Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 9

Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 9
íg46, sé fjárhagsviðhorfið orðið gerbreytt. í árslokin 1946 eru aðeins eftir af allri hinni miklu inneign frá 1945, fæpar 32 miljjónir króna. Síðar hefir Landsbankinn upplýst að sú upphæð sé nú löngu búin og vantar nú tugi milljóna til þess að hægt sé að standa við þær skuldbindingar, sem bankarnir hafa orðið að takast á hendur. Þannig hefir hinn mikli auður íslenzku þjóðarinnar horfið á aðeins lmlfu öðru ári frá því er hann náði hámarki sínu. Samfara þessari óhófseyðslu, sem síðar mun vikið betur að, hefir svo bættzt árferði, sem er svo einstakt og dæmalaust hér á suð- ur og suðvesturhluta landsins — þ. e. þeim slóðum, þar sem öllum úrslitaráðum þjóðar- innar. er ráðið — að leita þarf langt aftur í aldir til þess að finna jafn alhliða óáran, er stafar jöfnum höndum af pólitískum van- þroska þjóðarinnar og náttúruvöldum. Eftir að Hekla hafði lítt bært á sér í 100 ár tók hún að gjósa ógurlega á s. 1. vori og hefir haldið óslitið áÞam dag og nótt síðan. Af gosi hennar hafa sveitirnar unrhverfis hlotið miklar búsifjar og er þó e. t. v. það versta þar ennþá eftir, ef heyin, sem náðzt hafa, reynast eitruð, þegar farið verður að gefa þau í vetur. Árið í ár hefir reynzt mesta óþurka sumar, sem komið hefir í manna minnum á suður og suðvesturlandi. Fjöldi bænda verður því að drepa niður búpening sinn og sumsstaðar liggur við auðn af þess- um orsökum. Ilinar skæðu fjárpestir herja jafnt og þétt bústofn bændanna og á þessu liausti er fé drepið niður í heilum sýslum af þeim orsökum. Ekki verður útlitið bjartara ef litið er til sjávarsíðunnar. Síldaraflinn brást nú hið þriðja sumar í röð, og þegar tekið er tillit til hins gífurlega síldveiði- flota, sem veiðar stundaði í sumar, hefir síldaraflinn Jíklega aldrei í sögu þjóðarinnar verið minni en í ár. Svipað er að segja um þorskaflann, hann hefir brugðizt verulega, en auk þess eru aðalvandræðin við þorskveið- arnar þau, að hinn gífurlegi framleiðslukostn- aður á sjávarafurðum — og raunar á öllum afurðum landsmanna — gerir fiskinn með öllu ósel/anlegan í samkeppm' við aðrar þjóðir. Þetta ár hefir tekizt að losna við mestan liluta hans eingöngu með því að gefa með honum af andvirði síldarlýsisins, en síldar- lýsi er eftirsótt vara í undirbúningi stórveld- anna undir næsta ófrið. Hér við má bæta því, að íslendingar, sem varla þurftu að skammta neinar vörur á sh rjaldarárununi, hafa nú orðið að taka upp stranga skömmtun nreð því nær allar nauð- synjar og takmarka mjög annan innflutn- ing. Er það e. t. v. gleggsta dæmið um hinar gerbrevttu aðstæður þjóðarinnar í fjármál- um. Þannig er þá nú komið liögum hinn- ar íslenzku þjóðar, sem fyrir tveim ár- um átti sem skuldlausa eign inni hjá öðrum þjóðum nær'óoo milljónir króna og lifði í slíkum vellystingum og allsnægtum, að aldrei hafði annað eins þekkst áður í sögu hennar. III. Það er merkilegt að veita því athygli hve nákvæmlega hin fjárhagslega velmegun fylgir styrjöldinni. í aprílmánuði 1939 var mvnduð hér á landi ríkisstjóm þriggja flokka — Sjálf- stæðis-, Framsóknar- og Alþýðuflokks — til þess að reyna að forða þjóðinni frá algerðu gjaldþroti vegna skulda erlendis og margskonar annarra fjárhagslegra örðugleika og misræmis á 'sviði íslenzks atvinnulífs. Sú ríkisstjórn gerði nokkrar skvnsamlegar ráð- stafanir, sem að vísu komu ekki að miklu gagni vegna þess, að þá um haustið braust styrjöldin út. Skipti þá svo um fyrir íslandi, sérstaklega þó eftir að herlið Breta og Banda- ríkjanna kom hingað til lands, og tók að koma sér hér fyrir, að rikisskuldir allar greidd- ust fljótlega og atvinnuleysi hvarf með öllu DAGRENN I NG 7

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.