Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 35

Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 35
ekki, þannig mun einnig (parousia) nærvera manns-sonarins verða.“ Á nærverutíma manns-sonarins munu heimsins börn halda áfram að eta og drekka, gróðursetja, reisa hús, kvænast og giftast — að ekki séu nefnd syndsamleg verk, en aðeins bent á hve óvit- andi þeir eru um návist hans. — Þetta er þá svar Drottins við spurningu lærisvein- anna. — Hvert er tákn (bending) um návist (parousia) þina og endalok eða uppskeru- tíma aldarinnar? í raun og veru svarar hann: Heimsins börn fá ekkert tákn, þau munu ekki fá vitneskju um nærveru mína og hina nýju ráðstöfun. Aðeins fáir munu um það vita og þeim verður kennt það af Guði áður en nokkurt það tákn verður, sem heimsins börn geta greint. Frásögn Lúkasar af þessum samræðum er ekki rituð með sömu orðum en er í nákvæmu samræmi (Lúk. 17. 26—29). Lúkas notar ekki orðið parousia, en hann segir nákvæm- lega sömu hugsunina með þessum orðum „og eins og var á dögum Nóa, svo mun og verða á dögum manns-sonaríns.“ Þ. c. á þeim dögum, sem hann verður hér. Ilvorki fyrir daga hans né eftir daga hans, heldur á hans dögum, munu heimsins börn eta, drekka, kvænast og giftast, kaupa, selja, gróðursetja og reisa hús. Ritningarnar skýra oss þannig frá því, að Drottinn vor rnuni verða hér í lok þessarar aldar, — algerlega óþekktur af heiminum og ósýnilegur honum. Eigi að síður kemur aldrei annað flóð til þess að eyða jörðina (Móse I. 9. 11). Ritað er að öll jörðin skuli eyðast fyrir eldi vand- lætingar Drottins (Sef 3. 8). í hvorugt skipti er átt við hnöttinn sjálfan. í bæði skiptin er átt við ríkjandi mannfélagsskipan. # Þér skuluð veita athygli þeim ritningar- greinum, sem segja oss að mörgum kenni- mönnum kirkjunnar verði ókunnugt um návist Drottins og uppskerutímann við lok þessa tímabils, þegar hann er í raun og veru viðstaddur og unnið er að uppskerunni. Mjög mikilvægt er niðurlagið hjá Matt- heusi, allt frá 42. versi. í 37. versi skýrir Drottinn frá því, að heimurinn muni ekki vita um návist manns-sonarins og þarna vekur hann athygli lærisveina sinna á því, að þeir verði ófróðir um nærveru sína, nema þeir séu vel á verði. Hann segir: Vakið því, vegna þess, að þér vitið ekki á hvaða stundu herra yðar kemur.“ Ef menn byggjust við þjóf, mundu þeir vaka, til þess að láta eigi koma sér að óvörum. Fyrir því ættuð þér alltaf að vera vakandi, alltaf viðbúnir og alltaf að litast um eftir fyrstu einkennunum um nærvcru mína. „Spurningu yðar: „Hve- nær mun þetta verða, svara ég aðeins með því að segja yður að athuga og vera viðbúnir, er ég er kominn mun ég láta alla, sem trúir eru og athuguhr, vita um það, og aðeins þeir hafa rétt til þess að vita um það. Allir aðrir eiga og verða að vera úti í myrkrinu og læra með heiminum og eins og hann í myrkr- inu — af þrengingunum. Hver er þá (á uppskerutímanum) sá trúi og hvggni þjónn, sem húsbóndinn setur vfir hjú sín, til þess að gefa þeim fæðuna á rétt- um tíma? Sæll er sá þjónn, sem húsbóndinn finnur breyta þannig, er liann kemur. Sann- lega segi ég yður, hann mun setja hann vfir allar eigur sínar. — Hinar ,miklu byrgðaskemmur dýrmætasta sannleika verða opnaðar fyrir þeim trúa þjóni. Vér sáum af því, sem skráð er hér að fram- an, að flokkur manna mun neita því, við lok þessarar aldar, að Drottinn sé kominn (ekki að hann muni koma, einhverntíma), og beita sér óvægilega gegn þeim samþjón- um sínum, sem þar af leiðandi hljóta að kenna hið gagnstæða — að Drottinn sé kom- inn. Drottinn tekur það skýrt fram hvor aðil- DAGRENNI NG 33

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.