Dagrenning - 01.10.1947, Qupperneq 23

Dagrenning - 01.10.1947, Qupperneq 23
farið frani milli „höfðingjans yfir Rós (Rússa), Mesek (Moskva) og Tubal (Tob- olsk)“ og ísraelsnranna, en þau átök standa nú yfir. Enginn efi er á því, hvernig þeim lvkur, en „þjóð Guðs“ — ísraelsmenn — get- ur engan sigur unnið í þeirri baráttu fvrr en hún þekkir sjálfa sig og leitar í fullri ein- lægni hjálpar Guðs, gegn myrkraöflunum, sem Sóvietríkunum stjórna við endalokin. Þegar sú úrslitaorusta hefir farið fram 02 Israelsmenn hafa allir sameinast undir merki Krists, munu þessar þjóðir hafa forustuna fyrir öllum öðrum þjóðum heims við undir- búninginn að því ríki, sem Kristur mun stofna héi á jörðu, eins og hann lofaði læri- sveinum sínum, að hann mundi gera, er hann síðast kvaddi þá. # Ég hefi valið fjórar ljóðlínur úr nýju kvæði eftir Tómas Guðmundsson sem einkunar- orð fvrir þessa ritgerð rnína. Mér finnst þau svo óvenjulega sönn og táknræn Rrir þá kyn- slóð, sem nú stendur í baráttunni. Þessar lát- lausu ljóðlínur lýsa svo vel því öngþveiti, sem heimurinn sér framundan ef hann trúir ekki á leiðsögn æðri máttar. Ráðvillt og fálm- andi stendur mannkynið enn í dag og biður um „leiðsögn yfir harmsins trvlltu höf.“ Og hver er sá, sem getur látið þá leið- sögn í té? Eru það vísindin, sem nú ógna mannkyninu með algerri tortímingu? Er það spekin, sem að vísu skipar ávallt veglegan sess, en sem ávallt stendur að lokum ráð- þrota frammi fyrir mestu ráðgátu lifsins? Eru það liin miklu samtök vor á öllurn sviðum, sem að vísu geta í bili oft vellt þungum steini af veginum, en aðeins til þess að annar stærri komi í staðinn? — Ekkert af þessu megnar að veita oss „leiðsögn vfir harmsins tndltu höf.“ Þessir hlutir eru ekki fvrir mér lengur fjar- lægur óljós draumur heldur veruleikinn sjálf- ur. Hinir miklu spádónrar Biblíunnar, sem á öllum öldum, síðan þeir konru fram, hafa ver- ið að rætast og aldrei greinilegar en nú, segja þessi rniklu þáttaskipti fyrir svo vcl sem verða rná. Þeir segja oss einuig, að einmitt eitt tákn þeirra tíma muni verða veik trú, en mikil dýrkun allskonar speki og vísinda: „Með því að þessi lýður nálgast mig með munni sínurn og heiðrar mig með vörum sín- um, en fjarlægir hjarta sitt langt í burt frá mér, og með því að ótti þeirra fvrir mér er manna boðorð, lærð utan bókar, sjá, fvrir því mun ég fara undursamlega með þennan lýð, undursamlega og undarlega, speki speking- anna skal komast í þrot og hyggindi hygg- indamannanna fara í felur.“ Og einmitt nú stöndum vér andspænis þessum raunveruleika. „Speki spekinganna“ hefir nú þegar liðið algert skipsbrot — kom- ist í þrot við að leysa hina miklu gátu lífsins eftir leið spekkmar og hversu fegnirvildu ekki „hyggindamennirnir" — vísindamennirnir — að þcir hefðu aldrei náð atomorkunni, sem nú ógnar allri tilveru nrannkynsins og jafn- vel sjálfs hnattarins, sem vér byggjum. Biblían segir oss enn fremur, að hinn mikli liðssafnaður gegn ísrael verði óhemju stórfelldur: „Ég skal finna þig Góg, höfðingi yfir Rós, Mesek og Tubal, og ég skal setja króka í kjálka þína (þ. e. vígbúa þig) og leiða þig út. ásamt öllu herliði þínu, hestum og riddurum, öllum með alvæpni, mikinn manngrúa, með skjöld og törgu, alla með sverð í höndum. Persar, Blálendingar og Pútmenn eru í för með þeim, allir nreð törgu og hjálm, Gómer og allir herflokkar hans, Tógarma lýður, hin yzta norðurþjóð, og allir herflokkar hans — nrargar þjóðir eru i för með þér.“ (Esek. 38.) Engum getur blandast hugur um það, að með spásögninni um Rós, Mesek og Tubal er átt við hið mikla rússneska þjóðasafn, sem nú er að taka á sig fasta bandalags- DAGRENNING 21

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.