Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 27
F. B. EDGELL:
Fætur fageaðarboðans.
'TTTm sanna kirkja Krists, sem hefir verið
að þróast á liðnum ölclurn, á að verða
sameinuð herra sínum við hið rnikla starf
þúsund ára tímabilsins. \hð endurkomu sína
hlýtur Kristur að safna sarnan hinum út-
völdu og við það er átt með orðum spá-
mannsins fSálm. 5., 5): „Safnið hinum
heilögu til mín — þeim, sem hafa gert við
mig fórnfæringarsáttmála.“ Þetta söfnunar-
cða uppskerutímabil er þar, sem aldimar
tvær mætast. Það tímabil er bæði lok þess-
arar aldar og upphaf þúsundára ríkisins. Á
uppskerutíma þessurn verður eigi einungis
lokið við „að skilja hveitið frá illgresinu“
innan liinna nafnkristnu kirkna, „hveitinu“
safnað saman og það gert dýrðlegt, heldur
verður þá og lokið \ið að brenna „sértrún-
aðar“knippin og tortímt spilltum ávöxtum
af „vínviði jarðar“ (metorðagirnd manna,
græðgi og sjálfselsku), sem hefir vaxið og
þroskast um aldaraðir og endar nú í ringul-
reið og hruni Babyloniumenningarinnar.
#
Fyni koma Messíasar var ekki einkennd
með neinni skyndilegri eða furðulegri sýn-
ingu á breyttri skipan, en hún birtist og
sannaðist með því, að spádómarnir tóku
smám saman að rætast og þcir, sem beittu
athygli sinni og hugsun, sáu það, að atburð-
imir, sem spáð hafði verið, voru að fullkomn-
ast á ákveðnum tíma. Þannig verður það
og við endurkomu hans. Hann kernur
ekki til þess að lúta ráðandi öflum, til
þess að gjalda keisara skatt og verða
smánaður, eða þola ranglæti og oflreldi.
Hann kemur til þess að ríkja og beita öllu
valdi á hinmi og jörðu. Hann kemur ekki í
líkama niðurlægingar sinnar, mannlegum
likama, sem hann klæddist til þess að deyja,
og var ófullkomnari en dýrðarlíkaminn, sem
hann hafði áður (Hebr. 2, 9). Ilann kernur
í dýrðlegum, andlegum líkama, sem er
ímynd föðurins (Hebr. 1, 3), því að hann var
hlýðinn allt til dauðans og hefur þess vegna
verið hátt upp hafinn og öðlast nafn, sem er
æðra öllum nöfnum — að undanteknu nafni
föðurins. (Fil. 2.9, I. Kor. 15.27). Postulinn
sýnir oss, að það er „ekki ennþá ljóst“ mann-
legum skilningi vorum hvernig hann er nú.
Fyrir því vitum vér eigi hvernig vér verðum,
er vér erum orðnir líkir honum, en hin
sanna kirkja getur fagnað þeirri fullvissu,
að hún skal verða með honum og lík honum
og sjá hann eins og hann er (I. Joh. 3.2) —
ekki eins og hann var er hann kom hér áður,
hafði lítillækkað sig og afsalað sér fvrri dvrð
sinni og gerst fátækur fyrir oss til þess að vér
gætum orðið auðugir vegna örbirgðar hans.
Upprisa lians varð að vera algerlega aug-
ljós, ekki öllum heimi, heldur völdum vitn-
um, sem gætu látið heiminum í té óvéfengj-
anleg vottorð um atburðinn. Hefði öllum
mönnum verið kunnugt um hann, er hann
gerðist, myndi vitnisburðurinn, sem heim-
urinn hefði um hann nú á dögum, sennilega
vera miklu vafasamari, þá væri nú búið að
vefa um hann hugmyndum manna og erfða-
DAGRENNING 25