Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 16

Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 16
svívirtar opinberlcga, svo að kalla á hverjum degi, á þann hátt m. a. að telja fólki trú um, að þessar þjóðir væru siðspilltar, úrkynj- aðar, drottnunargjarnar og af þeim stafaði mannkyninu mest öll sú bölvun, sem í lreim- inum væri. Það var aldrei kallað brot á hlutleysi að svívirða þessar þjóðir t. d. hér á landi, en væri sagt hið sanna urn ein- ræðisþjóðirnar, komu sendiherrar þessara þjóða og kærðu menn fyrir hlutleysisbrot og málgögn þeirra stinrpluðu allt slíkt tal sem hlutleysisbrot og landráð. Hlutlaus þjóð er eins og feðgamir með asnann. Hún verð- ur til athlægis bæði heima og heiman. Hún endar sinn heimskulega hlutleysisferil með því að bera hlutleysisasnann á herðurn sér til athlægis öllum heirni. Slíkt hefir, að nokkru leyti, orðið hlutskipti íslands. Þjóðin hefir látið blekkjast af þessu hlutleysiskjaftæði kommúnista, og þó eru engir menn rninna hlutlausir en kommúnist- ar. Þeir vita líka, að hlutleysið er aðeins beita fyrir auðtrúa sálir ag heimskingja. Komw- únistar eru ekki hlutlausir í einu einasta máli. Þeir spyrja ávalt: Ilver er hagur Rússa í þessu eða hinu og liaga sér svo æfinlega samkvæmt því. Oftast fá þeir beinar fyrir- skipanir frá Rússlandi um hvað gera skal. Hlutleysið er ckki fyrir þá, heldur Rrir hina — heimskingjana. Það fyrirtæki hérlendis, sem einna mest hefir verið ofurselt hlutleysis- kjaftæðinu er ríkisútvarpið. Þetta þýðingar- mikla menningartæki íslenzku þjóðarinnar hefir líka hlotið næsta ömurleg örlög. For- ráðamenn þess hafa — líkt og feðgarnir með asnann — alltaf verið að spvrja um hlut- levsi, hlutleysi, uns þar kom, að konnnúnistar voru búnir að ná í sínar hendur svo að kalla öllum yfirráðum við stofnunina, sérstaklega fréttaflutningnum, sem þeir svo alla tíð síðan hafa falsað að eigin vild. Hvað eftir annað hefir Ríkisútvarpið sýnt svo fyrirlit- legan undirlægjuhátt við málstað komm- únista og misboðið svo almennu stjórnmála- legu velsæmi, að beita hefir orðið stofnun- ina hörðu. Þessi þjónkun Ríkisútvarpsins við komm- únista er því torskildari sem aðalfyrirsvars- maður þessarar stofnunar — útvarpsstjórinn — hefir fengið um það aðvörun frá æðra heimi, að hann mundi á sínum tíma verða notaður í þágu Stalíns, er hann tæki að „plægja niður borgir Ameríkumanna“. Geta menn lesið þessa mjög svo athyglisverðu draumvitrun útvarpsstjóra í Eimreiðinni frá 1942. Kemur þar fram svo greinilega sem verða má fyrir þann, er nokkurt skyn ber á ráðningu drauma, að draumvitrun þessi er aðvörun til útvarpsstjóra urn að „staða hans“ — Ríkisútvarpið — verði mjög misnotað í þágu Rússa um það leyti, sem til aðalátak- anna keinur milli Bandaríkjanna og Rússa. Sú hliðin á starfsemi ríkisútvarpsins, sem er þó enn fyrirlitlegri en hin beina fimmtu herdeildarstarfsemi kommúnistanna þar, er það, með hve dæmafárri þefvísi hefir verið vakað yfir því, að vart yrði nokkurt særndar- \'rði eða viðurkenningarorð sagt um hinar engilsaxnesku þjóðir í erindum þeim og frétt- um, sem þar hafa verið flutt. Forráðamenn- irnir hafa, auðvitað af ráðnum hug, sneitt frarn hjá öllum þeim mönnurn, til erinda- flutnings, sem þeir bjuggust við að væru vinveittir hinum vestrænu stórveldum, eða meinað þeim flutning erinda sinna, en fjand- mönnum þeirra er vikulega og stundum daglega troðið upp á lilustendur með hin óheyrilegustu rógserindi um þessar tvær stórþjóðir, sem aldrei hafa annað en gott eitt lagt til okkar mála. Þannig hefir allt verið á eina bókina lært fyrir þessari stofnun, sem verður, þegar hún hefir verið losuð að fullu og öllu undan „anda djöfulsins,“ — kommúnismanum — og þaðan hefir vikið allt þjónustulið þeirrar 14 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.