Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 31

Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 31
Konungur ísraels mun þannig í fyrstu smám sarnan gera vart við sig, sumir skynja hinn nýja stjórnanda fyrr en aðrir en loks „munu öll augu sjá hann“ (Op. 1. 7). En „liann kernur i skýjum“ og meðan þján- ingarskýin eru þung og svört nreðan fjöllin (ríki þessa heims) skjálfa og hrynja, og jörðin (þjóðskipulagið) gnötrar, leysist sundur og bráðnar, munu ýmsir fara að gera sér ljóst, það sem vér nú segjurn að þegar sé í vænd- um — að hinn mikli dagur Drottins sé kom- inn, að dagur þrenginga og reiði yfir þjóðun- urn sé kominn svo sem spáð var, og hinn smurði Jehova sé sjálfur að taka hið mikla vald sitt og hefja verk sitt að gera réttinn að mæliþræði og réttlætið að nrælilóði (Jes. 28. 17) og „hann verður að ríkja“ unz hann hefir lagt að velli öll jarðnesk völd og öfl, sem eru andstæð þeim, er ráða á himni. # Hver verður þáttur atomorkunnar? Hún er bæði eyðandi og skapandi. Mennirnir þykjast hafa uppgötvað hana, en Jrað gátu þeir ekki fyrr en tími var til þess kominn samkvæmt áætlun Guðs. Vísindamennirnir segja oss að hún hafi í sér fólginn rnátt til þess að lengja lif manna og geti hún rnvndað í jurturn lækningakraft, sem engan hafi órað fyrir. Guð hefir gefið mönnum atórn „uppgötvunina“ og á sama hátt nrun hann kenna þeim að nota sér hana til góðs, og misnotkun hennar mun sýna þeim heimsku þeirra nú á „tímum endalokanna.“ Þetta er tími refsinganna á þá, sem með svikurn eða ofbeldi liafa ranglátalega hrifsað til sín eignir annara — stundum í nafni lag- anna og i skjóli þeirra. Refsingin kemur frá Drottni. Baráttan og refsingin mun láta alla lýði jarðar kveina, því þetta er tíð rneiri þjáninga en þckkst hafa síðan þjóð varð til — eða nokkru sinni síðar verður. Það nrun verða vcgna hans, sem lýðirnir kveina; vegna dóms hans, er veldur hinum miklu þrenging- uni á cðliíegan hátt. — Vegna þess að Drott- inn lætur löndin skjálfa og tortímir spillingu þeirra (Jes. 2. 21). Svo víðtækt verður dóms- orðið og refsingin að enginn sleppur. Loks munu allra augu sjá breytinguna og gera sér ljóst að Drottinn ríkir. Mikið rnætti draga úr hörmungunum ef menn gætu komið auga á réttlætishugsjónina og breytt eftir henni, lært að virða að vettugi og afnema öll ranglát forréttindi frá liðnum tíma, jafnvel þótt lögvernduð séu, en það leyfir síngirnin ekki fyrr en þrengingarnar liafa steypt hinum drambsömu úr stóli, auðmýkt valdhafana og upphafið þá hógværu. Það verður eigi fyrr en við lok þrenginga- dagsins mikla — ekki fyrr en hin mikla Babv- lon er jöfnuð við jörðu og vald hennar vfir heiminum brotið á bak aftur — að allur þorri manna gerir sér Ijóst hvað raunveru- lega er að gorast; þá mun-lýðurinn sjá að hörmungarnar miklu, sem yfir þá dundu, voru það, sem á líkingamáli er nefnt „stríðið á hinum nrikla degi Guðs hins alvalda" (Op. 14. 16), að Jreir hafa strítt gegn lögmáli og öflurn hinnar nýju skipanar heimsins í sama rnæli og Jreir liafa stutt villu og rang- sleitni og þeir hafa barizt með Drottni í sama hlutfalli og þeir notuðu tungur sínar, penna, hendur, áhrif og aðstöðu til þess að sty'rkja réttlæti og sannleika í hvívetna. Á öllum þessum hörmungatímum verða til rnenn, sem vitna um það, hver sé orsök þeirra, lýsa yfir því að Drottinn sé meðal vor og sé að stofna ríki sitt, sem sé í andstöðu við myrkravöldin og sé Jrað hin raunverulega orsök þrenginganna og glundroða og bvlt- inga þjóðfélaganna. Þeir sýna og fram á, að allir Jreir, sem andstæðir eru sannleika og réttlæti, eru óvinir hins nýja ríkis og muni bíða lierfilegasta ósigur, ef þeir gefist ekki tafarlaust upp. Fjöldinn mun skella skoll- eyrunum við góðum láðum eins og hann DAGRENNING 29

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.