Dagrenning - 01.10.1947, Síða 36

Dagrenning - 01.10.1947, Síða 36
inn er trúi þjónninn, og hvor er lialdinn af villu. Þeinr trúa, sem gefur fæðuna á rcttum tíma, verður gefið aukið vald yfir byrgða- skemmu sannleikans og aukin geta til þess að veita hjúunum, en hinn ótrúi verður smám saman frá þeim skilinn og settur í æ nánari tengzli við þá, sem einungis eru kenni- menn; og veitið því athygli að ótrúi þjónn- inn er skilinn frá, rneðan hann veit ekki hvað er að gerast — á uppskerutímanum — þegar Drottinn er í raun og veru kominn, án þess að þjónninn viti, og farinn að leita að gim- steinum sínum og safna þeim sarnan. (Matth. 13. 30; Sálm. 50. 5; Mal. 3. 7; Matth. 22.31.) Vér ræðum þetta út í æsar til þess eins að sýna, að Drottinn svaraði spurningu læri- sveina sinna, um tákn og einkenni dval- ar hans hér, með því að hvorki heimurinn né hinir ótrúu þjónar myndu verða hennar varir, fyrr en hinn ákafi hiti opinberi það, og hinir trúu munu loks sjá hann með augum trúarinnar — fyrir ritningar, sem skrifaðar voru á löngu liðnum tímum til þess, að þeir skyldu læra og skilja jafnóðum og þær rættust. Sannleikur nútímans um öll málefni, er hluti af „eignum hans“ og gamlir og nýir fjársjóðir, sem Drottinn vor hefir safnað handa oss og veitir oss nú-óskammtað. Vér hikum ekki við að skýra frá því, að uppskerutími aldarinnar er kominn, og meist- arinn er aftur meðal vor og er aðal uppskeru- maðurinn — ekki í holdinu, eins og við lög- málsuppskeruna, heldur í mætti og mikilli dýrð, þótt dýrð hans sé mildilega hulin mann- legum augum. Hann er að stofna ríki rétt- lætis síns, sigð sannleika hans er farin að aðskilja; hann er að safna saman í einingu hjarta og huga „fyrstu ávöxtunum," og sá út- valdi „líkami" skal stjóma heiminum og blessa hann gegn um ísrael.“ Ég skýri frá þessu til þess að vér fáum gleggri hugmynd um það, hvað tíma-spá- dómarnir raunverulega þýða, að tími uppskerunnar er nú byrjaður, með öllum þeim atburðum, sem henni fylgja, og fer að öilu fram eins og tyrir var sagt. Tíma-spádómarnir og öll þessi nákvæma fræðsla um háttu og aðstæður við endur- konm Drottins, var eigi birt heiminum til þess að skelfa hann, og eigi heldur til þess að seðja íánýta forvitni, eða til þess að vekja sofandi kirkjunefnu, það var birt til þess að þeir, sem ekki eru sofandi og ekki eru heims- ins börn, heldur eru vakandi, helgaðir og trúir, og láta sér annt um að kynna sér fvrir- ætlanir föðurins, fái vitneskju um mikilvægi atburða líðandi stundar, og þurfi ekki að vera blindir fy'rir málefnum og atburðum, sem eigi verða með vissu greindir á annan hátt. — Uppskerunni, nærveru uppskerumannsins n.ikla, þreskingu og sáldun hins ómengaða hveitis, bindingu og brennslu illgresisins á tíma þrenginganna o. s. frv. Guð huldi, í líkingamáli um lúðurhljóm, raddir, eld, o. s. frv., fræðslu (sem ekki var ætluð heimsins börnum heldur aðeins hin- um litla hóp af útvöldum heilögum) um upp- skerutímann, nærveru Drottins, andlegt ríki hans o. s. frv., en hagaði líkingunum þannig, að í fyllingu tímans yrði mál þeirra skýrt og áherzluþungt fy'rir þann hóp manna, sem hann ætlaði að fræða. Nú við endurkomuna má segja við svipaðan lióp útvaldra eins og við fy'rri komu Krists: „Yður er gefinn levnd- ardómur Guðsríkis, en hinir, sem fy'rir utan eru, fá allt í dæmisögum" — í líkingum og óljósum orðum — til þess að eigi geti aðrir en þeir, sem útvaldir eru skilið til fulls — jafnvel þótt þeir hafi Biblíu. (Mark. 4. 11 Heimsins börnum er ekki ókunnugt um hina einstæðu atburði nútímans og aðstæður sem verða æ athyglisverðari með hverri líð- andi stundu; en þau skynja ekki hin mikil- fenglegu endalok, fyrir því verður hugur 34 DAGRENNI NG

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.