Dagrenning - 01.10.1947, Side 30

Dagrenning - 01.10.1947, Side 30
Vér höfum ekki meiri ástæðu til þess að ætla að hinn andlegi líkami Drottins vors eftir upprisu hans sé mannlegur líkami, heldur en að andlegur líkami hans fyrir hold- tekjuna liafi verið mannlegur, eða aðrar and- legar verur hafi mannlega líkami og postul- inn Pétur segir, að Drottinn hefði verið deyddur líkamlega, en gerður lifandi sem andi. Þótt gert sé ráð fyrir því að dýrðarlíkami Drottins sé af holdi gerður er það engin skýring á því hvernig hann birtist furðulega og skvndilega á fjörutíu daga tímabilinu eftir krossfestinguna. Hvcrnig gat hann birst allt í einu og horfið síðan? Hvernig fór hann að því að vera því nær alltaf ósýnilegur í þessa fjörutíu daga? Og hvernig stóð á því að út- lit hans var sí og æ svo breytt að trauðla var hægt að þekkja hann fyrir þann sama og í önnur skipti, eða fvrir þann sama, sem allir þckktu og unnu fvrir krossfestinguna fáum dögum áður? Ef vér athugum málið gaumgæfilega, verður oss æ Ijósari sú guðlega vizka, sem birtist í því hvernig upprisa Drottins vors er opinberuð postulunum, svo að þeir gætu orðið fyllilcga sannfærðir og áreiðanlegir vottar, og þeir hógværu gætu öðlast vitnis- bnrð þcirra og trúað því; að Guð hefði reist Drottinn vorn frá dauðum — svo að þeir gætu kaunast við hann sem þann, er var dáinn en sé nú lifandi að eilífu, og trúaðir gætu komist til Guðs fvrir hann. Er vér hugs- urn um hann með leiðsögn hins heilaga anda sannleikans, vikkar hugsýn vor og vér sjáurn hann þá ekki lengur í líki mannsins Jesú Krists lieldur sem Drottinn dýrðar og máttar. Þannig hefir kirkjan beðið um konm hans og ríki ög þráð hann, og engin getur vænst þess, að maðurinn Jesú Kristur komi aftur í holdlegum líkama til þess að honum verði fórnað og hann særður og deyddur oss til friðþægingar. Eigi ættum vér heldur að búast við Jdví að liann „birtist“ heiminum í ýmsurn gerfum úr holdi og beini. — Þeirra var Jrörf fyrir vottana forðum, en nú er það ekki. Vér munum komast að raun um, að endurkomu sína birtir hann á mjög ólíkan hátt. Návist hans og réttlátt vald mun sjást bæði á refsingum og blessunum, sem strevma frá veldi hans. # Það hefir lengi verið almenn trú að sorgir og þjáningar væru refsingar á hina vondu fyrir illgerðir þeirra. Þetta virðist eðlilegt og réttmætt lögmál og hefir fólk þess vegna almennt játað Jrað, og talið, að þannig ætti það að vera jafnvel þótt það ekki væri; en bláköldum staðreyndum lífsins ber saman við Ritninguna um, að á liðnum öldurn hafa það verið þeir guðræknu, sem oftast hafa orðið fyrir þrautum og ofsóknum (Tim. II. 3. 12), en á „degi þrenginganna" þegar ríki Messíasar er í vændum, verður önnur skip- an á þessu. Á þeim degi á að steypa illu öfl- unurn af stóli og er réttlætinu verður stöðugt tryggður sess mun brátt komast á samsvar- andi refsing á illvirkja og blessun til Jreirra er gera góðverk — „þrenging og angist kenmr yfir sérhverja mannssál, er illt fremur .... en vegsemd heiður og friður hlotnast sérhverj- •um, er gerir hið góða — á reiðidegi og opin- berunar Guðs réttláta dóms, sem mun gjalda sérhverjum eftir verkum hans“ (Róm. 2. g, 10, 6, 5) „Þegar dómar Drottins birtast á jörðu, læra byggendur hennar réttlæti" (Jes. 26. 5.—11.) Þeir munu læra, að í liinni nýju skipan verða réttlátir hátt settir en ill- gerðannönnum hegnt. Spádómarnir segja skilmerkilega frá þessu ríki og verkum þess fyrir Jiá auðmjúku, hreinhjörtuðu, fátæku, þurfandi og þjáðu, og kollvörpun þess á einokunum og allskonar ranglátu fyrirkomu- lagi og kúgun; og almennri jöfnun þess á kjörum manna. Lesið vandlega Sálrn. 72. 1,-19; 37. 1-14). DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.