Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 20

Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 20
þess hve „Guðs kvörn malar hægt“ veita menn þessu órjúfanlega lögmáli ekki þá at- hvgli sem skyldi. Þó hafa allir rnestu leið- togar mannkynsins á þetta bent og allra ljós- ast og best Jesús Kristur. Hann sagði: „Með sama rnæli og þér mælið öðrum mun yður mælt verða.“ Hann sagði einnig: „Eins og þér sáið niunuð þér uppskcra." Og hann gaf mannkyninu þetta undursamlega heil- ræði: „Það, sem þér viljið að mennirnir geri vður, það eigið þér einnig þeim að gera.“ En fydgir nokkur þjóð þessum boðorðum? Fer nokkur maður eftir þessum heilræðum? Nei, — varla nokkur einstaklingur hvað þá þjóðar heildir. Lítum í eigin barm. Við urðum aðnjótandi guðlegrar hand- leiðslu í síðasta ófriði og þegar allar aðrar þjóðir liðu meiri og minni hörmungar lifð- ilm við hér við allsnægtir. Við gleymdum að þakka það, þeirn sem veitti okkur vernd- ina. Við svikurn liann, sem tók okkur undir venidarvæng sinn. Lands og þjóðar var gætt af sterkum herj- um tveggja vinveittra stórvelda, sem að lok- inni veru sinni hér gáfu okkur stórgjafir auk þess sem þeir, nreðan þeir dvöldu hér grciddu að fullu í reiðu fé allt, sem við lét- um þeim í té. Ilvernig reyndumst við þess- um velgerðamönnum okkar og vemdurum? Við æptum að þeim á þeirn sama degi og ógnin var liðin hjá, heimtuðum þá burt úr landinu og létum svívirðingum rigna \’fir þá L blöðum og útvarpi. Forustuna höfðu konmiúnistar — fimmta herdeild þeirrar þjóðar, sem ætlar sér að hemema ísland í næstu stvrjöld og nota bækistöð hér til árása á þá þjóð, sem verndaði ísland og íslendinga í síðasta ófriði — en stór hluti þjóðariimar lmýtti sér aftan í þessa landráðaforustu og var þar háskólinn og stúdentar hans fremstir í flokki. — Þeir unnu hér hliðstætt verk við það scm lýðurinn forðum í Jerúsalem, er 18 DAGRENNING hrópaði: „Krossfestu, krossfestu hann,“ — og þeir áttu hér liliðstæða hlutdeild í eins og hinn þýzki hávaðalýður, sem hrópaði „Heil Hitler“ þegar foringinn þurfti á því að halda, að fólkið leggði blessun sína yfir ódæð- isverk hans. Þannig revndist íslenzka þjóðin þegar mest á reið. Og það leið heldur ekki á löngu, að af- leiðingar vrðu augljósar. Þjóðin setti land- ráðamennina til valda — kommúnistana — fékk þeim í hcndur fcð, sem aflast hafði og þeir komu því öllu í lóg á skennnri tíma en nokkur gat gert sér í hugarlund. Það var allt búið þegar kommúnistar fóru úr ríkisstjórn- inn. En meira fylgdi með. Hcimskustcfnan, sem þjóðin liafði tekið upp undir forustu konnnúnista og þeirra, sem gerst höfðu hand- bendi þeirra, hefir komið svo á kné öllu at- vinnulífi landsmanna, að þess er engin von, að það verði fært til rétts vegar aftur nema með algerðri hugarfarsbreytinga allra ís- lenzkra alþýðustétta. Ofan á þessi sjálfskaparvíti bætist svo sú óáran til lands og sjávar, sem áður er lýst, og okkur þýðir ekki að deila um við neinn nema Guð. Það eru e.t.v.hans refsiaðgerðir gagnvart þjóð, senr hann verndaði, en sem sýndi fjand- skap og skeytingarleysi gagnvart öllu því, sem vel hafði verið fyrir hana gert. Það er einkennilegt, að Hekla byrjaði að gjósa sömu dagana og síðustu hersveitir Bandaríkjanna fóru brott af landinu. * Ég veit nú að ýmsir munu segja: Já, en þetta er nú ekki allskostar rétt því við sömd- um við Bandaríkin um Keflavíkurflugvöll- inn og þeir mega liafa hér starfslið í 6 ár frá 1946 að telja. Það er að vísu rétt, en okkar gerð er hin sama fyrir því, sá sámningur er þannig til kominn, að Bandaríkin hefðu lilotið að beita okkur valdi til að halda þar afnotum, meðan

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.