Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 26

Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 26
TímarítíS „Fellowship^ og rítstjorí þess^, F. B. Edgell. / þessu hefti DAGRENNINGAR birtist grein, sem þýdd er úr brezku tima- riti, sem „Fellowship“ (Félagsskapur) heitir. Timarit þetta, sem kemur út mdn- aðarlega, mun eitthvað þekkt hér d landi. Fyrir styrjöldina 1914—1918 hafði ddlitill hópur manna í London haft með sér leshring og iðkað þar Bibliulestur. Heimsstyrjöldin fyrri dreifði þessum liópi. Sumir féllu, en aðrir komu aftur og ýmsir þeirra scerðir og limlestir. Það varð þvi ekki um það að rceða, að taka leshringinn upp aftur að ófriðn- um loknum. Varð það þá úr að reyna að halda við sambandinu tnilli þeirra, sem í leshringnum höfðu verið, með þvi að hefja prentaða útgáfu d félagsbréfi leshringsins, sem kallað hafði verið „Fellowship“. Einn af dhuga- sömustu mönnum leshringsins, sem kom örkumla úr styrjöldinni, gerðist rit- stjóri timaritsins. Það leið ekki á löngu, unz ritið vakti d sér nokkra athygli og þóttu greinar ritstjórans, F. B. Edgells, bera af flestu öðru i ritinu. „Fellowship" hefir nú komið út i 25 ár og allan þann tima undir ritstjórn Edgell’s. „Fellowship“ tilheyrir engum sértrúarflokki eða stefnu. „Vér leitum kristilegs félagssltapar á hinum eina sanna grundvelli hans, i anda lœrisveins- ins,“ stendur á hverju hefti ritsins. Sérstaklega athyglisverður er greina- flokkur, sem jafnan birtist í ritinu og nefnist: „Trend of Current Events“ (Rds viðburðanna). Birtast þar margar ágcetar greinar um heimspólitik og nefnist sá Basil Stewart, sem þann greinaflokk ritar. Grein sú, sem DAGliENNING nú hefir látið þýða og birtir sem fyrstu grein eftir F. B. Edgell á islenzku, er tekin úr júnihefti yfirstandandi árs og heitir þar „The Atomic Energy of Christ’s Second Advent in Oþeration now“. Ég hefi gefið henni á islenzku nafnið: „Fcetur fagnaðarboðans“, þvi að minum dómi á sú fyrirsögn fullt svo vel við greinina. Þýðinguna gerði Kristmundur Þorleifsson. Það hafa á öllum timum verið uþþi margvislegar tilgátur og skoðanir um .,cndurkomu Krists“. Kirkjurnar eru hcettar að boða endurkomu hans og vis- indin hafna henni auðvitað eins og flestu öðru, sem ekki verður skilið „jarðneskri skilningu“, eins og Snorri Sturluson orðaði það endur fyrir löngu. Ég hefi hvergi rekizt á jafn skynsamlega meðferð á þessu merkilega efni eins og i þessari ágcetu grein Edgell’s. Af þeirri ástceðu hefi ég látið þýða greinina, J)vi að hún er þess fullkomlega verð, að koma fyrir augu þeirra islenzkra lesenda, sem eitthvað vilja hugsa um þessi merkilegu málefni, sem nú eru að visu — eins og raunár oft fyrr — vanmetin af flestum og fyrirlitin af mörgum. DAGRENNING vonar að geta flutt fleiri greinar úr „Fellowship“ á ncest- unni. J- G. 24 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.