar um burtförina úr Egiftalandi, var því lofgjörðar og þakklætis- hátið þjóðarinnar fyrir handleiðslu og vernd Drottins, Guð síns. Þessi hátíð var haldin í abib-mánuði — eða nísan-mánuði, eins og hann var síðar nefndur — og stóð yfir í 7 daga, frá 14—21. abib-mánaðar, hófst eftir okkar mánaðartali 7.—15. apríl. Hátíð frumskerunnar — eða'viknahátíðin, svonefnd af því, að þessi hátíð var haldin 7 vikum eftir páska — var eiginlega aðeins eins dags hátíð, en með undirbúningi og umstangi fóru þó þrír dagar til þessarar há- tíðar. Þessi hátíð var haldin í mánuðinum sivan eða siv, í júnímánuði að okkar tali, eða 50 dögum eftir páska, og svarar þannig til hvítasunnuhátíðar okkar nú. Þriðja — en önnur aðalhátíðin — var upp- skeruhátíðin eða laufskálahátíðin, sem stóð vfir í sjö daga og var lialdin í árslokin, að fornu áratali, því að ársbyrjun var síðar flutt V

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.