Dagrenning - 01.10.1947, Side 28

Dagrenning - 01.10.1947, Side 28
sögnum, svo að sannleikurinn myndi virð- ast algerlega ótrúlegur. Guð trúði aðeins völdum, óbrigðulum og verðugum vottum fyrir þessu. \7ér skulum athuga frásögnina og taka eftir því live fullkomlega verkið var framkvæmt, hve augljósa, áþreifanlega og sannfærandi sönnun þeir fengu fvrir upprisu Krists og umbreytingu. Vér skulum og veita því athygli hve vel hann var á verði gegn því að gera þá óttaslcgna eða æsa þá að óþörfu er hann var að birta þeim og gera ljósan þenn- an mikla sannleika. Vcrið viss um að sama vizkan, gætnin og lægnin kemur fram í að- freðum hans við að kunngera dýrðlega ná- vist sína, er hann kemur aftur. Róleg ómeng- uð dómgreind mun alltaf láta sannfærast, þótt heimurinn yfirleitt þurfi strangan aga til þess að verða hæfur til að taka við vitnis- burðinum, en skynsemi þeirra, sem hafa hrein hjörtu, mun vakna fvrr. Kristur kenndi í þrjú og hálft ár, á þcim tíma höfðu lærisveinar hans fórnað vinum, orðstír, atvinnu o. s. frv. til þess að helga því tíma sinn og krafta að boða konm Messiasar og stofna ríki lians. Þeir höfðu öfgakenndar hugmyndir um það hvenær og hvernig meist- ari þeirra yrði upphafinn, og þeir með hon- um, samkvæmt loforðunum. En við lok jarð- vistar sinnar sagði hann: „Ég hefi ennþá margt að segja yður, en þér getið ekki skilið það nú, en er andi sannleikans kenmr, mun hann leiða yður í allan sannleika ... og sýna vður það, sem koma skal og láta yður muna allt, sem ég hefi sagt við vður.“ (Jóh. 16. 12, 13, 14, 26). Ilver getur gcrt sér í hugarlund vonbrigði þcirra, er þcir sáu hann skyndilega tekinn frá þeim og smánarlega krossfestan — þótt þeir liefðu verið búnir undir það eins og unnt var — þeir liöfðu vonað, að þeim auðnaðist að lvsa yfir konungsríki hans og dýrð og fimm dögum fyrir krossfestinguna virtist sú von vera að því kominn að rætast. (Jóh. 12. 1, 12 —19.) Þótt þeir vissu, að hann var að ósekju ákærður og ranglega krossfestur, breytti Jiað í engu þeirri staðreynd, að þjóðin hafði lengi nærzt af þeirri von, að hún fengi konung, sem gerði þjóðina aftnr áhrifamikla og vold- uga, sjálfir höfðu þeir og alið vonir og lang- anir og gert sér loftkastala um mikilvægar stöður og há metorð í konungsríkinu, allt hrundi þetta skyndilega til grunna við þá önmrlegu rás viðburðanna, að konungur þeirra var krossfestur. Fjörutíu .dögum eftir upprisuna birtist hann þeim í síðasta sinn og talaði við þá. Þeir tóku þá í sig kjark og spurðu hann um konungsríkið, sem hann hafði lofað þeim, og sögðu: „Herra, ætlar þú á þessum tima að endurreisa ríkið handa ísrael?“ Þessi spurn- ing um konungsríkið var einna efst í hugum allra Jsraelsmanna. Þeir skildu að ísrael ætti að verða höfðingi þjóðanna undir stjórn Messiasar, en þeir vissu ekki um liinn langa „tíma hciðingjanna". Var þess að vænta? Þeir höfðu ekki enn öðlazt anda Guðs sonar, en voru ennþá undir refsidómi. Þótt frelsar- inn væri búinn að færa friðþægingarfórnina liafði hún ekki verið borin fram vegna vor í hinu allra helgasta — himninum sjálfum — (Jóh. 7. 29). Fyrir því reyndi Drottinn ekki að svara spurningu þeirra en sagði einungis: „Ekki er það yðar að vita tíma eða tíðir, sem faðirinn setti af sjálfs síns valdi, en þér mun- uð öðíast kraft, er heilagur andi kenmr yfir yður, og þér nmnuð verða vottar mínir bæði í Jerúsalem og í allri Júdeu og Samaríu, og til yztu endimarka jarðarinnar.“ (Post. 1. 7—8). Síðan hóf hann upp hendur sínar, er þeir voru komnir upp á Olíufjallið, og blessaði þá, og ský nam hann úr augsýn þeirra (Eúk. 24. 48—52; Post. 1. 6—15). Þeir tóku nú að skynja nokkru meira af fyrirætlun Guðs. Drottinn kom niður til þeirra frá himni og hann hafði nú farið aftur til föðurins eins og hann hafði sagt þeim áður en hann dó. — 26 DAGRENNI NG

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.